Ragnar: Verðum að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 16:29 Ragnar Sigurðsson fagnar upp í stúku eftir leik. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Argentínu á HM í Rússlandi í dag. Ragnar var ekki á því að íslenska liðið hafi verið að toppa sig með 1-1 jafntefli á móti fyrrverandi heimsmeisturum í frumraun sinni á HM. „Þetta er ekki toppurinn en þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við hefðum kannski tekið þessi úrslit fyrir leikinn,“ sagði Ragnar og bætti við: „Mér fannst að við hefðum getað gert enn betur. Þetta er fyrsti leikurinn og við spiluðum svolítið meira varnarsinnaðan leik en við vonuðumst eftir í dag,“ sagði Ragnar „Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu menn í heimi. Við enduðum á að bakka svolítið mikið en við gerðum það sem við þurftum til að ná í stig,“ sagði Ragnar en hvernig var að eiga við bestu menn í heimi. „Það er munur á þessu og ég finn sérstaklega fyrir því í markinu þeirra. Ég geri smá mistök, reyni að fara í boltann í stað þess að standa bara með honum. Ég missi hann hálft skref frá mér en ég skil ekki hvernig honum tókst að troða þessum bolta upp í samskeytin,“ sagði Ragnar. „Þetta er munurinn sem við erum að tala um. Maður má ekki missa hálfan metra á móti svona gæja. Þetta er einn besti framherji í heimi,“ sagði Ragnar um Sergio Aguero og markið hans. Argentínumenn settu mikla pressu á íslenska liðið í lokin en strákarnir féllu aftarlega og voru mjög þéttir. „Það er auðveldara að verjast svona heldur en að vera 1 á 1 í einhverju kapphlaupi. Okkur í öftustu línunni líður mjög vel í þessari stöðu en þetta verða rosalega mikil hlaup fyrir miðjumennina okkar,“ sagði Ragnar. „Ég held að við verðum að reyna að komast aðeins framar á völlinn og reyna að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik svo að strákarnir fyrir framan okkur verði ekki alveg búnir á því,“ sagði Ragnar. „Við erum búnir að sýna það að við getum unnið hvern sem er. Við ætlum okkur sigur í þessum leik en við tökum stigið. Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist þá tökum við stigið,“ sagði Ragnar að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ragnar Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Argentínu á HM í Rússlandi í dag. Ragnar var ekki á því að íslenska liðið hafi verið að toppa sig með 1-1 jafntefli á móti fyrrverandi heimsmeisturum í frumraun sinni á HM. „Þetta er ekki toppurinn en þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við hefðum kannski tekið þessi úrslit fyrir leikinn,“ sagði Ragnar og bætti við: „Mér fannst að við hefðum getað gert enn betur. Þetta er fyrsti leikurinn og við spiluðum svolítið meira varnarsinnaðan leik en við vonuðumst eftir í dag,“ sagði Ragnar „Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu menn í heimi. Við enduðum á að bakka svolítið mikið en við gerðum það sem við þurftum til að ná í stig,“ sagði Ragnar en hvernig var að eiga við bestu menn í heimi. „Það er munur á þessu og ég finn sérstaklega fyrir því í markinu þeirra. Ég geri smá mistök, reyni að fara í boltann í stað þess að standa bara með honum. Ég missi hann hálft skref frá mér en ég skil ekki hvernig honum tókst að troða þessum bolta upp í samskeytin,“ sagði Ragnar. „Þetta er munurinn sem við erum að tala um. Maður má ekki missa hálfan metra á móti svona gæja. Þetta er einn besti framherji í heimi,“ sagði Ragnar um Sergio Aguero og markið hans. Argentínumenn settu mikla pressu á íslenska liðið í lokin en strákarnir féllu aftarlega og voru mjög þéttir. „Það er auðveldara að verjast svona heldur en að vera 1 á 1 í einhverju kapphlaupi. Okkur í öftustu línunni líður mjög vel í þessari stöðu en þetta verða rosalega mikil hlaup fyrir miðjumennina okkar,“ sagði Ragnar. „Ég held að við verðum að reyna að komast aðeins framar á völlinn og reyna að spila aðeins meiri sóknarbolta í næsta leik svo að strákarnir fyrir framan okkur verði ekki alveg búnir á því,“ sagði Ragnar. „Við erum búnir að sýna það að við getum unnið hvern sem er. Við ætlum okkur sigur í þessum leik en við tökum stigið. Miðað við það hvernig leikurinn spilaðist þá tökum við stigið,“ sagði Ragnar að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira