Persónukjör hyglar körlum í sveitarstjórnarkosningum Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2018 09:00 Úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar á síðasta kjörtímabili hvar sátu sjö konur og fjórir karla. Fréttablaðið/GVA Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið er minna þar sem persónukjör var viðhaft. Konur eru um 47 prósent kjörinna sveitarstjórnarmanna á landinu. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir konur ekki eiga eins mikla möguleika á að komast í stjórn sveitarfélaga þar sem persónukjör er viðhaft. Í þeim sveitarfélögum sem kjósendur gátu valið á milli framboðslista í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum náðu konur óvenju góðri kosningu. Þar eru konur 47,8 prósent kjörinna fulltrúa. Hins vegar er hlutfall kvenna minna í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör var viðhaft. Þar er hlutfall kvenna 42,8 prósent. Persónukjör var í fimmtán sveitarfélögum. „Í alþjóðlegum samanburði erum við með mjög hátt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og erum alveg við toppinn þar og því ber að fagna,“ segir Eva Marín. „En það er alveg rétt að konur hafa átt erfiðara uppdráttar í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör er viðhaft. Einnig verður að hafa í huga að þar er um að ræða afar fámenn sveitarfélög. Við höfum séð tengsl milli stærðar sveitarfélaga og hlutfalls kvenna í sveitarstjórnum. Konur ná betur inn í sveitarstjórnir eftir því sem sveitarfélögin verða stærri.“Eva Marín HlynsdóttirAthygli vekur þó að aðeins tvær konur náðu kjöri í tveimur stórum sveitarfélögum á íslenskan mælikvarða, Mosfellsbæ og Árborg. Hins vegar munu sjö karlar sitja í þessum sveitarstjórnum á næsta kjörtímabili. „Það virðist líka vera að karlar séu oftar oddvitar sinna framboða. Ef svo gerist að margir flokkar ná inn oddvitum þá skekkist hlutfall kynjanna mikið,“ segir Eva Marín. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir mikilvægt að konur standi einnig í stafni sinna flokka til að tryggja að bæði kynin komi að borðinu. „Ef við ætlum að ná sem jöfnustu hlutfalli innan hvers sveitarfélags fyrir sig þá eru fléttulistar besta leiðin að mínu mati og að konur séu í oddvitasætum til jafns á við karla,“ segir Katrín Björg. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessu er samt sem áður erfitt að stjórna enda margt sem getur haft áhrif en í þessum efnum eins og mörgum öðrum þá er það meðvitund þeirra sem velja á lista sem skiptir höfuðmáli og að leitað sé jafnt til kvenna og karla. Í óhlutbundnum kosningum er málið auðvitað flóknara. Þar skiptir þó líka máli meðvitundin um að kjósa þurfi bæði konur og karla því auðvitað viljum við að sveitarstjórnir endurspegli þau samfélög sem þeim er falið að stjórna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið er minna þar sem persónukjör var viðhaft. Konur eru um 47 prósent kjörinna sveitarstjórnarmanna á landinu. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir konur ekki eiga eins mikla möguleika á að komast í stjórn sveitarfélaga þar sem persónukjör er viðhaft. Í þeim sveitarfélögum sem kjósendur gátu valið á milli framboðslista í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum náðu konur óvenju góðri kosningu. Þar eru konur 47,8 prósent kjörinna fulltrúa. Hins vegar er hlutfall kvenna minna í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör var viðhaft. Þar er hlutfall kvenna 42,8 prósent. Persónukjör var í fimmtán sveitarfélögum. „Í alþjóðlegum samanburði erum við með mjög hátt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum og erum alveg við toppinn þar og því ber að fagna,“ segir Eva Marín. „En það er alveg rétt að konur hafa átt erfiðara uppdráttar í þeim sveitarfélögum þar sem persónukjör er viðhaft. Einnig verður að hafa í huga að þar er um að ræða afar fámenn sveitarfélög. Við höfum séð tengsl milli stærðar sveitarfélaga og hlutfalls kvenna í sveitarstjórnum. Konur ná betur inn í sveitarstjórnir eftir því sem sveitarfélögin verða stærri.“Eva Marín HlynsdóttirAthygli vekur þó að aðeins tvær konur náðu kjöri í tveimur stórum sveitarfélögum á íslenskan mælikvarða, Mosfellsbæ og Árborg. Hins vegar munu sjö karlar sitja í þessum sveitarstjórnum á næsta kjörtímabili. „Það virðist líka vera að karlar séu oftar oddvitar sinna framboða. Ef svo gerist að margir flokkar ná inn oddvitum þá skekkist hlutfall kynjanna mikið,“ segir Eva Marín. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir mikilvægt að konur standi einnig í stafni sinna flokka til að tryggja að bæði kynin komi að borðinu. „Ef við ætlum að ná sem jöfnustu hlutfalli innan hvers sveitarfélags fyrir sig þá eru fléttulistar besta leiðin að mínu mati og að konur séu í oddvitasætum til jafns á við karla,“ segir Katrín Björg. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessu er samt sem áður erfitt að stjórna enda margt sem getur haft áhrif en í þessum efnum eins og mörgum öðrum þá er það meðvitund þeirra sem velja á lista sem skiptir höfuðmáli og að leitað sé jafnt til kvenna og karla. Í óhlutbundnum kosningum er málið auðvitað flóknara. Þar skiptir þó líka máli meðvitundin um að kjósa þurfi bæði konur og karla því auðvitað viljum við að sveitarstjórnir endurspegli þau samfélög sem þeim er falið að stjórna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira