Stór hluti Færeyinga styður Ísland á HM Sylvía Hall skrifar 14. júní 2018 20:08 Frændur okkar í Færeyjum eru greinilega góðir stuðningsmenn og fögnuðu eftirminnilega 1-1 jafntefli Íslands við Portúgal á Evrópumótinu fyrir tveimur árum síðan. Vísir/SH Nú eru aðeins tveir dagar í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta og spennan á meðal stuðningsmanna Íslands að ná hámarki. Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hlakka til að sjá íslenska landsliðið mæta á völlinn á laugardaginn, en frændur okkar í Færeyjum munu styðja dyggilega við bakið á landsliðinu þegar það mætir til leiks í Rússlandi. Samkvæmt skoðanakönnun í Facebook-hópnum „Fótboltskjak“, eða fótboltaspjallið eins og mætti þýða það á íslensku, segjast 41,7% styðja íslenska liðið á HM. Því næst koma Englendingar með 16,2% og Danir sitja í þriðja sætinu með 10,6% stuðning meðlima hópsins. Margir leikir á heimsmeistaramótinu verða sýndir í beinni útsendingu á Trappuni í miðbæ Þórshafnar, en þar verður risaskjá stillt upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum frá mótinu. Fyrst og fremst verða þó leikir Íslands og Danmerkur sýndir, og í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Føroya Tele, sem stendur fyrir sýningu leikjanna, er vonast eftir því að sama stemning nái að skapast í kringum leikina og var á Evrópumótinu 2016.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslok Það vakti mikla athygli þegar frændur okkar fögnuðu jafntefli Íslands við Portúgal vel og innilega í miðbæ Þórshafnar á EM 2016, en leikurinn var einmitt sýndur á sama stað í miðbænum og sýningar verða í ár. Það er því óhætt að segja að íslenska liðið eigi trausta stuðningsmenn í frændum okkar sem bíða spenntir eftir að sjá lið Íslands mæta Argentínu á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Nú eru aðeins tveir dagar í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta og spennan á meðal stuðningsmanna Íslands að ná hámarki. Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hlakka til að sjá íslenska landsliðið mæta á völlinn á laugardaginn, en frændur okkar í Færeyjum munu styðja dyggilega við bakið á landsliðinu þegar það mætir til leiks í Rússlandi. Samkvæmt skoðanakönnun í Facebook-hópnum „Fótboltskjak“, eða fótboltaspjallið eins og mætti þýða það á íslensku, segjast 41,7% styðja íslenska liðið á HM. Því næst koma Englendingar með 16,2% og Danir sitja í þriðja sætinu með 10,6% stuðning meðlima hópsins. Margir leikir á heimsmeistaramótinu verða sýndir í beinni útsendingu á Trappuni í miðbæ Þórshafnar, en þar verður risaskjá stillt upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum frá mótinu. Fyrst og fremst verða þó leikir Íslands og Danmerkur sýndir, og í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Føroya Tele, sem stendur fyrir sýningu leikjanna, er vonast eftir því að sama stemning nái að skapast í kringum leikina og var á Evrópumótinu 2016.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslok Það vakti mikla athygli þegar frændur okkar fögnuðu jafntefli Íslands við Portúgal vel og innilega í miðbæ Þórshafnar á EM 2016, en leikurinn var einmitt sýndur á sama stað í miðbænum og sýningar verða í ár. Það er því óhætt að segja að íslenska liðið eigi trausta stuðningsmenn í frændum okkar sem bíða spenntir eftir að sjá lið Íslands mæta Argentínu á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02