WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2018 08:28 Gengi íslensku flugfélaganna er ólíkt í nýrri úttekt Air Help. Vísir/Vilhelm Flugfélagið WOW Air er í neðsta sæti á nýjum lista fyrirtækisins AirHelp yfir bestu flugfélög heims. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að sækja bætur frá flugfélögum, greinir árlega frá því hvaða flugfélög þykja þau bestu í heiminum þegar kemur að stundvísi, gæðum þjónustu og viðbrögðum við kvörtunum. Íslensku flugfélögin WOW og Icelandair rata bæði á hinn 72 flugfélaga lista AirHelp, sem opinberaður var á dögunum. Gengi þeirra er þó ólíkt, Icelandair ratar í 45. sæti listans en WOW rekur lestina og er í neðsta sætinu, því 72. AirHelp veitir flugfélögum einkunn út frá þremur, jafn veigamiklum kvörðum. Sá fyrsti er stundvísi en í útskýringu á vefsíðu félagsins eru skekkjumörkin sögð 15 mínútur. Leggi 85 prósent flugferða tiltekins félags af stað á réttum tíma hlýtur félagið einkunnina 8.5 í þessum lið.Íslensku flugfélögin hlutu sambærilega einkunn á þessum kvarða, Icelandair hlaut 7,8 í einkunn og WOW 7,5. Næsti kvarði lýtur að gæði þjónustunnar sem flugfélögin veita. AirHelp segir að þessi liður byggi á margvíslegum gögnum, þar með töldum þúsundum athugasemda frá viðskiptavinum. Þegar kemur að gæðum þjónustunnar hlaut Icelandair einkunnina 6,3 og WOW fékk 6,0. Aftur mjög sambærileg einkunn. Síðasti kvarðinn, viðbrögð við kvörtunum, byggir á þremur þáttum að sögn AirHelp: Hversu hratt flugfélag bregst við ábendingum, hversu skilvirkt flugfélagið er að vinna úr kvörtunum og hvað það er síðan lengi að greiða út bætur til farþega. Hér er hins vegar nokkur munur á einkunnum íslensku félaganna. Icelandair hlýtur einkunnina 8 fyrir viðbrögð sín við kvörtunum en WOW ekki nema 1,7. Aðeins Royal Jordanian Airlines og Easyjet fá lægri einkunn en WOW í þessum lið. Heildareinkunn Icelandair er 7,36 en WOW hlýtur heildareinkunnina 5,04 - sem er sú lægsta af flugfélögunum 72. Bestu flugfélögin, út frá þessum þremur kvörðum AirHelp, eru Qatar Airways sem fær 9,08 í heildareinkunn, Lufthansa með 8,57 og Etihad Airways sem hlaut 8,3.Með því að smella hér má nánar fræðast um mat AirHelp. Listann í heild sinni má svo nálgast hér. Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Flugfélagið WOW Air er í neðsta sæti á nýjum lista fyrirtækisins AirHelp yfir bestu flugfélög heims. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að sækja bætur frá flugfélögum, greinir árlega frá því hvaða flugfélög þykja þau bestu í heiminum þegar kemur að stundvísi, gæðum þjónustu og viðbrögðum við kvörtunum. Íslensku flugfélögin WOW og Icelandair rata bæði á hinn 72 flugfélaga lista AirHelp, sem opinberaður var á dögunum. Gengi þeirra er þó ólíkt, Icelandair ratar í 45. sæti listans en WOW rekur lestina og er í neðsta sætinu, því 72. AirHelp veitir flugfélögum einkunn út frá þremur, jafn veigamiklum kvörðum. Sá fyrsti er stundvísi en í útskýringu á vefsíðu félagsins eru skekkjumörkin sögð 15 mínútur. Leggi 85 prósent flugferða tiltekins félags af stað á réttum tíma hlýtur félagið einkunnina 8.5 í þessum lið.Íslensku flugfélögin hlutu sambærilega einkunn á þessum kvarða, Icelandair hlaut 7,8 í einkunn og WOW 7,5. Næsti kvarði lýtur að gæði þjónustunnar sem flugfélögin veita. AirHelp segir að þessi liður byggi á margvíslegum gögnum, þar með töldum þúsundum athugasemda frá viðskiptavinum. Þegar kemur að gæðum þjónustunnar hlaut Icelandair einkunnina 6,3 og WOW fékk 6,0. Aftur mjög sambærileg einkunn. Síðasti kvarðinn, viðbrögð við kvörtunum, byggir á þremur þáttum að sögn AirHelp: Hversu hratt flugfélag bregst við ábendingum, hversu skilvirkt flugfélagið er að vinna úr kvörtunum og hvað það er síðan lengi að greiða út bætur til farþega. Hér er hins vegar nokkur munur á einkunnum íslensku félaganna. Icelandair hlýtur einkunnina 8 fyrir viðbrögð sín við kvörtunum en WOW ekki nema 1,7. Aðeins Royal Jordanian Airlines og Easyjet fá lægri einkunn en WOW í þessum lið. Heildareinkunn Icelandair er 7,36 en WOW hlýtur heildareinkunnina 5,04 - sem er sú lægsta af flugfélögunum 72. Bestu flugfélögin, út frá þessum þremur kvörðum AirHelp, eru Qatar Airways sem fær 9,08 í heildareinkunn, Lufthansa með 8,57 og Etihad Airways sem hlaut 8,3.Með því að smella hér má nánar fræðast um mat AirHelp. Listann í heild sinni má svo nálgast hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira