Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Vísir/GVA „Þetta staðfestir það sem við höfum skynjað í samtölum við félagsmenn okkar undanfarna mánuði. Upp á síðkastið höfum við reglulega fengið fréttir af því að fyrirtæki séu að draga saman seglin og jafnvel loka starfsstöðvum til að bregðast við raungenginu og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ársfjórðungslega gerir Gallup könnun á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til stöðu og framtíðarhorfa stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin er unnin fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabankann. Sextíu prósent stjórnenda telja aðstæður nú góðar og hefur þeim fækkað um tíu prósentustig frá því könnunin var framkvæmd fyrir þremur mánuðum. Tólf prósent telja aðstæður slæmar og hefur sú tala tvöfaldast frá síðustu könnun. Þá hafa væntingar stjórnenda til næstu sex mánaða aldrei mælst minni, ekki einu sinni meðan og skömmu eftir að efnahagskerfi landsins hrundi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök IðnaðarinsSigurður segir komandi kjarasamningaviðræður skipta miklu máli. Lítið sem ekkert svigrúm sé til að hækka laun. Það velti mikið á væntingum launþega og aðgerðum stjórnvalda hvernig muni fara. Tilraunir undanfarinna ára, til að mynda SALEK-samkomulagið, hafi mistekist alfarið. „Þó að kaupmáttur hafi aukist umtalsvert þá hefur húsnæðiskostnaður, sérstaklega þeirra sem lægstu launin hafa, aukist talsvert meira. Það verður að finna lausn á því,“ segir Sigurður. Náist ekki góð sátt í samningaviðræðunum er viðbúið að samkeppnishæfni muni minnka sem leiði síðan til aukinnar verðbólgu. „Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Það er raunsætt mat að það er að draga úr hagvexti,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Grímur segir að það skipta máli að feta línudansinn milli verðbólgu og gengis krónunnar. Gjaldmiðillinn hafi gefið eftir frá því sem verið hefur og viðbúið sé að það haldi áfram. „Húsnæðismálin eru hluti af stóru myndinni. Mín tilfinning er sú að kólnun í hagkerfinu taki líka til byggingamarkaðarins. Það verður eitt af þeim málum sem koma á borð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í komandi viðræðum. Félagslegar lausnir hljóta að verða hluti af sátt á vinnumarkaði,“ segir Grímur. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
„Þetta staðfestir það sem við höfum skynjað í samtölum við félagsmenn okkar undanfarna mánuði. Upp á síðkastið höfum við reglulega fengið fréttir af því að fyrirtæki séu að draga saman seglin og jafnvel loka starfsstöðvum til að bregðast við raungenginu og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ársfjórðungslega gerir Gallup könnun á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til stöðu og framtíðarhorfa stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin er unnin fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabankann. Sextíu prósent stjórnenda telja aðstæður nú góðar og hefur þeim fækkað um tíu prósentustig frá því könnunin var framkvæmd fyrir þremur mánuðum. Tólf prósent telja aðstæður slæmar og hefur sú tala tvöfaldast frá síðustu könnun. Þá hafa væntingar stjórnenda til næstu sex mánaða aldrei mælst minni, ekki einu sinni meðan og skömmu eftir að efnahagskerfi landsins hrundi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök IðnaðarinsSigurður segir komandi kjarasamningaviðræður skipta miklu máli. Lítið sem ekkert svigrúm sé til að hækka laun. Það velti mikið á væntingum launþega og aðgerðum stjórnvalda hvernig muni fara. Tilraunir undanfarinna ára, til að mynda SALEK-samkomulagið, hafi mistekist alfarið. „Þó að kaupmáttur hafi aukist umtalsvert þá hefur húsnæðiskostnaður, sérstaklega þeirra sem lægstu launin hafa, aukist talsvert meira. Það verður að finna lausn á því,“ segir Sigurður. Náist ekki góð sátt í samningaviðræðunum er viðbúið að samkeppnishæfni muni minnka sem leiði síðan til aukinnar verðbólgu. „Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Það er raunsætt mat að það er að draga úr hagvexti,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Grímur segir að það skipta máli að feta línudansinn milli verðbólgu og gengis krónunnar. Gjaldmiðillinn hafi gefið eftir frá því sem verið hefur og viðbúið sé að það haldi áfram. „Húsnæðismálin eru hluti af stóru myndinni. Mín tilfinning er sú að kólnun í hagkerfinu taki líka til byggingamarkaðarins. Það verður eitt af þeim málum sem koma á borð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í komandi viðræðum. Félagslegar lausnir hljóta að verða hluti af sátt á vinnumarkaði,“ segir Grímur.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00
Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent