Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2018 11:52 Sóttvarnalæknir segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. Vísir/Getty Sóttvarnalæknir frétti fyrst af mislingatilfellinu í áætlunarferðum Icelandair í gegnum fjölmiðla. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaki nú mislingatilfelli sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir en hann segir sóttvarnasvið embættis landlæknis leita nú að staðfestingu á að þessar fregnir frá Kanada séu réttar. „Við viljum ekki setja af stað neina vinnu nema þetta sé örugglega rétt. Við erum í samstarfi við Icelandair og erum að hefja þá vinnu,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa heyrt í fulltrúum Icelandair í morgun en þeir fengu enga tilkynningu frá Kanada um málið.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.VÍSIR/STEFÁN„Og komu þess vegna alveg eins af fjöllum eins og allir aðrir,“ segir Þórólfur. Hann segir embættið ekki hafa borist neinar upplýsingar um mislingasmit hér á landi eftir þetta atvik en bendir á að læknar séu ekki vanir að sjá mislinga í sjúklingum og þess vegna ekki það fyrsta sem þeim dettur í hug þegar þeir reyna að greina hvaða amar að fólki. Þórólfur segir að þess vegna hefði verið mikilvægt að fá tilkynningu frá Kanada um þetta mál þannig að hægt væri að vara þá farþega við sem voru í áætlunarferðum Icelandair. Þannig gætu þeir leitað til læknis með þær upplýsingar ef þeir veikjast. „Þá greinist þetta mikið fyrr og hægt að bregðast við fyrr,“ segir Þórólfur sem bendir á að Kanadamönnum beri skylda til að tilkynna svona mál. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og er farþegum sem deildu flugvél með manninum ráðlagt að ganga úr skugga um að þeir hafi ekki smitast af mislingunum. Maðurinn hafði ferðast frá Kænugarði í Úkraínu með viðkomu á Íslandi. Hann millilenti og skipti um flugvél á tveimur stöðum og eru farþegar í eftirtöldum flugferðum taldir kunna að vera í hættu.Flug Ukraine International Airlines númer PS423 frá Kænugarði til Berlín.Flug Icelandair númer FI529 frá Berlín til Keflavíkur.Flug Icelandair númer FI603 frá Keflavík til Toronto. Var greint frá því í morgun að hver sem komist hefur í tæri við mislinga, hefur ekki fengið tvo skammta af mislingabóluefni eða aldrei áður smitast af mislingum sé í áhættuhópi. Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum á fyrrnefndum leiðum er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landlæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sóttvarnalæknir frétti fyrst af mislingatilfellinu í áætlunarferðum Icelandair í gegnum fjölmiðla. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaki nú mislingatilfelli sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir en hann segir sóttvarnasvið embættis landlæknis leita nú að staðfestingu á að þessar fregnir frá Kanada séu réttar. „Við viljum ekki setja af stað neina vinnu nema þetta sé örugglega rétt. Við erum í samstarfi við Icelandair og erum að hefja þá vinnu,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa heyrt í fulltrúum Icelandair í morgun en þeir fengu enga tilkynningu frá Kanada um málið.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.VÍSIR/STEFÁN„Og komu þess vegna alveg eins af fjöllum eins og allir aðrir,“ segir Þórólfur. Hann segir embættið ekki hafa borist neinar upplýsingar um mislingasmit hér á landi eftir þetta atvik en bendir á að læknar séu ekki vanir að sjá mislinga í sjúklingum og þess vegna ekki það fyrsta sem þeim dettur í hug þegar þeir reyna að greina hvaða amar að fólki. Þórólfur segir að þess vegna hefði verið mikilvægt að fá tilkynningu frá Kanada um þetta mál þannig að hægt væri að vara þá farþega við sem voru í áætlunarferðum Icelandair. Þannig gætu þeir leitað til læknis með þær upplýsingar ef þeir veikjast. „Þá greinist þetta mikið fyrr og hægt að bregðast við fyrr,“ segir Þórólfur sem bendir á að Kanadamönnum beri skylda til að tilkynna svona mál. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og er farþegum sem deildu flugvél með manninum ráðlagt að ganga úr skugga um að þeir hafi ekki smitast af mislingunum. Maðurinn hafði ferðast frá Kænugarði í Úkraínu með viðkomu á Íslandi. Hann millilenti og skipti um flugvél á tveimur stöðum og eru farþegar í eftirtöldum flugferðum taldir kunna að vera í hættu.Flug Ukraine International Airlines númer PS423 frá Kænugarði til Berlín.Flug Icelandair númer FI529 frá Berlín til Keflavíkur.Flug Icelandair númer FI603 frá Keflavík til Toronto. Var greint frá því í morgun að hver sem komist hefur í tæri við mislinga, hefur ekki fengið tvo skammta af mislingabóluefni eða aldrei áður smitast af mislingum sé í áhættuhópi. Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum á fyrrnefndum leiðum er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landlæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent