Miðað við höfðatölu höfum við náð óeðlilega góðum árangri Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. júní 2018 10:30 Sara, Katrín Tanja og Annie Mist hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum undanfarin ár, þar af hafa Annie og Katrín unnið tvívegis en Evert er vongóður um að þessar þrjár geri atlögu að fyrsta sætinu í ágúst. Fréttablaðið/eyþór Ísland mun eiga einn tíunda af þátttakendum í keppninni um hraustustu konu heims á CrossFit-leikunum í Bandaríkjunum í ágúst en alls taka fjórar íslenskar konur þátt. Þá keppir Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki ásamt því að tveir unglingar fara út og keppa í sínum aldursflokki, en þau eru á sextánda aldursári. Um er að ræða síðasta stig CrossFit-leikanna þar sem aðeins fjörutíu sterkustu einstaklingar heims komast að. Tvær íslenskar konur, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir, stefna á gullið á ný en þær hafa báðar unnið keppnina tvívegis og með því hlotið titilinn hraustasta kona heims. Oddrún Eik Gylfadóttir keppir í fyrsta sinn í einstaklingsflokki en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppir fjórða árið í röð og reynir að bæta besta árangur sinn sem er þriðja sætið.Óeðlilega góður árangur Rúmar átta vikur eru í að heimsleikarnir hefjist en keppt er í unglinga- og einstaklingsflokki, flokki aldraðra og liðakeppni. Fara þarf í gegn um tvær undankeppnir til að komast inn á leikana sjálfa. „Þetta eru átta undanriðlar, fyrsta keppnin er opin öllum í heiminum og þar voru 340.000 manns sem voru skráðir til leiks. Bestu einstaklingarnir úr þeim komast í keppni sem er kölluð Regionals sem kláraðist um helgina og þar komast einstaklingar inn á leikana sjálfa, nú síðast Oddrún um helgina sem varð fimmti Íslendingurinn. Það má áætla að það séu um 170.000 sem byrji þetta og 40 standi eftir á leikunum sjálfum,“ sagði Evert Víglundsson, þjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Þetta er orðið margra milljarða krónu virði, CrossFit-vörumerkið, og risastórt úti um allan heim,“ segir Evert en aðeins Bandaríkin eiga fleiri þátttakendur á leikunum. „Það er í raun magnað, það er engin önnur þjóð en Bandaríkjamenn sem á jafn marga sem keppa á leikunum og þar ofan á erum við með meirihluta verðlaunanna líka, sérstaklega kvennamegin. Í raun er þetta óeðlilega góður árangur í þessum keppnum, sérstaklega ef litið er til þess að við erum í raun jafn mörg og íbúar í þorpi í Bandaríkjunum.“ Hann var nokkuð vongóður fyrir hönd íslenska keppnisfólksins um að komast á verðlaunapall. „Ég tel miklar líkur á því, sérstaklega í kvennaflokki þar sem Annie, Katrín og Sara eru líklegar til að berjast um toppsætin. Það eru meiri líkur þar en í karlaflokki. Mat Fraser, sem hefur unnið undanfarin tvö ár, virðist vera ósnertanlegur (e. alpha male).“ Þá keppa tveir Íslendingar í unglingaflokki í flokki 16-17 ára og því er ljóst að framtíðin er björt. Einnig er keppt í flokki sextugra og eldri sem er elsti flokkurinn á heimsleikunum. Aðrar íþróttir Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Ísland mun eiga einn tíunda af þátttakendum í keppninni um hraustustu konu heims á CrossFit-leikunum í Bandaríkjunum í ágúst en alls taka fjórar íslenskar konur þátt. Þá keppir Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki ásamt því að tveir unglingar fara út og keppa í sínum aldursflokki, en þau eru á sextánda aldursári. Um er að ræða síðasta stig CrossFit-leikanna þar sem aðeins fjörutíu sterkustu einstaklingar heims komast að. Tvær íslenskar konur, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir, stefna á gullið á ný en þær hafa báðar unnið keppnina tvívegis og með því hlotið titilinn hraustasta kona heims. Oddrún Eik Gylfadóttir keppir í fyrsta sinn í einstaklingsflokki en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppir fjórða árið í röð og reynir að bæta besta árangur sinn sem er þriðja sætið.Óeðlilega góður árangur Rúmar átta vikur eru í að heimsleikarnir hefjist en keppt er í unglinga- og einstaklingsflokki, flokki aldraðra og liðakeppni. Fara þarf í gegn um tvær undankeppnir til að komast inn á leikana sjálfa. „Þetta eru átta undanriðlar, fyrsta keppnin er opin öllum í heiminum og þar voru 340.000 manns sem voru skráðir til leiks. Bestu einstaklingarnir úr þeim komast í keppni sem er kölluð Regionals sem kláraðist um helgina og þar komast einstaklingar inn á leikana sjálfa, nú síðast Oddrún um helgina sem varð fimmti Íslendingurinn. Það má áætla að það séu um 170.000 sem byrji þetta og 40 standi eftir á leikunum sjálfum,“ sagði Evert Víglundsson, þjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Þetta er orðið margra milljarða krónu virði, CrossFit-vörumerkið, og risastórt úti um allan heim,“ segir Evert en aðeins Bandaríkin eiga fleiri þátttakendur á leikunum. „Það er í raun magnað, það er engin önnur þjóð en Bandaríkjamenn sem á jafn marga sem keppa á leikunum og þar ofan á erum við með meirihluta verðlaunanna líka, sérstaklega kvennamegin. Í raun er þetta óeðlilega góður árangur í þessum keppnum, sérstaklega ef litið er til þess að við erum í raun jafn mörg og íbúar í þorpi í Bandaríkjunum.“ Hann var nokkuð vongóður fyrir hönd íslenska keppnisfólksins um að komast á verðlaunapall. „Ég tel miklar líkur á því, sérstaklega í kvennaflokki þar sem Annie, Katrín og Sara eru líklegar til að berjast um toppsætin. Það eru meiri líkur þar en í karlaflokki. Mat Fraser, sem hefur unnið undanfarin tvö ár, virðist vera ósnertanlegur (e. alpha male).“ Þá keppa tveir Íslendingar í unglingaflokki í flokki 16-17 ára og því er ljóst að framtíðin er björt. Einnig er keppt í flokki sextugra og eldri sem er elsti flokkurinn á heimsleikunum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð