Lífið

Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision

Sylvía Hall skrifar
Leikarinn hefur sagst vera mikill aðdáandi Eurovision.
Leikarinn hefur sagst vera mikill aðdáandi Eurovision. Vísir/Getty
Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision.

Það vakti mikla athygli nú í maí síðastliðnum þegar leikarinn sást á hátíðinni, en aðspurður sagðist leikarinn vera mikill aðdáandi söngvakeppninnar og hann hafi fylgst með keppninni frá árinu 1999 eftir að fjölskylda eiginkonu hans, sem er sænsk, horfði á keppnina með honum. Hann var einnig á meðal áhorfenda á úrslitakvöldinu í Kaupmannahöfn árið 2014.

Sjá einnig: Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell

Will Ferrell er einn af mörgum grínleikurum sem hafa brugðið á það ráð að snúa sér að Netflix við framleiðslu grínmynda, en árangur þeirra hefur verið fremur dræmur í Hollywood síðustu ár. Adam Sandler, Chris Rock og Rob Schneider eru á meðal leikara sem hafa farið sömu leið, og hefur gamanleikarinn Mike Myers meðal annars sagt tími grínmynda í Hollywood sé liðinn og nú séu streymiveiturnar að taka við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×