Vinsælasti þátturinn af Dallas kom við sögu í langbestu fyrirsögn dagsins um NBA úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2018 23:30 Nafnarnir J. R. Smith og J. R. Ewing. Vísir/Getty Hver hefði séð fyrir sér að sjónvarpsþátturinn Dallas kæmi við sögu í fyrirsögn um fyrsta úrslitaleik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors. Það var hinsvegar raunin í dag og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni langbesta fyrirsögn dagsins. Cleveland leikmaðurinn J. R. Smith var skúrkur næturinnar þegar hann reyndi ekki að skora á lokasekúndum venjulegs leiktíma í fyrsta úrslitaleik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan var jöfn og eftir sóknarfrákast J. R. Smith þá fékk Cleveland liðið nokkrar sekúndur til að skora sigurkörfuna. Í stað þess að skjóta eða gefa á opinn mann þá lét J. R. Smith tímann renna út og því varð að framlengja. Golden State liðið vann framlenginguna og er komið í 1-0 í einvíginu. Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan. Fólkið á New York Post var með puttann á púlsinum þegar kom að því að hann forsíðufyrirsögn dagsins og þar þótti alveg tilvalið að nýta sér það að J. R. Smith átti mjög frægan nafna í Dallas sjónvarpsþáttunum. Frægasti þáttur Dallas var án vafa þátturinn „Who shot J.R.?" sem er enn í dag það sjónvarpsefni sem hefur fengið næstmest áhorf í sögu bandarísks sjónvarps. Fyrirsögnin heppnaðist mjög vel eins og sjá má hér fyrir neðan en það þarf samt örugglega að útskýra hana fyrir yngri kynslóðinni sem man ekkert eftir Dallas þáttunum. Þátturinn „Who shot J.R.?" var sem dæmi frumsýndur í nóvember 1980. Fyrirsögnina í New York Post má sjá hér fyrir neðan.The back page: J.R. being J.R. #nbafinals https://t.co/CVCQXSesJkpic.twitter.com/lWnNQMTRIL — New York Post Sports (@nypostsports) June 1, 2018 NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Hver hefði séð fyrir sér að sjónvarpsþátturinn Dallas kæmi við sögu í fyrirsögn um fyrsta úrslitaleik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors. Það var hinsvegar raunin í dag og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni langbesta fyrirsögn dagsins. Cleveland leikmaðurinn J. R. Smith var skúrkur næturinnar þegar hann reyndi ekki að skora á lokasekúndum venjulegs leiktíma í fyrsta úrslitaleik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan var jöfn og eftir sóknarfrákast J. R. Smith þá fékk Cleveland liðið nokkrar sekúndur til að skora sigurkörfuna. Í stað þess að skjóta eða gefa á opinn mann þá lét J. R. Smith tímann renna út og því varð að framlengja. Golden State liðið vann framlenginguna og er komið í 1-0 í einvíginu. Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan. Fólkið á New York Post var með puttann á púlsinum þegar kom að því að hann forsíðufyrirsögn dagsins og þar þótti alveg tilvalið að nýta sér það að J. R. Smith átti mjög frægan nafna í Dallas sjónvarpsþáttunum. Frægasti þáttur Dallas var án vafa þátturinn „Who shot J.R.?" sem er enn í dag það sjónvarpsefni sem hefur fengið næstmest áhorf í sögu bandarísks sjónvarps. Fyrirsögnin heppnaðist mjög vel eins og sjá má hér fyrir neðan en það þarf samt örugglega að útskýra hana fyrir yngri kynslóðinni sem man ekkert eftir Dallas þáttunum. Þátturinn „Who shot J.R.?" var sem dæmi frumsýndur í nóvember 1980. Fyrirsögnina í New York Post má sjá hér fyrir neðan.The back page: J.R. being J.R. #nbafinals https://t.co/CVCQXSesJkpic.twitter.com/lWnNQMTRIL — New York Post Sports (@nypostsports) June 1, 2018
NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira