Popúlistaflokkarnir loks teknir við völdum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Luigi Di Maio, formaður Fimm stjörnu hreyfingarinnar, er nýr vinnumála- og iðnaðarráðherra Vísir/Getty Popúlistaflokkarnir taka við völdum á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. Ætla ekki að kasta evrunni fyrir borð en vilja lækka skatta og vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda, sem eru mestmegnis flóttamenn, úr landi. Ný ríkisstjórn popúlistaflokkanna Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins tók við völdum á Ítalíu í gær. Þar með lauk þriggja mánaða langri stjórnarkreppu. Flokkarnir hafa heitið skattalækkunum, tekjum fyrir atvinnulausa og fátæka og brottflutningi hálfrar milljónar flóttamanna, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst var að stjórnarmyndun yrði erfið þegar niðurstöður þingkosninga lágu fyrir í byrjun mars. Hvorki kosningabandalag hægri né vinstri flokka fékk hreinan meirihluta og spilaði Fimmstjörnuhreyfingin þar stórt hlutverk, enda flokkurinn frá stofnun barist gegn „hinni rótgrónu elítu“. Svo fór að þessir stærstu og mestu popúlistaflokkar Ítalíu hófu stjórnarmyndunarviðræður. Aðrir flokkar kosningabandalags hægri flokka, sem Bandalagið tilheyrði, sátu því eftir með sárt ennið. Stjórnarmyndun hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Fyrr í vikunni höfðu flokkarnir skilað ráðherralistanum til Sergios Mattarella forseta. Forsetinn neitaði þó að samþykkja fjármálaráðherrann vegna andstöðu við evruna og sagðist ætla að skipa starfsstjórn og fór fram á að boðað yrði til kosninga á ný. Popúlistaflokkarnir snöggreiddust, töldu Mattarella með þessu fara út fyrir valdsvið sitt. Í gær afhenti Giuseppe Conte, forsætisráðherraefni flokkanna, Mattarella svo nýjan ráðherralista með nýju fjármálaráðherraefni, Giovanni Tria, sem er hlynntur evrunni. Mattarella féllst á listann og lauk því mánaðalangri stjórnarkreppu. Fyrir liggur að hvorki Fimmstjörnuhreyfingin né Bandalagið eru hlynnt evrunni. Bandalagsmenn hafa verið harðir í þessari andstöðu sinni og hefur formaðurinn Matteo Salvini lýst því yfir að það hafi verið mistök að taka upp evru. Fimmstjörnuhreyfingin hefur áður sagst vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. En þótt evran sé ekki í uppáhaldi hjá þessari nýju ríkisstjórn lítur ekki út fyrir að gjaldmiðillinn sé á útleið á Ítalíu í bráð. Samkvæmt BBC vilja flokkarnir ekki yfirgefa evrusvæðið á kjörtímabilinu, vilja heldur einbeita sér að því að breyta því innan frá. Sé horft til annarra efnahagsmála vill hin nýja ríkisstjórn taka upp nærri hundrað þúsund króna mánaðarlegar greiðslur til fátækra og atvinnulausra og lækka tekjuskattinn. Tekjuskattþrepin verði tvö, fimmtán og tuttugu prósent. Hæsta skattþrepið nú er tæp fimmtíu prósent. Sterk afstaða Bandalagsmanna á móti innflytjendum fær að njóta sín í stjórnarsáttmálanum. Stjórnin ætlar nefnilega að setja í forgang að vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda úr landi. Um er nær eingöngu að ræða flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18 Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Popúlistaflokkarnir taka við völdum á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. Ætla ekki að kasta evrunni fyrir borð en vilja lækka skatta og vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda, sem eru mestmegnis flóttamenn, úr landi. Ný ríkisstjórn popúlistaflokkanna Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins tók við völdum á Ítalíu í gær. Þar með lauk þriggja mánaða langri stjórnarkreppu. Flokkarnir hafa heitið skattalækkunum, tekjum fyrir atvinnulausa og fátæka og brottflutningi hálfrar milljónar flóttamanna, svo fátt eitt sé nefnt. Ljóst var að stjórnarmyndun yrði erfið þegar niðurstöður þingkosninga lágu fyrir í byrjun mars. Hvorki kosningabandalag hægri né vinstri flokka fékk hreinan meirihluta og spilaði Fimmstjörnuhreyfingin þar stórt hlutverk, enda flokkurinn frá stofnun barist gegn „hinni rótgrónu elítu“. Svo fór að þessir stærstu og mestu popúlistaflokkar Ítalíu hófu stjórnarmyndunarviðræður. Aðrir flokkar kosningabandalags hægri flokka, sem Bandalagið tilheyrði, sátu því eftir með sárt ennið. Stjórnarmyndun hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Fyrr í vikunni höfðu flokkarnir skilað ráðherralistanum til Sergios Mattarella forseta. Forsetinn neitaði þó að samþykkja fjármálaráðherrann vegna andstöðu við evruna og sagðist ætla að skipa starfsstjórn og fór fram á að boðað yrði til kosninga á ný. Popúlistaflokkarnir snöggreiddust, töldu Mattarella með þessu fara út fyrir valdsvið sitt. Í gær afhenti Giuseppe Conte, forsætisráðherraefni flokkanna, Mattarella svo nýjan ráðherralista með nýju fjármálaráðherraefni, Giovanni Tria, sem er hlynntur evrunni. Mattarella féllst á listann og lauk því mánaðalangri stjórnarkreppu. Fyrir liggur að hvorki Fimmstjörnuhreyfingin né Bandalagið eru hlynnt evrunni. Bandalagsmenn hafa verið harðir í þessari andstöðu sinni og hefur formaðurinn Matteo Salvini lýst því yfir að það hafi verið mistök að taka upp evru. Fimmstjörnuhreyfingin hefur áður sagst vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. En þótt evran sé ekki í uppáhaldi hjá þessari nýju ríkisstjórn lítur ekki út fyrir að gjaldmiðillinn sé á útleið á Ítalíu í bráð. Samkvæmt BBC vilja flokkarnir ekki yfirgefa evrusvæðið á kjörtímabilinu, vilja heldur einbeita sér að því að breyta því innan frá. Sé horft til annarra efnahagsmála vill hin nýja ríkisstjórn taka upp nærri hundrað þúsund króna mánaðarlegar greiðslur til fátækra og atvinnulausra og lækka tekjuskattinn. Tekjuskattþrepin verði tvö, fimmtán og tuttugu prósent. Hæsta skattþrepið nú er tæp fimmtíu prósent. Sterk afstaða Bandalagsmanna á móti innflytjendum fær að njóta sín í stjórnarsáttmálanum. Stjórnin ætlar nefnilega að setja í forgang að vísa hálfri milljón óskráðra innflytjenda úr landi. Um er nær eingöngu að ræða flóttamenn frá Afríku og Mið-Austurlöndum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18 Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Áframhaldandi óvissa í ítölskum stjórnmálum Hlutabréfamarkaðir hafa tekið dýfu og skuldakostnaður Ítalíu hækkað vegna pattstöðu sem upp er komin í stjórnmálum í landinu. 30. maí 2018 11:18
Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman Flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórnina eru báðir gagnrýnir á Evrópusambandið og evruna. 31. maí 2018 22:26