Innlent

Landsréttur þyngir dóm yfir manni sem braut gegn eigin barnabörnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur
Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manni nær áttrætt fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum. Dómurinn var þyngdur úr fjórum árum yfir í sjö.

Maðurinn var dæmdur í fangelsi síðastliðið sumar fyrir ítrekuð kynferðisbrot gagnvart þremur barnabörnum sínum, þremur stúlkum sem voru á aldrinum 6-14 ára þegar brotin áttu sér stað. Maðurinn braut á stúlkunum yfir margra ára tímabil.

Maðurinn var sakaður um að hafa brotið gegn hinum stúlkunum tveimur í lengri tíma, svo til alla grunnskólagöngu þeirra. Sýndi hann þeim klámmyndbönd, fróaði sér fyrir framan þær og hafði við þær „önnur kynferðismök en samræði“.

Í dómi Landsréttar segir að um sé að ræða „gróf og alvarleg brot gagnvart stúlkunum, framin í skjóli trúnaðartrausts sem þær máttu bera til afa síns. Þá voru brotin margendurtekin og framin á um tíu ára tímabili“ og að því megi ráða að brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur.

Þá hækkaði Landsréttur miskabætur tveggja barnabarna mannsins, úr 1,8 milljónum í þrjár milljónir hvor.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×