Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2018 07:16 Ríkisstjórn Trump vísaði til þjóðaröryggis þegar hún ákvað að leggja verndartolla á innflutt stál og ál. Vísir/EPA Stjórnvöld í Mexíkó hafa ákveðið að leggja innflutningstolla á viskí, osta, stál og svínakjöt frá Bandaríkjunum. Tollarnir eru svar Mexíkó við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að setja háa verndartolla á innflutt stál og ál frá helstu bandalagsríkjum sínum. Sérfræðingar hafa varað við viðskiptastríði í kjölfar ákvörðunar Trump. Leiðtogar Evrópu og Kanada hafa fordæmt hana og hótað að svara í sömu mynt. Í tilfelli Mexíkó og Kanada hefur Trump reynt að nota tollana sem skiptimynt í viðræðum ríkjanna þriggja um framtíð NAFTA-fríverslunarsamningsins. Mexíkósku tollunum er ætlað að bíta í heimaríkjunum nokkurra þingmanna repúblikana í Bandaríkjunum eins og Kentucky og Iowa fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. Mexíkó er stærsti innflytjandi bandarísks svínakjöts, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú mun það bera 20% innflutningstoll. Þá ætla Mexíkóar að leggja 25% toll á ýmsar bandarískar stálvörur og 20-25% toll á ákveðna osta og viskítegundir. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stjórnvöld í Mexíkó hafa ákveðið að leggja innflutningstolla á viskí, osta, stál og svínakjöt frá Bandaríkjunum. Tollarnir eru svar Mexíkó við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að setja háa verndartolla á innflutt stál og ál frá helstu bandalagsríkjum sínum. Sérfræðingar hafa varað við viðskiptastríði í kjölfar ákvörðunar Trump. Leiðtogar Evrópu og Kanada hafa fordæmt hana og hótað að svara í sömu mynt. Í tilfelli Mexíkó og Kanada hefur Trump reynt að nota tollana sem skiptimynt í viðræðum ríkjanna þriggja um framtíð NAFTA-fríverslunarsamningsins. Mexíkósku tollunum er ætlað að bíta í heimaríkjunum nokkurra þingmanna repúblikana í Bandaríkjunum eins og Kentucky og Iowa fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. Mexíkó er stærsti innflytjandi bandarísks svínakjöts, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú mun það bera 20% innflutningstoll. Þá ætla Mexíkóar að leggja 25% toll á ýmsar bandarískar stálvörur og 20-25% toll á ákveðna osta og viskítegundir.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30
Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36