Sá sem átti niðrandi ummæli á Framvellinum biðst afsökunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 17:20 Úr leik hjá Fram. Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/Andri Marinó Knattspyrnudeild Fram sendi frá sér tilkynningu í dag vegna niðrandi ummæla um litarhátt leikmanns Víkings Ó. í leik liðanna í Mjólkurbikarnum á miðvikudag. Vísir greindi frá málinu í gærmorgun, en framkvæmdastjóri Víkings sendi frá sér Twitterfærslu þar sem hann talaði um munnsöfnuð nokkurra manna úr stúkunni. Formaður meistaraflokksráðs Fram, Daði Guðmundsson, sagði í Akraborginni í gær að Framarar teldu sig hafa upplýsingar um að þetta væri rétt, einn gestur vallarins hafi látið orð falla sem megi tengja við rasisma. Í tilkynningu Fram í dag segir : „Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla.“ Þá hefur sá sem lét ummælin falla stigið fram og beðið alla Víkinga, leikmenn, starfsfólk og stuðningsmenn afsökunar.Tilkynning Fram í heild sinni: Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla. Í jafnréttisstefnu FRAM stendur: „Knattspyrnufélagið FRAM stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. FRAM leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.” FRAM mun reyna af öllum kröftum að tryggja að svona komi ekki fyrir aftur og mun með opinni umræðu í félaginu beita sér í þeim efnum. FRAM getur ekki sætt sig við svona framkomu og ætlar ekki að gera það. Í framhaldi af því ferli sem við fórum í þá hefur Kristleifur Kolbeinsson sent okkur eftirfarandi yfirlýsingu. „Ég undirritaður Kristleifur Kolbeinsson harma mjög þau ummæli sem ég viðhafði um leikmann Víkings Ó í leiknum gegn FRAM á miðvikudag. Þau eru óafsakanleg, eiga ekki að heyrast og erfitt að horfast í augu við það að þau hafi verið látin falla. Ég bið alla leikmenn Víkings Ó, þjálfara, aðstandendur liðsins svo og stuðningsmenn beggja liða innilega afsökunar. Ég vona að þessi orð hafi ekki valdið viðkomandi leikmanni skaða þó ég átti mig á alvarleika málsins. Ég vil biðja félagið mitt FRAM, afsökunar og vona að ég hafi ekki valdið félaginu skaða því ég veit að svona hegðun er ekki það sem FRAM vill standa fyrir”. Reykjavík 1. júní 2018 Kristleifur Kolbeinsson Knattspyrnufélagið FRAM ætlar ekki að aðhafast frekar í þessu máli að öðru leiti en fram kemur hér að ofan. Við trúum því að allir hafi lært eitthvað af þessu máli og vonum að svona komi aldrei aftur upp í okkar félagi. F.h. Knattspyrnufélagsins FRAM Sigurður Ingi Tómasson Formaður Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30 Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Knattspyrnudeild Fram sendi frá sér tilkynningu í dag vegna niðrandi ummæla um litarhátt leikmanns Víkings Ó. í leik liðanna í Mjólkurbikarnum á miðvikudag. Vísir greindi frá málinu í gærmorgun, en framkvæmdastjóri Víkings sendi frá sér Twitterfærslu þar sem hann talaði um munnsöfnuð nokkurra manna úr stúkunni. Formaður meistaraflokksráðs Fram, Daði Guðmundsson, sagði í Akraborginni í gær að Framarar teldu sig hafa upplýsingar um að þetta væri rétt, einn gestur vallarins hafi látið orð falla sem megi tengja við rasisma. Í tilkynningu Fram í dag segir : „Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla.“ Þá hefur sá sem lét ummælin falla stigið fram og beðið alla Víkinga, leikmenn, starfsfólk og stuðningsmenn afsökunar.Tilkynning Fram í heild sinni: Knattspyrnufélagið FRAM hefur farið yfir málið og tekur það mjög alvarlega. Búið er að ræða við þann einstakling sem viðhafði ósæmileg orð um litarhátt leikmanns Víkinga og tryggja að svona uppákoma verði ekki aftur enda yðrast viðkomandi að hafa látið þessi orð falla. Í jafnréttisstefnu FRAM stendur: „Knattspyrnufélagið FRAM stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. FRAM leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.” FRAM mun reyna af öllum kröftum að tryggja að svona komi ekki fyrir aftur og mun með opinni umræðu í félaginu beita sér í þeim efnum. FRAM getur ekki sætt sig við svona framkomu og ætlar ekki að gera það. Í framhaldi af því ferli sem við fórum í þá hefur Kristleifur Kolbeinsson sent okkur eftirfarandi yfirlýsingu. „Ég undirritaður Kristleifur Kolbeinsson harma mjög þau ummæli sem ég viðhafði um leikmann Víkings Ó í leiknum gegn FRAM á miðvikudag. Þau eru óafsakanleg, eiga ekki að heyrast og erfitt að horfast í augu við það að þau hafi verið látin falla. Ég bið alla leikmenn Víkings Ó, þjálfara, aðstandendur liðsins svo og stuðningsmenn beggja liða innilega afsökunar. Ég vona að þessi orð hafi ekki valdið viðkomandi leikmanni skaða þó ég átti mig á alvarleika málsins. Ég vil biðja félagið mitt FRAM, afsökunar og vona að ég hafi ekki valdið félaginu skaða því ég veit að svona hegðun er ekki það sem FRAM vill standa fyrir”. Reykjavík 1. júní 2018 Kristleifur Kolbeinsson Knattspyrnufélagið FRAM ætlar ekki að aðhafast frekar í þessu máli að öðru leiti en fram kemur hér að ofan. Við trúum því að allir hafi lært eitthvað af þessu máli og vonum að svona komi aldrei aftur upp í okkar félagi. F.h. Knattspyrnufélagsins FRAM Sigurður Ingi Tómasson Formaður
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30 Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Þeldökkir leikmenn Ólsara fengu að heyra það úr stúkunni Framkvæmdastjóri Ólafsvíkinga segir frá fordómum í Safamýri í gærkvöldi. 31. maí 2018 08:30
Framarar skoða meint kynþáttaníð: „Upplýsingar um að þetta sé rétt“ Formaður knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur sagði frá því á Twitter í gær að leikmenn liðsins hefðu verið beittir kynþáttaníði úr stúkunni á Framvellinum í leik Fram og Víkings í Mjólkurbikar karla í gærkvöld. 31. maí 2018 17:23