Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins yr.no þá gæti orðið ansi heitt þegar íslenska landsliðið mætir því nígeríska á HM í knattspyrnu í Rússlandi á föstudag.
Leikurinn fer fram í borginni Volgograd og hefst hann klukkan sex að staðartíma, eða klukkan þrjú að íslenskum tíma.
Samkvæmt langtímaspánni er verður hitinn 35 stig á milli klukkan þrjú og níu á föstudaginn í Volgograd. Það verður orðið skýjað en sólin mun þó skína yfir daginn og er spáð 22 til 30 stiga hita fram til klukkan þrjú.
Hitinn er reyndar ekki það eina sem gæti orðið bagalegt í Volgograd heldur virðist líka vera moskítófaraldur í borginni eins og Vísir greindi frá fyrr í dag.
Spáð 35 stiga hita þegar strákarnir mæta Nígeríu

Tengdar fréttir

Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi
Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt.

Skjávarpavesen ástæðan fyrir fýlu Heimis
Þráðurinn er stuttur þegar mikið er undir, segir landsliðsþjálfarinn.

HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda
Níundi þáttur er farinn í loftið.