Varar við kynlífi með útlendingum á HM Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 07:27 Þúsundir stuðningsmanna af öllum kynjum og kynþáttum flykkjast nú til Rússlands. Vísir/AP Rússneskur stjórnmálamaður varar þarlendar konur við því að sænga hjá körlum sem eru ekki hvítir meðan að heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur yfir. Tamara Pletnyova segir að það væri agalegt ef þær myndu sitja upp einstæðar með „blönduð börn“ að mótinu loknu. Pletnyova, sem fer fyrir fjölskyldumálanefnd rússneska þingsins, segir að það þýði ekki heldur fyrir þær að giftast útlendingunum sem þær sængi hjá. Þau sambönd endi oftar en ekki illa enda hafi rússneskar konur átt í erfiðleikum með að fá forræði fari svo að karlinn flýi með börnin úr landi. Þingmaðurinn ræddi þessi mál í samtali við rússneska útvarpsþátt en þáttastjórnandinn hafði spurt út í hin svokölluðu „Ólympíuleikabörn.“ Hugtakið er notað yfir þau börn sem getin voru eftir alþjóðlega íþróttaviðburði í Sovétríkjunum sálugu og hafa þau, að sögn Guardian, mætt miklum fordómum vegna uppruna síns. „Við verðum að ala okkar börn. Þessi blönduðu börn þjást og hafa þjáðst síðan á tímum Sovétríkjanna,“ sagði Pletnyova. „Það er eitt ef þau eru af sama kynþætti en allt annar handleggur ef þau eru af öðrum kynþætti. Ég er ekki þjóðernissinni en ég veit engu að síður að þessi börn verða fyrir fordómum. Þau eru skilin eftir, ein með móður sinni.“ Pletnyova bætti jafnframt við að það væri von hennar að Rússar gengju í hjónaband ástarinnar vegna en ekki bara vegna þess að þeir væru af sama kynþætti. Annar rússneskur stjórnmálamaður, Alexander Sherin, varaði einnig við útlendingunum sem munu flykkjast til Rússlands vegna HM. Ekki aðeins myndu þeir flytja fíkniefni til landsins heldur einnig alls kyns sjúkdóma sem gætu smitað Rússa. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Rússneskur stjórnmálamaður varar þarlendar konur við því að sænga hjá körlum sem eru ekki hvítir meðan að heimsmeistaramótið í knattspyrnu stendur yfir. Tamara Pletnyova segir að það væri agalegt ef þær myndu sitja upp einstæðar með „blönduð börn“ að mótinu loknu. Pletnyova, sem fer fyrir fjölskyldumálanefnd rússneska þingsins, segir að það þýði ekki heldur fyrir þær að giftast útlendingunum sem þær sængi hjá. Þau sambönd endi oftar en ekki illa enda hafi rússneskar konur átt í erfiðleikum með að fá forræði fari svo að karlinn flýi með börnin úr landi. Þingmaðurinn ræddi þessi mál í samtali við rússneska útvarpsþátt en þáttastjórnandinn hafði spurt út í hin svokölluðu „Ólympíuleikabörn.“ Hugtakið er notað yfir þau börn sem getin voru eftir alþjóðlega íþróttaviðburði í Sovétríkjunum sálugu og hafa þau, að sögn Guardian, mætt miklum fordómum vegna uppruna síns. „Við verðum að ala okkar börn. Þessi blönduðu börn þjást og hafa þjáðst síðan á tímum Sovétríkjanna,“ sagði Pletnyova. „Það er eitt ef þau eru af sama kynþætti en allt annar handleggur ef þau eru af öðrum kynþætti. Ég er ekki þjóðernissinni en ég veit engu að síður að þessi börn verða fyrir fordómum. Þau eru skilin eftir, ein með móður sinni.“ Pletnyova bætti jafnframt við að það væri von hennar að Rússar gengju í hjónaband ástarinnar vegna en ekki bara vegna þess að þeir væru af sama kynþætti. Annar rússneskur stjórnmálamaður, Alexander Sherin, varaði einnig við útlendingunum sem munu flykkjast til Rússlands vegna HM. Ekki aðeins myndu þeir flytja fíkniefni til landsins heldur einnig alls kyns sjúkdóma sem gætu smitað Rússa.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent