Lagaskilyrði um framkvæmd símhlustunar ekki uppfyllt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júní 2018 07:00 Lögregla hefur ýmis ráð til þess að sinna hlutverki sínu. Vísir/Stefán Ríkissaksóknari getur ekki sinnt lögbundnu eftirliti sínu með framkvæmd símhlerana hjá lögreglu, vegna þess að kerfi lögreglunnar heldur ekki utan um hverjir hlusta á og fá afrit af upptökum hleraðra símtala. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símhlustunum og sambærilegum úrræðum sem birt var á vef ríkissaksóknara í gær. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2017 voru kröfur í lögum hertar annars vegar um eyðingu á upptökum hleraðra símtala og sambærilegra gagna sem aflað er við rannsóknir sakamála, og hins vegar um tilkynningar til þeirra sem sætt hafa slíkum íþyngjandi rannsóknaraðgerðum lögreglu. Í Hleranum, gagnagrunni lögreglunnar sem heldur utan um upptökur hleraðra símtala, er ekki hægt að hlusta á upptökur, heldur þarf að afrita upptökur símtala á disk eða USB-lykil og afhenda allt efnið til rannsóknaraðila viðkomandi máls. Rannsakendur geta verið fleiri en einn og engin leið er að rekja hversu mörg afrit eru gerð af upptökum eftir að þær eru teknar út úr gagnagrunninum eða hver hlustar á þær. Þetta gerir að verkum að rannsakendur geta hlustað á upptökur að vild án þess að skilja eftir sig rekjanlega slóð, þar á meðal mögulega samtöl sakborninga við verjendur sína, en slíkum gögnum á lögum samkvæmt að eyða tafarlaust.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/StefánUnnið er að því hjá ríkislögreglustjóra að aðlaga LÖKE, málaskrá lögreglunnar, þannig að upptökur símtala og önnur gögn sem verða til við slíkar rannsóknaraðgerðir lögreglu verði vistuð í málaskránni og þar verði hægt að stýra aðgangi að gögnunum og logga hverjir hlusta og hvenær. „Við viljum hafa þetta þannig að enginn geti tekið afrit úr LÖKE nema það sé skráð og slík afritagerð megi bara miðast við það sem leggja eigi fram í sakamáli og annað fari aldrei út úr LÖKE. Um leið og eitthvað fer út úr LÖKE höfum við enga leið lengur til að fullyrða hvort og hve mörg afrit eru til af því sem þaðan er tekið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari en embættinu er meðal annars falið að hafa eftirlit með því að eyðing gagnanna fari fram í samræmi við lög. Gert er ráð fyrir því að eftir breytinguna haldi kerfið einnig utan um eyðingu gagna sem á að fara fram án tafar, svo sem gögn sem innihalda samtöl sakborninga við verjendur sína, en kerfið muni einnig logga mögulega hlustun á slík símtöl áður en þeim er eytt. Helgi tekur dæmi af svokölluðum hrunmálum þar sem menn hafi haldið því fram að hlustað hafi verið á samtöl sakborninga við verjendur sína. „Vandi lögreglunnar þar er sá að við getum eiginlega ekki neitað þessu af því að við höfum engin gögn til að sýna fram á hver hlustaði og hversu mikið.“ Í skýrslu sinni lýsir ríkissaksóknari áhyggjum af því að enn muni líða nokkur tími áður en LÖKE geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í lögum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stefnt sé að því að um áramót verði öll gögn komin í hið nýja kerfi og upptökum miðlað til þeirra sem þurfa að vinna með þau í gegnum kerfið þar sem hægt verði að rekja hver hlustaði á hvaða upptöku, hvar og hvenær. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ríkissaksóknari getur ekki sinnt lögbundnu eftirliti sínu með framkvæmd símhlerana hjá lögreglu, vegna þess að kerfi lögreglunnar heldur ekki utan um hverjir hlusta á og fá afrit af upptökum hleraðra símtala. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símhlustunum og sambærilegum úrræðum sem birt var á vef ríkissaksóknara í gær. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2017 voru kröfur í lögum hertar annars vegar um eyðingu á upptökum hleraðra símtala og sambærilegra gagna sem aflað er við rannsóknir sakamála, og hins vegar um tilkynningar til þeirra sem sætt hafa slíkum íþyngjandi rannsóknaraðgerðum lögreglu. Í Hleranum, gagnagrunni lögreglunnar sem heldur utan um upptökur hleraðra símtala, er ekki hægt að hlusta á upptökur, heldur þarf að afrita upptökur símtala á disk eða USB-lykil og afhenda allt efnið til rannsóknaraðila viðkomandi máls. Rannsakendur geta verið fleiri en einn og engin leið er að rekja hversu mörg afrit eru gerð af upptökum eftir að þær eru teknar út úr gagnagrunninum eða hver hlustar á þær. Þetta gerir að verkum að rannsakendur geta hlustað á upptökur að vild án þess að skilja eftir sig rekjanlega slóð, þar á meðal mögulega samtöl sakborninga við verjendur sína, en slíkum gögnum á lögum samkvæmt að eyða tafarlaust.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/StefánUnnið er að því hjá ríkislögreglustjóra að aðlaga LÖKE, málaskrá lögreglunnar, þannig að upptökur símtala og önnur gögn sem verða til við slíkar rannsóknaraðgerðir lögreglu verði vistuð í málaskránni og þar verði hægt að stýra aðgangi að gögnunum og logga hverjir hlusta og hvenær. „Við viljum hafa þetta þannig að enginn geti tekið afrit úr LÖKE nema það sé skráð og slík afritagerð megi bara miðast við það sem leggja eigi fram í sakamáli og annað fari aldrei út úr LÖKE. Um leið og eitthvað fer út úr LÖKE höfum við enga leið lengur til að fullyrða hvort og hve mörg afrit eru til af því sem þaðan er tekið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari en embættinu er meðal annars falið að hafa eftirlit með því að eyðing gagnanna fari fram í samræmi við lög. Gert er ráð fyrir því að eftir breytinguna haldi kerfið einnig utan um eyðingu gagna sem á að fara fram án tafar, svo sem gögn sem innihalda samtöl sakborninga við verjendur sína, en kerfið muni einnig logga mögulega hlustun á slík símtöl áður en þeim er eytt. Helgi tekur dæmi af svokölluðum hrunmálum þar sem menn hafi haldið því fram að hlustað hafi verið á samtöl sakborninga við verjendur sína. „Vandi lögreglunnar þar er sá að við getum eiginlega ekki neitað þessu af því að við höfum engin gögn til að sýna fram á hver hlustaði og hversu mikið.“ Í skýrslu sinni lýsir ríkissaksóknari áhyggjum af því að enn muni líða nokkur tími áður en LÖKE geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í lögum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stefnt sé að því að um áramót verði öll gögn komin í hið nýja kerfi og upptökum miðlað til þeirra sem þurfa að vinna með þau í gegnum kerfið þar sem hægt verði að rekja hver hlustaði á hvaða upptöku, hvar og hvenær.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent