Eftirlit með bönkum verði á einni hendi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi stóru viðskiptabankanna þriggja. Það eru Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Starfshópur, sem var falið að endurskoða löggjöf um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, leggur til að eftirlit með bönkum verði allt á hendi Fjármálaeftirlitsins (FME). Hópurinn segir núverandi fyrirkomulag, þar sem Seðlabankinn annast eftirlit með lausafjárstöðu banka en FME hefur eftirlit með eiginfjárstöðu þeirra, ekki þekkjast á meðal þeirra ríkja sem Ísland beri sig jafnan saman við og þá hafi Seðlabankinn jafnframt ekki sams konar úrræði og FME til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu. Niðurstöður starfshópsins, sem voru kynntar á fundi ríkisstjórnarinnar síðasta föstudag, eru ekki í samræmi við ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur lagt til í skýrslum sínum að bankaeftirlit verði flutt til Seðlabanka Íslands. Í nýrri skýrslu nefndar um ramma peningastefnunnar, sem kom út í síðustu viku, var að sama skapi lagt til að ábyrgð yrði færð frá FME til Seðlabankans þannig að bankinn bæri einn ábyrgð á eftirliti með þjóðhagsvarúð og eindarvarúð. Starfshópurinn, sem starfaði undir formennsku Jóhannesar Karls Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns á Landslögum, telur á hinn bóginn ekki skynsamlegt að „kljúfa“ eftirlitið upp með þeim hætti að almennt eftirlit með fjármálafyrirtækjum verði flutt til Seðlabankans og eftirlit með öðrum fyrirtækjum, svo sem lífeyrissjóðum og tryggingafélögum, skilið eftir hjá Fjármálaeftirlitinu. „Með því myndi glatast yfirsýn yfir mikilvæga þætti auk þess sem það að skilja að bankaeftirlit og tryggingaeftirlit gæti leitt til þess að eftirlit með fjármálasamsteypum lenti á milli skips og bryggju,“ segir í skýrslu starfshópsins.Núverandi kerfi ófullkomið Hópurinn segir ýmsa galla vera á núverandi fyrirkomulagi, þar sem Seðlabankinn fer með eftirlit með lausafjárstöðu banka en Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með eiginfjárstöðu þeirra, og telur að það væri til bóta að sameina eftirlitið undir einum hatti. Er meðal annars bent á að í lögum um Seðlabankann sé ekki að finna hefðbundin ákvæði um úrræði eftirlitsstofnana sem varða til dæmis fresti til úrbóta eða takmörkun starfsleyfis. Þó er tekið fram í skýrslu starfshópsins að almennt séu talin rök með því að seðlabankar hafi fjármálaeftirlit innan sinna vébanda og að með því móti geti þeir sinnt hlutverki lánveitanda til þrautavara með ábyrgum og tryggum hætti. Á fundi hópsins með fulltrúum Seðlabankans kom einmitt fram sú afstaða bankans að eftirlitshlutverk hans með lausafjárstöðu banka væri nauðsynlegt svo hann gæti sinnt hlutverki sem „lánveitandi til lánastofnana sem taka við innlánum“.Starfshópurinn vill breyta starfsumhverfi FME.Vísir/vilhelmMeð eftirlitinu fengi bankinn – með öðrum orðum – mikilvægar upplýsingar um bankana sem lántaka. Á móti vegi þau rök að eftirlitshlutverkið fari ekki vel með hefðbundnu hlutverki sjálfstæðs seðlabanka. Ekki fari vel á því að „banki bankanna“ sinni jafnframt eftirliti og hafi agavald með viðskiptavinum sínum. Seðlabankar séu jafnframt í eðli sínu ekki eftirlitsstofnanir. Er það mat hópsins að ekki sé „skynsamlegt með tilliti til yfirsýnar að almennt eftirlit með lausu fé hjá lánastofnunum sé á hendi Seðlabankans á meðan eftirlit með öðrum fyrirtækjum á fjármálamarkaði sé annars staðar“. FME hafi auk þess skýrari almennar eftirlitsheimildir, heimildir til rannsókna og heimildir til beitingar þvingunar úrræða en Seðlabankinn. Niðurstaða starfshópsins er þannig sú að eftirlit með lausu fé og fjármögnun banka, sem og annarra fjármálafyrirtækja, verði formlega á hendi Fjármálaeftirlitsins en ekki Seðlabankans. Hins vegar telur hópurinn rétt að Seðlabankinn hafi – við ákveðnar kringumstæður – heimildir til þess að setja reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun banka. Auk þess vill hópurinn að bankinn hafi „með skipulögðum hætti“ aðgang að öllum þeim gögnum sem FME aflar við eftirlit sitt.Sjálfstæði FME eflt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagst hafa áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Sem dæmi sagði í yfirlýsingu sendinefndar sjóðsins í fyrra að eftirlitið væri „ekki nógu einangrað frá stjórnmálum“. Til lausnar á þessu hefur sjóðurinn annars vegar lagt til að fjármálalegt og rekstrarlegt sjálfstæði FME frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu verði tryggt og hins vegar að lausafjáreftirlit með bönkum verði sameinað öðru eftirliti með bönkum í Seðlabankanum. Eins og áður segir leggur starfshópurinn ekki til að bankaeftirlit verði flutt til Seðlabankans en hins vegar tekur hann undir með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mikilvægi þess að sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins verði eflt. Leggur hópurinn meðal annars til að eftirlitsstofnunin verði skilgreind sem sjálfstætt stjórnvald og að ráðherra hafi ekki aðra formlega aðkomu að starfsemi stofnunarinnar en að ganga frá skipun stjórnarmanna og við fjármögnun hennar. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Starfshópur, sem var falið að endurskoða löggjöf um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, leggur til að eftirlit með bönkum verði allt á hendi Fjármálaeftirlitsins (FME). Hópurinn segir núverandi fyrirkomulag, þar sem Seðlabankinn annast eftirlit með lausafjárstöðu banka en FME hefur eftirlit með eiginfjárstöðu þeirra, ekki þekkjast á meðal þeirra ríkja sem Ísland beri sig jafnan saman við og þá hafi Seðlabankinn jafnframt ekki sams konar úrræði og FME til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu. Niðurstöður starfshópsins, sem voru kynntar á fundi ríkisstjórnarinnar síðasta föstudag, eru ekki í samræmi við ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur lagt til í skýrslum sínum að bankaeftirlit verði flutt til Seðlabanka Íslands. Í nýrri skýrslu nefndar um ramma peningastefnunnar, sem kom út í síðustu viku, var að sama skapi lagt til að ábyrgð yrði færð frá FME til Seðlabankans þannig að bankinn bæri einn ábyrgð á eftirliti með þjóðhagsvarúð og eindarvarúð. Starfshópurinn, sem starfaði undir formennsku Jóhannesar Karls Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns á Landslögum, telur á hinn bóginn ekki skynsamlegt að „kljúfa“ eftirlitið upp með þeim hætti að almennt eftirlit með fjármálafyrirtækjum verði flutt til Seðlabankans og eftirlit með öðrum fyrirtækjum, svo sem lífeyrissjóðum og tryggingafélögum, skilið eftir hjá Fjármálaeftirlitinu. „Með því myndi glatast yfirsýn yfir mikilvæga þætti auk þess sem það að skilja að bankaeftirlit og tryggingaeftirlit gæti leitt til þess að eftirlit með fjármálasamsteypum lenti á milli skips og bryggju,“ segir í skýrslu starfshópsins.Núverandi kerfi ófullkomið Hópurinn segir ýmsa galla vera á núverandi fyrirkomulagi, þar sem Seðlabankinn fer með eftirlit með lausafjárstöðu banka en Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með eiginfjárstöðu þeirra, og telur að það væri til bóta að sameina eftirlitið undir einum hatti. Er meðal annars bent á að í lögum um Seðlabankann sé ekki að finna hefðbundin ákvæði um úrræði eftirlitsstofnana sem varða til dæmis fresti til úrbóta eða takmörkun starfsleyfis. Þó er tekið fram í skýrslu starfshópsins að almennt séu talin rök með því að seðlabankar hafi fjármálaeftirlit innan sinna vébanda og að með því móti geti þeir sinnt hlutverki lánveitanda til þrautavara með ábyrgum og tryggum hætti. Á fundi hópsins með fulltrúum Seðlabankans kom einmitt fram sú afstaða bankans að eftirlitshlutverk hans með lausafjárstöðu banka væri nauðsynlegt svo hann gæti sinnt hlutverki sem „lánveitandi til lánastofnana sem taka við innlánum“.Starfshópurinn vill breyta starfsumhverfi FME.Vísir/vilhelmMeð eftirlitinu fengi bankinn – með öðrum orðum – mikilvægar upplýsingar um bankana sem lántaka. Á móti vegi þau rök að eftirlitshlutverkið fari ekki vel með hefðbundnu hlutverki sjálfstæðs seðlabanka. Ekki fari vel á því að „banki bankanna“ sinni jafnframt eftirliti og hafi agavald með viðskiptavinum sínum. Seðlabankar séu jafnframt í eðli sínu ekki eftirlitsstofnanir. Er það mat hópsins að ekki sé „skynsamlegt með tilliti til yfirsýnar að almennt eftirlit með lausu fé hjá lánastofnunum sé á hendi Seðlabankans á meðan eftirlit með öðrum fyrirtækjum á fjármálamarkaði sé annars staðar“. FME hafi auk þess skýrari almennar eftirlitsheimildir, heimildir til rannsókna og heimildir til beitingar þvingunar úrræða en Seðlabankinn. Niðurstaða starfshópsins er þannig sú að eftirlit með lausu fé og fjármögnun banka, sem og annarra fjármálafyrirtækja, verði formlega á hendi Fjármálaeftirlitsins en ekki Seðlabankans. Hins vegar telur hópurinn rétt að Seðlabankinn hafi – við ákveðnar kringumstæður – heimildir til þess að setja reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun banka. Auk þess vill hópurinn að bankinn hafi „með skipulögðum hætti“ aðgang að öllum þeim gögnum sem FME aflar við eftirlit sitt.Sjálfstæði FME eflt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagst hafa áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Sem dæmi sagði í yfirlýsingu sendinefndar sjóðsins í fyrra að eftirlitið væri „ekki nógu einangrað frá stjórnmálum“. Til lausnar á þessu hefur sjóðurinn annars vegar lagt til að fjármálalegt og rekstrarlegt sjálfstæði FME frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu verði tryggt og hins vegar að lausafjáreftirlit með bönkum verði sameinað öðru eftirliti með bönkum í Seðlabankanum. Eins og áður segir leggur starfshópurinn ekki til að bankaeftirlit verði flutt til Seðlabankans en hins vegar tekur hann undir með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mikilvægi þess að sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins verði eflt. Leggur hópurinn meðal annars til að eftirlitsstofnunin verði skilgreind sem sjálfstætt stjórnvald og að ráðherra hafi ekki aðra formlega aðkomu að starfsemi stofnunarinnar en að ganga frá skipun stjórnarmanna og við fjármögnun hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Samið um norðlenska forgangsorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent