Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vísir/Getty Full eftirvæntingar fylgdist alþjóð með því þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í höndina á Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í fyrrinótt. Um var að ræða fyrsta leiðtogafund ríkjanna tveggja sem lengi hafa átt í hatrömmum deilum. Þrátt fyrir að hafa áður átt í uppnefnastríði og þrátt fyrir linnulaus og grimmileg mannréttindabrot harðræðisstjórnar Kim var kurteisin allsráðandi á fundinum. Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vert er að minna á að í Norður-Kóreu er fólki til að mynda hent í fangelsi fyrir glæpi fjölskyldumeðlima, meðal annars fyrir að horfa á suðurkóreskar bíómyndir. Fólk er pyntað, tekið af lífi og því nauðgað. Fjölmiðla-, tjáningar-, athafnafrelsi er svo gott sem ekkert. Mennirnir tveir undirrituðu yfirlýsingu eftir spjall sitt. Þrátt fyrir að vera innihaldsrýr er hún almennt álitin gott fyrsta skref í átt að raunverulegum friði á Kóreuskaga. Í henni var meðal annars kveðið á um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Eftir fundinn hélt Trump blaðamannafund þar sem hann sagði fundinn hafa gengið undursamlega. Forsetinn sagði Kim hafa fallist á þá kröfu Bandaríkjamanna að kjarnorkuafvopnun yrði sannreynanleg og algjör sem og kröfu um að rífa ónefnda eldflaugatilraunastöð. Sjálfur sagðist Trump ekkert hafa gefið eftir. Þvinganir yrðu enn í gildi.Donald Trump ávarpaði blaðamenn að fundi loknum.Vísir/GettyTrump minntist hins vegar á að Bandaríkjamenn væru ekki mótfallnir því að hætta heræfingum í og með Suður-Kóreu. Ýmsir furðuðu sig á ummælunum og sagði talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu óskýrt hvað Trump væri að tala um. Aðrir, til að mynda Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sögðu að Trump hefði náð litlu fram á fundinum. Ljóst er að Norður-Kóreustjórn fagnar fundinum. Ekki var sérstaklega kveðið á um með hvaða hætti kjarnorkuafvopnun færi fram, en hugtakið þykir hafa misjafna merkingu í hugum Kim og Trumps. Einræðisherrann vill að allir afvopnist á skaganum en forsetinn einblínir á kjarnorkuvopn Norður-Kóreu. Kim getur sömuleiðis glaðst yfir því að hafa komið inn úr kuldanum og stigið stórt skref í þá átt að tryggja áframhaldandi líf harðstjórnar sinnar. Þá munu orð Trumps um að hætta heræfingum væntanlega falla í frjóan jarðveg hjá einræðisherranum. Og það gerðu þau svo sannarlega hjá kínversku ríkisstjórninni. Kínverjar hafa lengi hampað þeirri hugmynd að Norður-Kórea ætti að hætta eldflaugatilraunum og Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn heræfingum í staðinn. En þótt ríkisstjórnir Kína, Japans, Rússlands, Bandaríkjanna og Suður- og Norður-Kóreu fagni fundinum og hrósi sigri eru ekki allir sáttir. Mohammad Bagher Nobakht, upplýsingafulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar, varaði Kim sérstaklega við Bandaríkjaforsetanum, en Trump dró Bandaríkin nýverið út úr kjarnorkusamningnum sem stórveldi heims gerðu við Íran. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Full eftirvæntingar fylgdist alþjóð með því þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í höndina á Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í fyrrinótt. Um var að ræða fyrsta leiðtogafund ríkjanna tveggja sem lengi hafa átt í hatrömmum deilum. Þrátt fyrir að hafa áður átt í uppnefnastríði og þrátt fyrir linnulaus og grimmileg mannréttindabrot harðræðisstjórnar Kim var kurteisin allsráðandi á fundinum. Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vert er að minna á að í Norður-Kóreu er fólki til að mynda hent í fangelsi fyrir glæpi fjölskyldumeðlima, meðal annars fyrir að horfa á suðurkóreskar bíómyndir. Fólk er pyntað, tekið af lífi og því nauðgað. Fjölmiðla-, tjáningar-, athafnafrelsi er svo gott sem ekkert. Mennirnir tveir undirrituðu yfirlýsingu eftir spjall sitt. Þrátt fyrir að vera innihaldsrýr er hún almennt álitin gott fyrsta skref í átt að raunverulegum friði á Kóreuskaga. Í henni var meðal annars kveðið á um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Eftir fundinn hélt Trump blaðamannafund þar sem hann sagði fundinn hafa gengið undursamlega. Forsetinn sagði Kim hafa fallist á þá kröfu Bandaríkjamanna að kjarnorkuafvopnun yrði sannreynanleg og algjör sem og kröfu um að rífa ónefnda eldflaugatilraunastöð. Sjálfur sagðist Trump ekkert hafa gefið eftir. Þvinganir yrðu enn í gildi.Donald Trump ávarpaði blaðamenn að fundi loknum.Vísir/GettyTrump minntist hins vegar á að Bandaríkjamenn væru ekki mótfallnir því að hætta heræfingum í og með Suður-Kóreu. Ýmsir furðuðu sig á ummælunum og sagði talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu óskýrt hvað Trump væri að tala um. Aðrir, til að mynda Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sögðu að Trump hefði náð litlu fram á fundinum. Ljóst er að Norður-Kóreustjórn fagnar fundinum. Ekki var sérstaklega kveðið á um með hvaða hætti kjarnorkuafvopnun færi fram, en hugtakið þykir hafa misjafna merkingu í hugum Kim og Trumps. Einræðisherrann vill að allir afvopnist á skaganum en forsetinn einblínir á kjarnorkuvopn Norður-Kóreu. Kim getur sömuleiðis glaðst yfir því að hafa komið inn úr kuldanum og stigið stórt skref í þá átt að tryggja áframhaldandi líf harðstjórnar sinnar. Þá munu orð Trumps um að hætta heræfingum væntanlega falla í frjóan jarðveg hjá einræðisherranum. Og það gerðu þau svo sannarlega hjá kínversku ríkisstjórninni. Kínverjar hafa lengi hampað þeirri hugmynd að Norður-Kórea ætti að hætta eldflaugatilraunum og Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn heræfingum í staðinn. En þótt ríkisstjórnir Kína, Japans, Rússlands, Bandaríkjanna og Suður- og Norður-Kóreu fagni fundinum og hrósi sigri eru ekki allir sáttir. Mohammad Bagher Nobakht, upplýsingafulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar, varaði Kim sérstaklega við Bandaríkjaforsetanum, en Trump dró Bandaríkin nýverið út úr kjarnorkusamningnum sem stórveldi heims gerðu við Íran.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent