Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Sjúklingur í lífshættu upplifði sig afskiptan og fastan í glundroða álags og skipulagsleysis á Hjartagátt landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Fréttablaðið/GVA „Ég hefði þess vegna getað dottið niður dauður hvenær sem var,“ segir hugbúnaðarsérfræðingurinn Birgir Gunnlaugsson, sem kveðst hafa gleymst í lífshættulegu ástandi á hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Birgir segir álag og samskiptaleysi starfsfólks vel hafa getað kostað hann lífið. Mál hans er nú til skoðunar innan spítalans en sjálfur hefur hann sent kvörtun til Landlæknis. Birgir var fluttur með sjúkrabíl á hjartagáttina á miðvikudag eftir að hafa leitað á bráðadeild með brjóstverki og mæði en hann hefur glímt við hjartveiki um árabil. Þar var hann tengdur við tæki og tól allan daginn en sendur heim um kvöldið vegna álags og beðinn um að koma daginn eftir í ómskoðun og hugsanlega þræðingu. Á fimmtudagsmorgun kveðst Birgir hafa beðið í eina og hálfa klukkustund eftir ómskoðun en síðan hafi hann setið svo klukkutímum skipti á ganginum að henni lokinni, afskiptur. „Ég fékk hvorki vott né þurrt, ekki meðöl og engar mælingar gerðar. Enginn spurði um líðan mína. Ég gafst upp klukkan 14 og skildi eftir símanúmerið mitt og bað þau um að hringja þegar ákvörðun lægi fyrir um þræðingu.“Sjá einnig: Mannekla veldur kvíða Það var ekki fyrr en hálf tíu um kvöldið sem hringt var í Birgi og hann að sögn beðinn afsökunar á meðferðinni og honum tjáð að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu strax daginn eftir. Í aðgerðinni á föstudagsmorgun kom í ljós að ein slagæðin var 90 prósent lokuð. Ljóst má því vera að tæpt hafi staðið. „Ég held að það sé ekki nokkur leið að útskýra að hverju maður verður vitni að inni á svona deild, hvílíkur glundroði ríkir vegna manneklu og yfirálags. Það er skelfilegt að upplifa þetta,“ segir Birgir sem telur álagið komið úr böndunum. Ólíðandi sé að sjúklingur í lífshættu gleymist vegna skorts á samskiptum starfsfólks og álags. Yfirlæknir hjartagáttarinnar, Karl Andersen, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í gær ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Málinu væri ekki lokið innan spítalans en vissulega væri mikið álag á deildinni. Greint var frá því í vikunni að hjartagáttinni verður lokað í mánuð í sumar, fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
„Ég hefði þess vegna getað dottið niður dauður hvenær sem var,“ segir hugbúnaðarsérfræðingurinn Birgir Gunnlaugsson, sem kveðst hafa gleymst í lífshættulegu ástandi á hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Birgir segir álag og samskiptaleysi starfsfólks vel hafa getað kostað hann lífið. Mál hans er nú til skoðunar innan spítalans en sjálfur hefur hann sent kvörtun til Landlæknis. Birgir var fluttur með sjúkrabíl á hjartagáttina á miðvikudag eftir að hafa leitað á bráðadeild með brjóstverki og mæði en hann hefur glímt við hjartveiki um árabil. Þar var hann tengdur við tæki og tól allan daginn en sendur heim um kvöldið vegna álags og beðinn um að koma daginn eftir í ómskoðun og hugsanlega þræðingu. Á fimmtudagsmorgun kveðst Birgir hafa beðið í eina og hálfa klukkustund eftir ómskoðun en síðan hafi hann setið svo klukkutímum skipti á ganginum að henni lokinni, afskiptur. „Ég fékk hvorki vott né þurrt, ekki meðöl og engar mælingar gerðar. Enginn spurði um líðan mína. Ég gafst upp klukkan 14 og skildi eftir símanúmerið mitt og bað þau um að hringja þegar ákvörðun lægi fyrir um þræðingu.“Sjá einnig: Mannekla veldur kvíða Það var ekki fyrr en hálf tíu um kvöldið sem hringt var í Birgi og hann að sögn beðinn afsökunar á meðferðinni og honum tjáð að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu strax daginn eftir. Í aðgerðinni á föstudagsmorgun kom í ljós að ein slagæðin var 90 prósent lokuð. Ljóst má því vera að tæpt hafi staðið. „Ég held að það sé ekki nokkur leið að útskýra að hverju maður verður vitni að inni á svona deild, hvílíkur glundroði ríkir vegna manneklu og yfirálags. Það er skelfilegt að upplifa þetta,“ segir Birgir sem telur álagið komið úr böndunum. Ólíðandi sé að sjúklingur í lífshættu gleymist vegna skorts á samskiptum starfsfólks og álags. Yfirlæknir hjartagáttarinnar, Karl Andersen, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í gær ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Málinu væri ekki lokið innan spítalans en vissulega væri mikið álag á deildinni. Greint var frá því í vikunni að hjartagáttinni verður lokað í mánuð í sumar, fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00