Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Svona skipta flokkarnir með sér verkum í borginni. Fréttablaðið REYKJAVÍK Borgarstjórnarfulltrúar nýs meirihluta eru stórhuga fyrir kjörtímabilinu sem nú er hafið. Þeir segja að samningaviðræður um myndum meirihluta hafi gengið vel og mikill samhljómur hafi verið milli flokkanna. Að baki meirihlutanum standa Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn. Flokkarnir fengu samtals tólf fulltrúa af 23 mögulegum. Meirihlutinn er því aðeins einn maður. „Þó við spönnum allt hið pólitíska litróf þá kom í ljós að í stærstu málunum vorum við í grunninn sammála. Við lögðum mikið upp úr því að mynda liðsheild og að það væru opin samskipti og samvinnugrundvöllur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og nýr formaður borgarráðs. Lóa segir að nýr meirihluti vilji á kjörtímabilinu stefna að víðtæku samráði við minnihlutann. Í kosningabaráttunni hafi allir flokkar komið fram með mál sem þeir brenna fyrir og margt af því sem minnihlutaflokkarnir hafi lagt til hafi líka verið að finna í stefnu meirihlutans.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er bjartsýnn fyrir kjörtímabilið. Það er gleðiefni að stór, öflugur og góður hópur fólks úr ólíkum áttum hafi ákveðið að taka höndum saman um að þróa græna, fjölbreytta og nútímalega borg, sem leggur áherslu á gott skóla og velferðarkerfi, góða þjónustu, öruggt húsnæði og öflugt atvinnulíf – og er jafnframt borg fyrir alla. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, skipulags og samgöngumál, húsnæðismál og borgarlínu og sókn á öllum sviðum,“ segir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Í sáttmála meirihlutans segir að stefnt sé að því að hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnaleikskóla. Þá verði jafnrétti meðal annars tryggt með því að eyðublöð geri ráð fyrir öllum kynjum og úttektir verði gerðar á búningsherbergjum og salernum borgarinnar. Strætó muni aka oftar á háannatímum og gjaldskyldum bílastæðum fjölgar og gjaldskyldutími lengdur. „Það sem stendur upp úr sáttmálanum fyrir mitt leyti er tvennt. Annars vegar hugum við vel að atvinnulífinu, pössum upp á fjölbreytni þess og tryggjum að það geti vaxið og dafnað. Hitt málið er að þjónusta við borgarbúa og fyrirtæki verði notendavædd en þar eru gríðarleg sóknarfæri,“ segir Lóa. Stefnt verður að því að gera þjónustuna auðveldari, miðlægari og aðgengilegri bæði fyrirtækjum og einstaklingum. „Það skiptir miklu máli að hafa stöðugleika í borgarstjórn og borgarráði. Samvinna og áreiðanleiki skiptir máli til að allt gangi upp, ekki síst fyrir borgarbúa sjálfa. Við verðum að halda ákveðið áfram, sýna stöðugleika og taka ábyrgar ákvarðanir,“ segir Lóa.joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýstofnað umhverfis-og heilbrigðisráð: Ætla að gera grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi 12. júní 2018 12:22 Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. 12. júní 2018 15:12 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
REYKJAVÍK Borgarstjórnarfulltrúar nýs meirihluta eru stórhuga fyrir kjörtímabilinu sem nú er hafið. Þeir segja að samningaviðræður um myndum meirihluta hafi gengið vel og mikill samhljómur hafi verið milli flokkanna. Að baki meirihlutanum standa Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn. Flokkarnir fengu samtals tólf fulltrúa af 23 mögulegum. Meirihlutinn er því aðeins einn maður. „Þó við spönnum allt hið pólitíska litróf þá kom í ljós að í stærstu málunum vorum við í grunninn sammála. Við lögðum mikið upp úr því að mynda liðsheild og að það væru opin samskipti og samvinnugrundvöllur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og nýr formaður borgarráðs. Lóa segir að nýr meirihluti vilji á kjörtímabilinu stefna að víðtæku samráði við minnihlutann. Í kosningabaráttunni hafi allir flokkar komið fram með mál sem þeir brenna fyrir og margt af því sem minnihlutaflokkarnir hafi lagt til hafi líka verið að finna í stefnu meirihlutans.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er bjartsýnn fyrir kjörtímabilið. Það er gleðiefni að stór, öflugur og góður hópur fólks úr ólíkum áttum hafi ákveðið að taka höndum saman um að þróa græna, fjölbreytta og nútímalega borg, sem leggur áherslu á gott skóla og velferðarkerfi, góða þjónustu, öruggt húsnæði og öflugt atvinnulíf – og er jafnframt borg fyrir alla. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, skipulags og samgöngumál, húsnæðismál og borgarlínu og sókn á öllum sviðum,“ segir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson. Í sáttmála meirihlutans segir að stefnt sé að því að hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnaleikskóla. Þá verði jafnrétti meðal annars tryggt með því að eyðublöð geri ráð fyrir öllum kynjum og úttektir verði gerðar á búningsherbergjum og salernum borgarinnar. Strætó muni aka oftar á háannatímum og gjaldskyldum bílastæðum fjölgar og gjaldskyldutími lengdur. „Það sem stendur upp úr sáttmálanum fyrir mitt leyti er tvennt. Annars vegar hugum við vel að atvinnulífinu, pössum upp á fjölbreytni þess og tryggjum að það geti vaxið og dafnað. Hitt málið er að þjónusta við borgarbúa og fyrirtæki verði notendavædd en þar eru gríðarleg sóknarfæri,“ segir Lóa. Stefnt verður að því að gera þjónustuna auðveldari, miðlægari og aðgengilegri bæði fyrirtækjum og einstaklingum. „Það skiptir miklu máli að hafa stöðugleika í borgarstjórn og borgarráði. Samvinna og áreiðanleiki skiptir máli til að allt gangi upp, ekki síst fyrir borgarbúa sjálfa. Við verðum að halda ákveðið áfram, sýna stöðugleika og taka ábyrgar ákvarðanir,“ segir Lóa.joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýstofnað umhverfis-og heilbrigðisráð: Ætla að gera grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi 12. júní 2018 12:22 Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. 12. júní 2018 15:12 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Nýstofnað umhverfis-og heilbrigðisráð: Ætla að gera grænu málunum í Reykjavík hátt undir höfði Líf vill að Reykjavík verði vistvæn borg og hyggst þróa hana áfram með áherslu á vistvænt og sjálfbært umhverfi 12. júní 2018 12:22
Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. 12. júní 2018 15:12
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent