Erlent

Aftur gýs í Fuego-eldfjallinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Íbúar eru enn að jafna sig eftir eldgosið á sunnudaginn.
Íbúar eru enn að jafna sig eftir eldgosið á sunnudaginn. Vísir/Getty
Íbúar í grennd við Fuego-eldfjallið hafa enn á ný þurft að yfirgefa heimili sín eftir að aftur fór að gjósa í fjallinu. Minnst 72 eru látnir eftir mikið eldgos sem hófst á sunnudag. BBC greinir frá.

Eldfjallafræðingar töldu að því gosi væri lokið greint hefur verið frá nýjum sprengingum í fjallinu í dag.

Minnst þrjú þúsund íbúar yfirgáfu heimili sín vegna eldgossins sem þeytti ösku upp í allt að tíu kílómetra hæð. Enn var verið að leita að líkum þeirra sem létust þegar eldgos hófst að nýju.

Illa gengur að bera kennsl á þau lík sem hafa fundis en eldgosið sendi baneitrað gusthlaup og aurskriður niður fjallið sem umlukti heilu þorpin.

Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×