Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Stefnu bandarískra yfirvalda hefur verið mótmælt víða. Vísir/Getty Á sex vikna tímabili voru tæplega tvö þúsund börn aðskilin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Um börn ólöglegra innflytjenda er að ræða. Málamyndafrumvarp hefur verið lagt fram á þinginu. Frá því að Donald Trump tók við völdum hafa stjórnvöld boðað hertar aðgerðir gegn fólki sem reynir að komast með ólöglegum hætti inn í landið. Áður var sú regla í gildi að fólk sem var stöðvað við að reyna að komast ólöglega yfir landamærin var sektað. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er að saksækja fólk sem gómað er á landamærunum. Börn eru tekin frá foreldrum á meðan dómsmál er rekið. Meðan málareksturinn stendur yfir er börnunum komið til barnaverndaryfirvalda sem hugsa um þau eða koma þeim í fóstur. Vegna þess fjölda sem reynir að komast ólöglega inn í landið eru slík úrræði af skornum skammti en áætlað er að um 1.500 séu handteknir daglega við athæfið. Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018 Bandarísk stjórnvöld birtu fyrir skemmstu upplýsingar um hve mörg börn hefðu sætt slíkri meðferð að undanförnu. Gögnin leiddu meðal annars í ljós að frá 19. apríl til 31. maí voru 1.995 börn tekin frá foreldrum sinna. Aldursdreifing barnanna fékkst ekki uppgefin. „Ég vil vitna til skýrra og spakra orða postulans Páls úr bréfum hans til Rómverja um að rétt sé að lúta lögum yfirvalda því þau eru skipuð af Guði,“ sagði dómsmálaráðherrann Jeff Sessions spurður um málið. „Stefna okkar, sem getur haft það í för með sér að börn séu aðskilin frá foreldrum sínum í skamma stund, er hvorki óvanaleg né óréttlætanleg.“Sjá einnig: Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur „Demókratar eru að stía fjölskyldum í sundur með hræðilegri og ómannúðlegri framgöngu sinni á þinginu. Frumvarp um breytingar á innflytjendalöggjöfinni VERÐUR að innihalda fjárheimildir fyrir Vegginn,“ ritaði forsetinn. „Demókratar geta bætt fyrir að þeir sundri fjölskyldum ólöglegra innflytjenda með því að vinna með Repúblíkönum að nýjum innflytjendalögum til tilbreytingar!“ tísti Trump síðar. Aðgerðir stjórnarinnar hafa verið harðlega gagnrýndar af Demókrötum en flestir Repúblíkanar styðja þær. Það er þó ekki algilt. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði meðal annars að hann væri ekki laus við áhyggjur yfir meðferðinni sem börnin sæta. Þá lögðu nokkrir þingmenn flokksins fram tillögu á þinginu í liðinni viku þess efnis að fjölskyldur skyldu vistaðar saman meðan mál þeirra væru leidd til lykta. Áætlað er að greidd verði atkvæði um frumvarpið í vikunni. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Á sex vikna tímabili voru tæplega tvö þúsund börn aðskilin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Um börn ólöglegra innflytjenda er að ræða. Málamyndafrumvarp hefur verið lagt fram á þinginu. Frá því að Donald Trump tók við völdum hafa stjórnvöld boðað hertar aðgerðir gegn fólki sem reynir að komast með ólöglegum hætti inn í landið. Áður var sú regla í gildi að fólk sem var stöðvað við að reyna að komast ólöglega yfir landamærin var sektað. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er að saksækja fólk sem gómað er á landamærunum. Börn eru tekin frá foreldrum á meðan dómsmál er rekið. Meðan málareksturinn stendur yfir er börnunum komið til barnaverndaryfirvalda sem hugsa um þau eða koma þeim í fóstur. Vegna þess fjölda sem reynir að komast ólöglega inn í landið eru slík úrræði af skornum skammti en áætlað er að um 1.500 séu handteknir daglega við athæfið. Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018 Bandarísk stjórnvöld birtu fyrir skemmstu upplýsingar um hve mörg börn hefðu sætt slíkri meðferð að undanförnu. Gögnin leiddu meðal annars í ljós að frá 19. apríl til 31. maí voru 1.995 börn tekin frá foreldrum sinna. Aldursdreifing barnanna fékkst ekki uppgefin. „Ég vil vitna til skýrra og spakra orða postulans Páls úr bréfum hans til Rómverja um að rétt sé að lúta lögum yfirvalda því þau eru skipuð af Guði,“ sagði dómsmálaráðherrann Jeff Sessions spurður um málið. „Stefna okkar, sem getur haft það í för með sér að börn séu aðskilin frá foreldrum sínum í skamma stund, er hvorki óvanaleg né óréttlætanleg.“Sjá einnig: Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur „Demókratar eru að stía fjölskyldum í sundur með hræðilegri og ómannúðlegri framgöngu sinni á þinginu. Frumvarp um breytingar á innflytjendalöggjöfinni VERÐUR að innihalda fjárheimildir fyrir Vegginn,“ ritaði forsetinn. „Demókratar geta bætt fyrir að þeir sundri fjölskyldum ólöglegra innflytjenda með því að vinna með Repúblíkönum að nýjum innflytjendalögum til tilbreytingar!“ tísti Trump síðar. Aðgerðir stjórnarinnar hafa verið harðlega gagnrýndar af Demókrötum en flestir Repúblíkanar styðja þær. Það er þó ekki algilt. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði meðal annars að hann væri ekki laus við áhyggjur yfir meðferðinni sem börnin sæta. Þá lögðu nokkrir þingmenn flokksins fram tillögu á þinginu í liðinni viku þess efnis að fjölskyldur skyldu vistaðar saman meðan mál þeirra væru leidd til lykta. Áætlað er að greidd verði atkvæði um frumvarpið í vikunni.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28
Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37