Hætta útsendingu sjónvarpsþátta vegna ásakana frá fyrrverandi kærustu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2018 22:39 Dykstra og Hardwick voru par í þrjú ár, frá árinu 2011 fram til ársins 2014. Vísir/Getty Sjónvarpsstöðin AMC hefur gert tímabundið hlé á útsendingum spjallþátta með grínistanum og þáttastjórnandanum Chris Hardwick eftir að fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Chloe Dykstra, sakaði hann um að hafa beitt sig andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ásakanir Dykstra birtust á vefmiðlinum Medium síðastliðinn fimmtudag. Hún nafngreinir Hardwick raunar ekki í pistli sínum en samt sem áður þótti augljóst um hvern er rætt: fyrrverandi kærasta til þriggja ára sem er næstum 20 árum eldri en hún. Aðeins einn kom til greina. Dykstra bar Hardwick þungum sökum og sagði hann hafa bannað sér að eiga karlkyns vini auk þess sem hún hafi „leyft honum að beita sig kynferðisofbeldi.“ Hardwick þvertók fyrir ásakanirnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Í kjölfar ásakananna á hendur Hardwick hefur fyrirtækið Nerdist, hvar Hardwick var einn stofnenda, afmáð nafn hans af vefsíðu sinni. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir jafnframt að Hardwick hafi ekkert verið viðriðinn starfsemi Nerdist síðan árið 2015. pic.twitter.com/E6ORD0TBw9— Nerdist (@nerdist) June 15, 2018 Hardwick hefur helst gert sér það til frægðar að stýra hlaðvarpsþáttum um svokallaða „nördamenningu“ auk umræðuþátta á bandarísku sjónvarpsstöðinni ACM. Hinir síðarnefndu snerust allir um vinsælar þáttaráðir sem sýndar voru á stöðinni, þ.á.m. hinar vinsælu seríur Walking Dead og Breaking Bad. Þá mun stöðin hætta útsendingum á spjallþætti Hardwick, sem ber heitið Talking with Chris Hardwick, þangað til ásakanir á hendur honum hafa verið rannsakaðar til hlítar. Pallborðsumræðum á vegum stöðvarinnar og BBC America, sem Hardwick átti að stýra á myndasöguráðstefnunni Comic Con í júlí, hefur jafnframt verið aflýst. Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Sjónvarpsstöðin AMC hefur gert tímabundið hlé á útsendingum spjallþátta með grínistanum og þáttastjórnandanum Chris Hardwick eftir að fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Chloe Dykstra, sakaði hann um að hafa beitt sig andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ásakanir Dykstra birtust á vefmiðlinum Medium síðastliðinn fimmtudag. Hún nafngreinir Hardwick raunar ekki í pistli sínum en samt sem áður þótti augljóst um hvern er rætt: fyrrverandi kærasta til þriggja ára sem er næstum 20 árum eldri en hún. Aðeins einn kom til greina. Dykstra bar Hardwick þungum sökum og sagði hann hafa bannað sér að eiga karlkyns vini auk þess sem hún hafi „leyft honum að beita sig kynferðisofbeldi.“ Hardwick þvertók fyrir ásakanirnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Í kjölfar ásakananna á hendur Hardwick hefur fyrirtækið Nerdist, hvar Hardwick var einn stofnenda, afmáð nafn hans af vefsíðu sinni. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir jafnframt að Hardwick hafi ekkert verið viðriðinn starfsemi Nerdist síðan árið 2015. pic.twitter.com/E6ORD0TBw9— Nerdist (@nerdist) June 15, 2018 Hardwick hefur helst gert sér það til frægðar að stýra hlaðvarpsþáttum um svokallaða „nördamenningu“ auk umræðuþátta á bandarísku sjónvarpsstöðinni ACM. Hinir síðarnefndu snerust allir um vinsælar þáttaráðir sem sýndar voru á stöðinni, þ.á.m. hinar vinsælu seríur Walking Dead og Breaking Bad. Þá mun stöðin hætta útsendingum á spjallþætti Hardwick, sem ber heitið Talking with Chris Hardwick, þangað til ásakanir á hendur honum hafa verið rannsakaðar til hlítar. Pallborðsumræðum á vegum stöðvarinnar og BBC America, sem Hardwick átti að stýra á myndasöguráðstefnunni Comic Con í júlí, hefur jafnframt verið aflýst.
Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira