Ragnar: Verðum að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 16:29 Ragnar Sigurðsson fagnar upp í stúku eftir leik. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Argentínu á HM í Rússlandi í dag. Ragnar var ekki á því að íslenska liðið hafi verið að toppa sig með 1-1 jafntefli á móti fyrrverandi heimsmeisturum í frumraun sinni á HM. „Þetta er ekki toppurinn en þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við hefðum kannski tekið þessi úrslit fyrir leikinn,“ sagði Ragnar og bætti við: „Mér fannst að við hefðum getað gert enn betur. Þetta er fyrsti leikurinn og við spiluðum svolítið meira varnarsinnaðan leik en við vonuðumst eftir í dag,“ sagði Ragnar „Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu menn í heimi. Við enduðum á að bakka svolítið mikið en við gerðum það sem við þurftum til að ná í stig,“ sagði Ragnar en hvernig var að eiga við bestu menn í heimi. „Það er munur á þessu og ég finn sérstaklega fyrir því í markinu þeirra. Ég geri smá mistök, reyni að fara í boltann í stað þess að standa bara með honum. Ég missi hann hálft skref frá mér en ég skil ekki hvernig honum tókst að troða þessum bolta upp í samskeytin,“ sagði Ragnar. „Þetta er munurinn sem við erum að tala um. Maður má ekki missa hálfan metra á móti svona gæja. Þetta er einn besti framherji í heimi,“ sagði Ragnar um Sergio Aguero og markið hans. Argentínumenn settu mikla pressu á íslenska liðið í lokin en strákarnir féllu aftarlega og voru mjög þéttir. „Það er auðveldara að verjast svona heldur en að vera 1 á 1 í einhverju kapphlaupi. Okkur í öftustu línunni líður mjög vel í þessari stöðu en þetta verða rosalega mikil hlaup fyrir miðjumennina okkar,“ sagði Ragnar. „Ég held að við verðum að reyna að komast aðeins framar á völlinn og reyna að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik svo að strákarnir fyrir framan okkur verði ekki alveg búnir á því,“ sagði Ragnar. „Við erum búnir að sýna það að við getum unnið hvern sem er. Við ætlum okkur sigur í þessum leik en við tökum stigið. Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist þá tökum við stigið,“ sagði Ragnar að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Ragnar Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Argentínu á HM í Rússlandi í dag. Ragnar var ekki á því að íslenska liðið hafi verið að toppa sig með 1-1 jafntefli á móti fyrrverandi heimsmeisturum í frumraun sinni á HM. „Þetta er ekki toppurinn en þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við hefðum kannski tekið þessi úrslit fyrir leikinn,“ sagði Ragnar og bætti við: „Mér fannst að við hefðum getað gert enn betur. Þetta er fyrsti leikurinn og við spiluðum svolítið meira varnarsinnaðan leik en við vonuðumst eftir í dag,“ sagði Ragnar „Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu menn í heimi. Við enduðum á að bakka svolítið mikið en við gerðum það sem við þurftum til að ná í stig,“ sagði Ragnar en hvernig var að eiga við bestu menn í heimi. „Það er munur á þessu og ég finn sérstaklega fyrir því í markinu þeirra. Ég geri smá mistök, reyni að fara í boltann í stað þess að standa bara með honum. Ég missi hann hálft skref frá mér en ég skil ekki hvernig honum tókst að troða þessum bolta upp í samskeytin,“ sagði Ragnar. „Þetta er munurinn sem við erum að tala um. Maður má ekki missa hálfan metra á móti svona gæja. Þetta er einn besti framherji í heimi,“ sagði Ragnar um Sergio Aguero og markið hans. Argentínumenn settu mikla pressu á íslenska liðið í lokin en strákarnir féllu aftarlega og voru mjög þéttir. „Það er auðveldara að verjast svona heldur en að vera 1 á 1 í einhverju kapphlaupi. Okkur í öftustu línunni líður mjög vel í þessari stöðu en þetta verða rosalega mikil hlaup fyrir miðjumennina okkar,“ sagði Ragnar. „Ég held að við verðum að reyna að komast aðeins framar á völlinn og reyna að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik svo að strákarnir fyrir framan okkur verði ekki alveg búnir á því,“ sagði Ragnar. „Við erum búnir að sýna það að við getum unnið hvern sem er. Við ætlum okkur sigur í þessum leik en við tökum stigið. Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist þá tökum við stigið,“ sagði Ragnar að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira