Persónukjör hyglar körlum í sveitarstjórnarkosningum Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2018 09:00 Úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar á síðasta kjörtímabili hvar sátu sjö konur og fjórir karla. Fréttablaðið/GVA Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið er minna þar sem persónukjör var viðhaft. Konur eru um 47 prósent kjörinna sveitarstjórnarmanna á landinu. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir konur ekki eiga eins mikla möguleika á að komast í stjórn sveitarfélaga þar sem persónukjör er viðhaft. Í þeim sveitarfélögum sem kjósendur gátu valið á milli framboðslista í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum náðu konur óvenju góðri kosningu. Þar eru konur 47,8 prósent kjörinna fulltrúa. Hins vegar er hlutfall kvenna minna í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör var viðhaft. Þar er hlutfall kvenna 42,8 prósent. Persónukjör var í fimmtán sveitarfélögum. „Í alþjóðlegum samanburði erum við með mjög hátt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og erum alveg við toppinn þar og því ber að fagna,“ segir Eva Marín. „En það er alveg rétt að konur hafa átt erfiðara uppdráttar í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör er viðhaft. Einnig verður að hafa í huga að þar er um að ræða afar fámenn sveitarfélög. Við höfum séð tengsl milli stærðar sveitarfélaga og hlutfalls kvenna í sveitarstjórnum. Konur ná betur inn í sveitarstjórnir eftir því sem sveitarfélögin verða stærri.“Eva Marín HlynsdóttirAthygli vekur þó að aðeins tvær konur náðu kjöri í tveimur stórum sveitarfélögum á íslenskan mælikvarða, Mosfellsbæ og Árborg. Hins vegar munu sjö karlar sitja í þessum sveitarstjórnum á næsta kjörtímabili. „Það virðist líka vera að karlar séu oftar oddvitar sinna framboða. Ef svo gerist að margir flokkar ná inn oddvitum þá skekkist hlutfall kynjanna mikið,“ segir Eva Marín. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir mikilvægt að konur standi einnig í stafni sinna flokka til að tryggja að bæði kynin komi að borðinu. „Ef við ætlum að ná sem jöfnustu hlutfalli innan hvers sveitarfélags fyrir sig þá eru fléttulistar besta leiðin að mínu mati og að konur séu í oddvitasætum til jafns á við karla,“ segir Katrín Björg. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessu er samt sem áður erfitt að stjórna enda margt sem getur haft áhrif en í þessum efnum eins og mörgum öðrum þá er það meðvitund þeirra sem velja á lista sem skiptir höfuðmáli og að leitað sé jafnt til kvenna og karla. Í óhlutbundnum kosningum er málið auðvitað flóknara. Þar skiptir þó líka máli meðvitundin um að kjósa þurfi bæði konur og karla því auðvitað viljum við að sveitarstjórnir endurspegli þau samfélög sem þeim er falið að stjórna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið er minna þar sem persónukjör var viðhaft. Konur eru um 47 prósent kjörinna sveitarstjórnarmanna á landinu. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir konur ekki eiga eins mikla möguleika á að komast í stjórn sveitarfélaga þar sem persónukjör er viðhaft. Í þeim sveitarfélögum sem kjósendur gátu valið á milli framboðslista í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum náðu konur óvenju góðri kosningu. Þar eru konur 47,8 prósent kjörinna fulltrúa. Hins vegar er hlutfall kvenna minna í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör var viðhaft. Þar er hlutfall kvenna 42,8 prósent. Persónukjör var í fimmtán sveitarfélögum. „Í alþjóðlegum samanburði erum við með mjög hátt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og erum alveg við toppinn þar og því ber að fagna,“ segir Eva Marín. „En það er alveg rétt að konur hafa átt erfiðara uppdráttar í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör er viðhaft. Einnig verður að hafa í huga að þar er um að ræða afar fámenn sveitarfélög. Við höfum séð tengsl milli stærðar sveitarfélaga og hlutfalls kvenna í sveitarstjórnum. Konur ná betur inn í sveitarstjórnir eftir því sem sveitarfélögin verða stærri.“Eva Marín HlynsdóttirAthygli vekur þó að aðeins tvær konur náðu kjöri í tveimur stórum sveitarfélögum á íslenskan mælikvarða, Mosfellsbæ og Árborg. Hins vegar munu sjö karlar sitja í þessum sveitarstjórnum á næsta kjörtímabili. „Það virðist líka vera að karlar séu oftar oddvitar sinna framboða. Ef svo gerist að margir flokkar ná inn oddvitum þá skekkist hlutfall kynjanna mikið,“ segir Eva Marín. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir mikilvægt að konur standi einnig í stafni sinna flokka til að tryggja að bæði kynin komi að borðinu. „Ef við ætlum að ná sem jöfnustu hlutfalli innan hvers sveitarfélags fyrir sig þá eru fléttulistar besta leiðin að mínu mati og að konur séu í oddvitasætum til jafns á við karla,“ segir Katrín Björg. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessu er samt sem áður erfitt að stjórna enda margt sem getur haft áhrif en í þessum efnum eins og mörgum öðrum þá er það meðvitund þeirra sem velja á lista sem skiptir höfuðmáli og að leitað sé jafnt til kvenna og karla. Í óhlutbundnum kosningum er málið auðvitað flóknara. Þar skiptir þó líka máli meðvitundin um að kjósa þurfi bæði konur og karla því auðvitað viljum við að sveitarstjórnir endurspegli þau samfélög sem þeim er falið að stjórna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira