Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júní 2018 22:15 Gylfi Þór fagnar í kvöld en innkoma hans var ekki nóg til að tryggja Íslandi sigur. vísir/Andri Marinó Strákarnir okkar köstuðu frá sér unnum leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í kvöld og töpuðu 2-3 eftir að hafa komist í 2-1. Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Noregs og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, elskar að spila á Laugardalsvelli og enn eina ferðina gekk hann sigurreifur af Laugardalsvelli. Lars hefur nú ekki tapað leik á Laugardalsvelli tólf leiki í röð. Þetta var aftur á móti fyrsta tap íslenska liðsins á heimavelli í 17 leikjum. Ísland hafði unnið 13 af þessum 16 leikjum og aðeins fengið á sig níu mörk. Síðasta tapið var gegn Slóveníu þann 7. júní og þá var Lars enn landsliðsþjálfari Íslands. Lars talaði um það fyrir leikinn að það kæmi ekki til greina að gefa hans gömlu lærisveinum neitt ókeypis. Það væri ekki gott fyrir liðið. Það þyrfti að muna að nauðsynlegt sé að vera alltaf á tánum. Þetta var því síðasta kennslustund Lars Lagerbäck fyrir íslenska landsliðið. Lars var augljóslega búinn að peppa sína menn vel því þeir mættu mjög grimmir í leikinn og fórnuðu sér í allt. Enginn vináttuleikjahugur í þeim. Heimir Hallgrímsson hafði sagt að hans lið ætti að vera með meiri snerpu og meiri fókus. Það var ekki að sjá lengi vel.Lars kann ekki að tapa á Laugardalsvelli.vísir/andriNorðmenn komust yfir eftir stundarfjórðungsleik. Ragnar Sigurðsson gleymdi sér þá í vörninni. Var of langt frá Birni Johansen og náði ekki að koma í veg fyrir gott skot Norðmannsins. Hann hefði fengið skammir frá Lars fyrir þennan varnarleik. Frederik Schram byrjaði í markinu og hefði hugsanlega átt að gera betur. Skotið engu að síður gott. Það var ósköp lítið að frétta hjá okkar mönnum framan. Menn eðlilega aðeins að passa sig enda vill enginn meiðast rétt fyrir HM. Það er að segja allir nema Rúrik Gíslason. Hann fékk tækifæri í liðinu og var svo sannarlega staðráðinn í að nýta það. Rúrik var frábær í fyrri hálfleik og rosalegur kraftur í honum. Það var einmitt eftir frábært einstaklingsframtak hjá honum sem Ísland fékk víti. Rúrik skildi Jonas Svensson eftir í rykinu sem síðan braut á honum. Alfreð tók vítið og skoraði örugglega. Norðmenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og skoruðu snemma mark sem var dæmt af. Kolrangur dómur en fólkið á vellinum sætti sig við það. Þrátt fyrir þessa viðvörun þá var íslenska liðið ekki af baki dottið og tók betur yfir leikinn. Er tæpur hálftími var eftir af leiknum þá varð allt brjálað á vellinum. Gylfi Þór Sigurðsson kom þá inn á. Hans fyrsti leikur í rúma tvo mánuði. Yndisleg sjón fyrir íslensku þjóðina að sjá Gylfa aftur á vellinum tveimur vikum fyrir fyrsta leik á HM. Það breyttist mikið við tilkomu Gylfa. Bara nærvera hans hleypti meiri krafti í íslenska liðið og hann var ekki búinn að vera inn á vellinum nema í sjö mínútur þegar hann var kominn á blað. Markmaður Noregs, Rune Jarstein, hélt þá ekki boltanum eftir laust skot Birkis. Gylfi tók frákastið og lyfti boltanum smekklega yfir Norðmanninn. Velkominn aftur.Strákarnir svekktir.vísir/andriLars talaði alltaf um mikilvægi þess að halda einbeitingu í 90 mínútur og orð hans hafa eflaust glumið í höfðum einhverra á síðustu tíu mínútum leiksins er strákarnir köstuðu sigrinum frá sér. Joshua King jafnaði tíu mínútum fyrir leikslok eftir hrikaleg mistök hjá Frederik í markinu. Kári gaf þá erfiða sendingu til baka og í stað þess að negla boltanum bara í burtu ákvað Frederik að reyna að taka hann niður. Hörmuleg ákvörðun því King tók af honum boltann og skoraði í tómt markið. Skelfileg mistök sem setja Frederik líklega niður í stöðu þriðja markvarðar á HM. Hann stóðst ekki prófið í kvöld. Fimm mínútum síðar skoraði svo Alexander Sörloth sigurmarkið með góðu skoti í teignum. Varnarmenn Íslands á hælunum og hann fékk tækifærið til þess að skjóta og vinna leikinn. Lars brosti í kampinn. Sigur hjá honum og í leiðinni sendi hann sínum gömlu lærisveinum mikilvæg skilaboð um að það megi aldrei slaka á. Það er enginn að fara á taugum þrátt fyrir þetta tap. Ísland er ekki lið vináttuleikjanna eins og sagan sýnir okkur og eðlilega voru einhverjir að hlífa sér á köflum. Ísland tapaði líka fyrir Noregi í aðdraganda EM. Það kom engum úr jafnvægi. Rúrik var maður leiksins og gerir kröfu um sæti í liðinu á HM ef Aron Einar getur til að mynda ekki spilað. Sá nýtti tækifærið vel. Emil og Birkir voru fínir á miðjunni lengstum en kannski ekkert allt of skapandi fram á við. Sama átti við um Jóhann Berg en þrátt fyrir augljós gæði kom ekki alltaf mikið úr því sem hann var að gera. Mikilvægi Gylfa kristallaðist svo enn eina ferðina er hann kom af bekknum. Þetta er annað lið með hann á vellinum. Bestu tíðindi dagsins er að hann virðist vera orðinn 100 prósent og gott að hann fékk mínútur. HM 2018 í Rússlandi
Strákarnir okkar köstuðu frá sér unnum leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í kvöld og töpuðu 2-3 eftir að hafa komist í 2-1. Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Noregs og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, elskar að spila á Laugardalsvelli og enn eina ferðina gekk hann sigurreifur af Laugardalsvelli. Lars hefur nú ekki tapað leik á Laugardalsvelli tólf leiki í röð. Þetta var aftur á móti fyrsta tap íslenska liðsins á heimavelli í 17 leikjum. Ísland hafði unnið 13 af þessum 16 leikjum og aðeins fengið á sig níu mörk. Síðasta tapið var gegn Slóveníu þann 7. júní og þá var Lars enn landsliðsþjálfari Íslands. Lars talaði um það fyrir leikinn að það kæmi ekki til greina að gefa hans gömlu lærisveinum neitt ókeypis. Það væri ekki gott fyrir liðið. Það þyrfti að muna að nauðsynlegt sé að vera alltaf á tánum. Þetta var því síðasta kennslustund Lars Lagerbäck fyrir íslenska landsliðið. Lars var augljóslega búinn að peppa sína menn vel því þeir mættu mjög grimmir í leikinn og fórnuðu sér í allt. Enginn vináttuleikjahugur í þeim. Heimir Hallgrímsson hafði sagt að hans lið ætti að vera með meiri snerpu og meiri fókus. Það var ekki að sjá lengi vel.Lars kann ekki að tapa á Laugardalsvelli.vísir/andriNorðmenn komust yfir eftir stundarfjórðungsleik. Ragnar Sigurðsson gleymdi sér þá í vörninni. Var of langt frá Birni Johansen og náði ekki að koma í veg fyrir gott skot Norðmannsins. Hann hefði fengið skammir frá Lars fyrir þennan varnarleik. Frederik Schram byrjaði í markinu og hefði hugsanlega átt að gera betur. Skotið engu að síður gott. Það var ósköp lítið að frétta hjá okkar mönnum framan. Menn eðlilega aðeins að passa sig enda vill enginn meiðast rétt fyrir HM. Það er að segja allir nema Rúrik Gíslason. Hann fékk tækifæri í liðinu og var svo sannarlega staðráðinn í að nýta það. Rúrik var frábær í fyrri hálfleik og rosalegur kraftur í honum. Það var einmitt eftir frábært einstaklingsframtak hjá honum sem Ísland fékk víti. Rúrik skildi Jonas Svensson eftir í rykinu sem síðan braut á honum. Alfreð tók vítið og skoraði örugglega. Norðmenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og skoruðu snemma mark sem var dæmt af. Kolrangur dómur en fólkið á vellinum sætti sig við það. Þrátt fyrir þessa viðvörun þá var íslenska liðið ekki af baki dottið og tók betur yfir leikinn. Er tæpur hálftími var eftir af leiknum þá varð allt brjálað á vellinum. Gylfi Þór Sigurðsson kom þá inn á. Hans fyrsti leikur í rúma tvo mánuði. Yndisleg sjón fyrir íslensku þjóðina að sjá Gylfa aftur á vellinum tveimur vikum fyrir fyrsta leik á HM. Það breyttist mikið við tilkomu Gylfa. Bara nærvera hans hleypti meiri krafti í íslenska liðið og hann var ekki búinn að vera inn á vellinum nema í sjö mínútur þegar hann var kominn á blað. Markmaður Noregs, Rune Jarstein, hélt þá ekki boltanum eftir laust skot Birkis. Gylfi tók frákastið og lyfti boltanum smekklega yfir Norðmanninn. Velkominn aftur.Strákarnir svekktir.vísir/andriLars talaði alltaf um mikilvægi þess að halda einbeitingu í 90 mínútur og orð hans hafa eflaust glumið í höfðum einhverra á síðustu tíu mínútum leiksins er strákarnir köstuðu sigrinum frá sér. Joshua King jafnaði tíu mínútum fyrir leikslok eftir hrikaleg mistök hjá Frederik í markinu. Kári gaf þá erfiða sendingu til baka og í stað þess að negla boltanum bara í burtu ákvað Frederik að reyna að taka hann niður. Hörmuleg ákvörðun því King tók af honum boltann og skoraði í tómt markið. Skelfileg mistök sem setja Frederik líklega niður í stöðu þriðja markvarðar á HM. Hann stóðst ekki prófið í kvöld. Fimm mínútum síðar skoraði svo Alexander Sörloth sigurmarkið með góðu skoti í teignum. Varnarmenn Íslands á hælunum og hann fékk tækifærið til þess að skjóta og vinna leikinn. Lars brosti í kampinn. Sigur hjá honum og í leiðinni sendi hann sínum gömlu lærisveinum mikilvæg skilaboð um að það megi aldrei slaka á. Það er enginn að fara á taugum þrátt fyrir þetta tap. Ísland er ekki lið vináttuleikjanna eins og sagan sýnir okkur og eðlilega voru einhverjir að hlífa sér á köflum. Ísland tapaði líka fyrir Noregi í aðdraganda EM. Það kom engum úr jafnvægi. Rúrik var maður leiksins og gerir kröfu um sæti í liðinu á HM ef Aron Einar getur til að mynda ekki spilað. Sá nýtti tækifærið vel. Emil og Birkir voru fínir á miðjunni lengstum en kannski ekkert allt of skapandi fram á við. Sama átti við um Jóhann Berg en þrátt fyrir augljós gæði kom ekki alltaf mikið úr því sem hann var að gera. Mikilvægi Gylfa kristallaðist svo enn eina ferðina er hann kom af bekknum. Þetta er annað lið með hann á vellinum. Bestu tíðindi dagsins er að hann virðist vera orðinn 100 prósent og gott að hann fékk mínútur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti