Þetta er í fyrsta sinn síðan að HM fór fram í Svíþjóð 1958 þar sem sænska landsliðið vinnur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti.
Sigurmark Svía kom úr vítaspyrnu á 65. mínútu leiksins. Það skoraði fyrirliði Svía, Andreas Granqvist, af miklu öryggi.
Joel Aguilar, dómari leiksins, dæmdi ekki víti í fyrstu þegar Kim Min-Woo felldi Viktor Claesson klaufalega en fékk síðan skilaboð frá myndbandadómurum. Aguilar skoðaði atvikið og dæmdi svo víti.
Þetta var þriðja VAR-vítið á þessu heimsmeistaramóti en alls gafa verið dæmdar sjö vítaspyrnur í fyrstu tólf leikjuunum.
Svíarnir voru búnir að vera miklu betri þegar kom að vítaspyrnudómnum en voru búnir að fara illa með nokkur góð færi á fyrsta klukkutímanum og þá sérstaklega Marcus Berg.
Kóreumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti en þeir komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Svía og sænska liðið tók síðan öll völd á leiknum.
Eftir að Svíar komust yfir þá spiluðu þeir af skynsemi og tóku ekki mikla áhættu í sinum leik. Kóreumenn reyndu að pressa á lokamínútunum en sköpuðu sér lítið sem ekkert þar til í uppbótartíma.
Hwang Hee-Chan á átti þá skalla úr miðjum teignum en hitti ekki markið. Það var það næsta sem lið Suður Kóreu komst því að skora og sigur Svía var aldrei í mikilli hættu.
Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur ekki síst eftir að Mexíkó vann Þýskaland í hinum leik riðilsins. Svíar eru því á toppi riðilsins með Mexíkó.
1 - This was Sweden’s first win in their opening match at the World Cup since 1958 when they beat Mexico 3-0 as tournament hosts - they had drawn five and lost two of their previous seven. Ignited. #SWEKOR#WorldCup#SWE#KORpic.twitter.com/ywNBNVf1QD
— OptaJoe (@OptaJoe) June 18, 2018