Stefna að útgáfu salernisskírteinis fyrir þá sem þjást af iðrabólgum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júní 2018 07:00 Niðurlægjandi mál manns í Krónunni hefur vakið mikla athygli síðastliðinn sólarhring. Vísir/Heiða CCU-samtökin, hagsmunasamtök einstaklinga með svæðisgarnabólgu (e. Crohn’s) og sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) vinna nú að útgáfu salernisskírteina fyrir fólk með sjúkdóminn. Að sögn formanns samtakanna er gerð skírteinanna lítið mál en kynningarstarf vegna þeirra sé tímafrekara. Minnst 400 einstaklingar eru með sjúkdómana hér á landi. Sjúkdómarnir lýsa sér með bólgum í ristli eða þörmum og er hvimleiðasta birtingarmynd hans skyndileg hvellskita. Oft er þrekkurinn blandaður blóði eða greftri sem myndast vegna bólgnanna. Önnur einkenni geta verið máttleysi, hiti og magaverkir. Fréttablaðið sagði í gær frá reynslu manns með sáraristilbólgu af verslunarferð í Krónuna í upphafi vikunnar. Þar gerði sjúkdómurinn skyndilega vart við sig og gat útkoman aðeins orðið á einn veg eftir að starfsmaður verslunarinnar neitaði honum um notkun á salerninu. „Þetta er alls ekki eina tilvikið sem við vitum um og við vitum örugglega ekki um öll tilvikin,“ segir Edda Svavarsdóttir, formaður CCU-samtakanna.Sjá einnig: Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni Ekki er alltaf um það að ræða að einstaklingi sé neitað um aðgang að klósetti heldur getur það einnig gerst að hann hreinlega drífi ekki á almenningssalerni. Maðurinn sem Fréttablaðið ræddi við mæltist til þess að stjórnvöld gæfu út kort fyrir fólk í þessari stöðu sem myndi veita því aðgang að salernum. Í svari Embættis landlæknis við því hvort slíkt væri fyrirhugað segir að svo sé ekki. „Ég sagði starfandi sóttvarnalækni, Haraldi Briem, frá fyrirspurninni og hann hefur aldrei heyrt um slíkt skírteini og telur það sjálfsögð réttindi fólks að fá að fara á klósett á almenningsstöðum ef það óskar þess, hvað þá í neyð, og eigi ekki að þurfa skírteini til,“ segir í svari Halldóru Viðarsdóttur, aðstoðarmanns landlæknis.Að minnsta kosti 400 einstaklingar eru með Crohn's eða sáraristilbólgu hér á landi.Vísir/Getty„Við höfum verið með slík kort í vinnslu í nokkurn tíma. Stundum hefur fólk ekki tíma til að standa í löngum útskýringum um sjúkdóminn og því erum við að fara af stað með þau,“ segir Edda. Framkvæmdin er að erlendri fyrirmynd. Meira þurfi hins vegar að koma til. Funda þurfi með rekstraraðilum, kynna þeim kortið og tryggja að starfsfólk á gólfi þekki til þess. Kortið yrði til lítils ef enginn vissi fyrir hvað það stæði. Stefnt er að því að þetta verði gert eins fljótt og tími og fjárhagur leyfi. „Það ætti að vera sjálfsagt mál að fólk fái að fara á klósettið. Það er enginn að gera sér þetta að leik,“ segir Edda. „Manni finnst það bagalegt að fólki sé ekki hleypt á salerni í verslunum. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að fólk biður um þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður telur mögulegt að viðmót verslunareigenda hafi breyst með auknum straumi ferðamanna til landsins. Það sé þó aðeins byggt á tilfinningu en ekki ítarlegri rannsókn. „Ég myndi ekki vilja vera þessi tiltekni starfsmaður sem neitar manneskju um að fara á klósett. Þetta er eitthvað sem verslunareigendur ættu að huga að og upplýsa starfsfólk sitt um hvernig skuli bregðast við í aðstæðum sem þessum,“ segir Þuríður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni Karlmaður varð fyrir þeirri ömurlegu og niðurlægjandi lífsreynslu að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar meinaði honum notkun á salerni verslunarinnar. Maðurinn glímir við svæsinn meltingarfærasjúkdóm. Hann vill að stjórnvöld gefi út skírteini fyrir fólk í slíkri aðstöðu sem veiti því forgang á salerni. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
CCU-samtökin, hagsmunasamtök einstaklinga með svæðisgarnabólgu (e. Crohn’s) og sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) vinna nú að útgáfu salernisskírteina fyrir fólk með sjúkdóminn. Að sögn formanns samtakanna er gerð skírteinanna lítið mál en kynningarstarf vegna þeirra sé tímafrekara. Minnst 400 einstaklingar eru með sjúkdómana hér á landi. Sjúkdómarnir lýsa sér með bólgum í ristli eða þörmum og er hvimleiðasta birtingarmynd hans skyndileg hvellskita. Oft er þrekkurinn blandaður blóði eða greftri sem myndast vegna bólgnanna. Önnur einkenni geta verið máttleysi, hiti og magaverkir. Fréttablaðið sagði í gær frá reynslu manns með sáraristilbólgu af verslunarferð í Krónuna í upphafi vikunnar. Þar gerði sjúkdómurinn skyndilega vart við sig og gat útkoman aðeins orðið á einn veg eftir að starfsmaður verslunarinnar neitaði honum um notkun á salerninu. „Þetta er alls ekki eina tilvikið sem við vitum um og við vitum örugglega ekki um öll tilvikin,“ segir Edda Svavarsdóttir, formaður CCU-samtakanna.Sjá einnig: Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni Ekki er alltaf um það að ræða að einstaklingi sé neitað um aðgang að klósetti heldur getur það einnig gerst að hann hreinlega drífi ekki á almenningssalerni. Maðurinn sem Fréttablaðið ræddi við mæltist til þess að stjórnvöld gæfu út kort fyrir fólk í þessari stöðu sem myndi veita því aðgang að salernum. Í svari Embættis landlæknis við því hvort slíkt væri fyrirhugað segir að svo sé ekki. „Ég sagði starfandi sóttvarnalækni, Haraldi Briem, frá fyrirspurninni og hann hefur aldrei heyrt um slíkt skírteini og telur það sjálfsögð réttindi fólks að fá að fara á klósett á almenningsstöðum ef það óskar þess, hvað þá í neyð, og eigi ekki að þurfa skírteini til,“ segir í svari Halldóru Viðarsdóttur, aðstoðarmanns landlæknis.Að minnsta kosti 400 einstaklingar eru með Crohn's eða sáraristilbólgu hér á landi.Vísir/Getty„Við höfum verið með slík kort í vinnslu í nokkurn tíma. Stundum hefur fólk ekki tíma til að standa í löngum útskýringum um sjúkdóminn og því erum við að fara af stað með þau,“ segir Edda. Framkvæmdin er að erlendri fyrirmynd. Meira þurfi hins vegar að koma til. Funda þurfi með rekstraraðilum, kynna þeim kortið og tryggja að starfsfólk á gólfi þekki til þess. Kortið yrði til lítils ef enginn vissi fyrir hvað það stæði. Stefnt er að því að þetta verði gert eins fljótt og tími og fjárhagur leyfi. „Það ætti að vera sjálfsagt mál að fólk fái að fara á klósettið. Það er enginn að gera sér þetta að leik,“ segir Edda. „Manni finnst það bagalegt að fólki sé ekki hleypt á salerni í verslunum. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að fólk biður um þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður telur mögulegt að viðmót verslunareigenda hafi breyst með auknum straumi ferðamanna til landsins. Það sé þó aðeins byggt á tilfinningu en ekki ítarlegri rannsókn. „Ég myndi ekki vilja vera þessi tiltekni starfsmaður sem neitar manneskju um að fara á klósett. Þetta er eitthvað sem verslunareigendur ættu að huga að og upplýsa starfsfólk sitt um hvernig skuli bregðast við í aðstæðum sem þessum,“ segir Þuríður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni Karlmaður varð fyrir þeirri ömurlegu og niðurlægjandi lífsreynslu að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar meinaði honum notkun á salerni verslunarinnar. Maðurinn glímir við svæsinn meltingarfærasjúkdóm. Hann vill að stjórnvöld gefi út skírteini fyrir fólk í slíkri aðstöðu sem veiti því forgang á salerni. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni Karlmaður varð fyrir þeirri ömurlegu og niðurlægjandi lífsreynslu að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar meinaði honum notkun á salerni verslunarinnar. Maðurinn glímir við svæsinn meltingarfærasjúkdóm. Hann vill að stjórnvöld gefi út skírteini fyrir fólk í slíkri aðstöðu sem veiti því forgang á salerni. 14. júní 2018 06:00