Lögreglan á Akureyri hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir að hafa verið að skoða Facebook í símanum á meðan hún ók bifreið sinni.
Lögreglan stöðvaði konuna að nóttu til um miðja viku þar sem aksturslag hennar þótti skringilegt. Kom í ljós að hún hafði verið önnum kafin á Facebook undir stýri. Við rannsókn málsins var tekið blóðsýni úr konunni og þar fundust fimm slævandi lyf en einnig MDMA.
Verði konan sakfelld fyrir háttalagið þarf hún að sæta sviptingu ökuréttinda og greiðslu sektar í ríkissjóð. Einnig fer ákæruvaldið fram á að konan greiði sakarkostnað.
Dópuð undir stýri á Facebook
Sveinn Arnarsson skrifar
