Króatar tylltu sér á toppinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 20:45 Modric öruggur af vítapunktinum Vísir/getty Króatar eru á toppi D-riðils okkar Íslendinga eftir sigur á Nígeríu í síðasta leik kvöldsins á HM í Rússlandi. Luka Modric skoraði úr vítaspyrnu og Oghenekaro Etebo gerði sjálfsmark. Leikurinn var afskaplega rólegur framan af og ekki ólíklegt að smá stress hafi verið í mannskapnum. Eftir um hálftíma leik fengu Króatar hins vegar hornspyrnu og boltinn lá í netinu. Luka Modric tók spyrnuna sem Ante Rebic framlengdi áfram í teiginn. Þar fleygði Mario Mandzukic sér í boltann og skallaði hann í Etebo. Þaðan hrökk boltinn framhjá hinum unga Francis Uzoho í markinu og í netið. Króatar komnir yfir eftir atvikalausan leik þar sem þeir höfðu þó verið aðeins hættulegri. Þeir fengu stór hættulegt færi stuttu seinna þar sem Ivan Rakitic fann kollinn á Andrej Kramaric en skallinn hárfínt yfir markið. Staðan var 1-0 fyrir Króata í hálfleik.Mandzukic horfir á eftir boltanum í netiðvísir/gettyNígeríumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og fengu þrjár hornspyrnur á fyrstu tveimur mínútunum. Þeir náðu þó ekki að búa sér til neitt úr því og Króatar tóku aftur tökin á vellinum. Áfram voru Króatar sterkari og þeir uppskáru vítaspyrnu á 70. mínútu. William Troost-Ekong reynir að komast upp með algjörlega fáránlegan varnarleik, hangir á bakinu á Mandzukic og réttilega dæmt víti. Luka Modric steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá hinum 19 ára Uzoho. Eftir annað markið voru úrslitin orðin svo gott sem ráðin, Nígeríumenn höfðu ekki skapað sér mikið af færum og voru ekkert sérstaklega líklegir. Þeir reyndu þó að sækja og áttu nokkur færi en tókst ekki að skora. Það gerðu Króatar heldur ekki en þeir áttu nokkur góð færi undir lok leiksins. Úrslitin 2-0 sigur og Króatar fara á topp D-riðils eftir fyrstu umferðina. Ísland og Argentína eru með eitt stig en Nígeríumenn á botninum án stiga. HM 2018 í Rússlandi
Króatar eru á toppi D-riðils okkar Íslendinga eftir sigur á Nígeríu í síðasta leik kvöldsins á HM í Rússlandi. Luka Modric skoraði úr vítaspyrnu og Oghenekaro Etebo gerði sjálfsmark. Leikurinn var afskaplega rólegur framan af og ekki ólíklegt að smá stress hafi verið í mannskapnum. Eftir um hálftíma leik fengu Króatar hins vegar hornspyrnu og boltinn lá í netinu. Luka Modric tók spyrnuna sem Ante Rebic framlengdi áfram í teiginn. Þar fleygði Mario Mandzukic sér í boltann og skallaði hann í Etebo. Þaðan hrökk boltinn framhjá hinum unga Francis Uzoho í markinu og í netið. Króatar komnir yfir eftir atvikalausan leik þar sem þeir höfðu þó verið aðeins hættulegri. Þeir fengu stór hættulegt færi stuttu seinna þar sem Ivan Rakitic fann kollinn á Andrej Kramaric en skallinn hárfínt yfir markið. Staðan var 1-0 fyrir Króata í hálfleik.Mandzukic horfir á eftir boltanum í netiðvísir/gettyNígeríumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og fengu þrjár hornspyrnur á fyrstu tveimur mínútunum. Þeir náðu þó ekki að búa sér til neitt úr því og Króatar tóku aftur tökin á vellinum. Áfram voru Króatar sterkari og þeir uppskáru vítaspyrnu á 70. mínútu. William Troost-Ekong reynir að komast upp með algjörlega fáránlegan varnarleik, hangir á bakinu á Mandzukic og réttilega dæmt víti. Luka Modric steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá hinum 19 ára Uzoho. Eftir annað markið voru úrslitin orðin svo gott sem ráðin, Nígeríumenn höfðu ekki skapað sér mikið af færum og voru ekkert sérstaklega líklegir. Þeir reyndu þó að sækja og áttu nokkur færi en tókst ekki að skora. Það gerðu Króatar heldur ekki en þeir áttu nokkur góð færi undir lok leiksins. Úrslitin 2-0 sigur og Króatar fara á topp D-riðils eftir fyrstu umferðina. Ísland og Argentína eru með eitt stig en Nígeríumenn á botninum án stiga.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti