Tveir aðstoðarbankastjórar og ábyrgð Seðlabankans aukist Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júní 2018 07:00 Doktor Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, var formaður starfshópsins og kynnti skýrsluna í Þjóðminjasafninu í gær. Með honum í starfshópnum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Vísir/Stefán „Við lögðum gríðarlega mikla vinnu í þessar tillögur og teljum að þær séu raunhæfar,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður starfshóps um endurmat á peningastefnu Íslands. Hópurinn kynnti tillögur sínar í gær. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ábyrgð Seðlabanka Íslands verði aukinn og hann taki við hluta af verkefnum Fjármálaeftirlitsins. Þá verði stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands breytt þannig að með seðlabankastjóra starfi tveir aðstoðarseðlabankastjórar. Á blaðamannafundi, þar sem starfshópurinn kynnti niðurstöður sínar, boðaði Katrín Jakobsdóttir frumvarp um breytinginar á lögum um Seðlabankann. Hún væntir þess að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á næsta þingi. Starfshópurinn leggur fram ellefu tillögur og Fréttablaðið gerir hér eftir grein fyrir fimm þeirra. Sú fyrsta er að Seðlabanki Íslands verði einn ábyrgðaraðili fyrir þjóðhagsvarúð og eindarvarúð og hafi yfirumsjón með greiningu, ákvörðun og beitingu allra þjóðhagsvarúðartækja. „Ábyrgðin færist því frá Fjármálaeftirlitinu yfir til Seðlabankans og verður verkaskipting skýrari milli þessara tveggja stofnana. Vægi fjármálastöðugleika mun við breytinguna aukast í starfsemi Seðlabankans. Fjármálaeftirlitið mun áfram gegna hlutverki eftirlitsaðila á markaði,“ segir í tillögum hópsins.Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.Vísir/GVAÖnnur tillaga felur í sér að skipaðir verða tveir aðstoðarseðlabankastjórar, annar með áherslu á fjármálastöðugleika og hinn með áherslu á hefðbundna peningastjórn. Báðir mnu eiga sæti í bankastjórn með núverandi seðlabankastjóra. Bankastjórnin myndar síðan fjölskipað stjórnvald er tekur ákvarðanir utan hinnar hefðbundu hagstjórnar. Þriðja tillagan felur í sér að fjármálastöðugleikanefnd verði sett á laggirnar í stað fjármálastöðugleikaráðs og seðlabankastjóri og fjármála- og efnahagsráðherra gegni þar báðir formennsku. Nefndin taki ákvörðun um beitingu allrar þjóðhagsvarúðar. Fjórða tillagan felur svo í sér að samstarfssamningi ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands verði breytt þannig að viðhald fjármálastöðugleika hafi forgang yfir viðhald verðstöðugleika ef þær aðstæður skapast að ógn skapist gagnvart hinum fyrrnefnda. „Í því tilviki skal peningastefnunefnd leyfa verðbólgu umfram markmið til að gefa fjármálastöðugleikanefnd svigrúm til þess að beita þjóðhagsvarúð.“ Fimmta tillagan miðar að því að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri verðlagsvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans miðar við. Forsætisráðherra minnti á að kveðið væri á um þetta í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í stjórnarsáttmálanum segir að ríkisstjórnin muni hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar. Við vinnu starfshópsins var gengið út frá þeirri forsendu að krónan yrði áfram gjaldmiðill Íslendinga í nánústu framtíð og fjármagnshreyfingar til og frá landinu yrðu eins frjálsar og kostur er. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Fjárhagsstaða heimilanna ekki verið betri í tvo áratugi Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast. 12. apríl 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Við lögðum gríðarlega mikla vinnu í þessar tillögur og teljum að þær séu raunhæfar,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður starfshóps um endurmat á peningastefnu Íslands. Hópurinn kynnti tillögur sínar í gær. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ábyrgð Seðlabanka Íslands verði aukinn og hann taki við hluta af verkefnum Fjármálaeftirlitsins. Þá verði stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands breytt þannig að með seðlabankastjóra starfi tveir aðstoðarseðlabankastjórar. Á blaðamannafundi, þar sem starfshópurinn kynnti niðurstöður sínar, boðaði Katrín Jakobsdóttir frumvarp um breytinginar á lögum um Seðlabankann. Hún væntir þess að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á næsta þingi. Starfshópurinn leggur fram ellefu tillögur og Fréttablaðið gerir hér eftir grein fyrir fimm þeirra. Sú fyrsta er að Seðlabanki Íslands verði einn ábyrgðaraðili fyrir þjóðhagsvarúð og eindarvarúð og hafi yfirumsjón með greiningu, ákvörðun og beitingu allra þjóðhagsvarúðartækja. „Ábyrgðin færist því frá Fjármálaeftirlitinu yfir til Seðlabankans og verður verkaskipting skýrari milli þessara tveggja stofnana. Vægi fjármálastöðugleika mun við breytinguna aukast í starfsemi Seðlabankans. Fjármálaeftirlitið mun áfram gegna hlutverki eftirlitsaðila á markaði,“ segir í tillögum hópsins.Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.Vísir/GVAÖnnur tillaga felur í sér að skipaðir verða tveir aðstoðarseðlabankastjórar, annar með áherslu á fjármálastöðugleika og hinn með áherslu á hefðbundna peningastjórn. Báðir mnu eiga sæti í bankastjórn með núverandi seðlabankastjóra. Bankastjórnin myndar síðan fjölskipað stjórnvald er tekur ákvarðanir utan hinnar hefðbundu hagstjórnar. Þriðja tillagan felur í sér að fjármálastöðugleikanefnd verði sett á laggirnar í stað fjármálastöðugleikaráðs og seðlabankastjóri og fjármála- og efnahagsráðherra gegni þar báðir formennsku. Nefndin taki ákvörðun um beitingu allrar þjóðhagsvarúðar. Fjórða tillagan felur svo í sér að samstarfssamningi ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands verði breytt þannig að viðhald fjármálastöðugleika hafi forgang yfir viðhald verðstöðugleika ef þær aðstæður skapast að ógn skapist gagnvart hinum fyrrnefnda. „Í því tilviki skal peningastefnunefnd leyfa verðbólgu umfram markmið til að gefa fjármálastöðugleikanefnd svigrúm til þess að beita þjóðhagsvarúð.“ Fimmta tillagan miðar að því að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri verðlagsvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans miðar við. Forsætisráðherra minnti á að kveðið væri á um þetta í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í stjórnarsáttmálanum segir að ríkisstjórnin muni hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar. Við vinnu starfshópsins var gengið út frá þeirri forsendu að krónan yrði áfram gjaldmiðill Íslendinga í nánústu framtíð og fjármagnshreyfingar til og frá landinu yrðu eins frjálsar og kostur er.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Fjárhagsstaða heimilanna ekki verið betri í tvo áratugi Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast. 12. apríl 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00
Fjárhagsstaða heimilanna ekki verið betri í tvo áratugi Fjárhagsstaða íslenskra heimila hefur ekki verið sterkari í tvo áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Skuldsetning er að minnka og sparnaður heimilanna heldur áfram að aukast. 12. apríl 2018 18:30
Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45