Plötusnúðamenningin tekin alla leið í Sjallanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júní 2018 08:00 Strákarnir ætla með ferð sinni til Akureyrar að koma plötusnúðakúltúrnum heldur betur á kortið. Vísir/eyþór „Þetta byrjaði allt á Verzlóballi...“ segir Snorri Ástráðsson, plötusnúður, en hann og Arnór Björnsson – Arnór FKN Björns – eru að gíra sig upp í að ferðast norður á Akureyri með tvo troðfulla bíla af leikmunum. Þeir eru að fara að spila á reivi fyrir norðan á laugardaginn, en þetta verður endurtekning á goðsagnakenndu Verzlóballi sem þeir félagar komu fram á fyrir nokkru og innihélt hoppukastala, reykbyssur og slatta af fíflaskap. „…og þetta gerðist eiginlega óvart, ég var spurður hvort strákur úr skólanum mætti hoppa upp á svið með mér og láta eins og hálfviti, þetta reyndist vera hann Arnór – þessu balli var síðan reyndar frestað, þetta var sem sagt hið fræga „Gillz ball“ sem var mikið í fréttum á þessum tíma.“ Ballið sem um ræðir var umtalað ball þar sem DJ Muscleboy, eða Egill Einarsson, Gillzenegger, átti að koma fram en var aflýst eftir þrýsting frá femínistafélagi skólans. Gamalt máltæki segir að upp úr aflýstum böllum spretti oft önnur og jafnvel betri böll. „Það var í apríl að Arnór hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka upp leika frá því árinu áður og ég sagði auðvitað já. Við fengum „budget“ og fórum þá eiginlega að fíflast – þetta var hálfgert maníukast sem varði í þrjá daga þar sem við vorum að leigja hoppukastala, reykbyssur, konfettí og eitthvert bull.“ Ballið sló í gegn og svo mikið að framleidd var hálftíma löng stuttmynd um það. Sirka svona verður stemmingin í Sjallanum á laugardaginn.Þá var úr vöndu að ráða fyrir Snorra og Arnór: Hvað áttu þeir að gera við frægðina og framann? Úr varð að þeir ákváðu að halda í mekka skemmtanalífs Norðurlands, jafnvel landsins alls, Sjallann. „Akureyri er einn af mínum uppáhaldsstöðum að spila á og þangað ætlum við með alls konar leikmuni og hálfvitaskap í farteskinu.“ Og giggið hefur verið kynnt með stuttum leikþætti sem má finna á viðburðinum á Facebook. „Við verðum allir í ákveðnum karakter þarna. Axel, sem er að skipuleggja þetta með okkur, verður í ljónabúningi og ég verð mjög reiður allan tímann. Þetta verður tekið alla leið.“ Snorri segir að hluti af þessu sé viðleitni hans til að taka plötusnúðamenninguna alla leið, að búa til stóra viðburði þar sem plötusnúðar eru á aðalhlutverki eins og tíðkast víða erlendis – en hann segir fyrirmyndir þeirra í þessu reivi vera meira „commercial“ á borð við alla risa plötusnúðana sem til að mynda skemmta reglulega í Las Vegas. „Hér á Íslandi erum við litlu hjálparmennirnir hjá röppurunum… ekki að ég hati það, þvert á móti, en það er bara kominn tími til þess að við upphefjum þennan DJ-kúltúr, og sömuleiðis reivið. Nú er hipphopp aðeins að dala eftir þessa bylgju síðasta sumar og þá ætla ég að koma sterkur inn með reivið í staðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Þetta byrjaði allt á Verzlóballi...“ segir Snorri Ástráðsson, plötusnúður, en hann og Arnór Björnsson – Arnór FKN Björns – eru að gíra sig upp í að ferðast norður á Akureyri með tvo troðfulla bíla af leikmunum. Þeir eru að fara að spila á reivi fyrir norðan á laugardaginn, en þetta verður endurtekning á goðsagnakenndu Verzlóballi sem þeir félagar komu fram á fyrir nokkru og innihélt hoppukastala, reykbyssur og slatta af fíflaskap. „…og þetta gerðist eiginlega óvart, ég var spurður hvort strákur úr skólanum mætti hoppa upp á svið með mér og láta eins og hálfviti, þetta reyndist vera hann Arnór – þessu balli var síðan reyndar frestað, þetta var sem sagt hið fræga „Gillz ball“ sem var mikið í fréttum á þessum tíma.“ Ballið sem um ræðir var umtalað ball þar sem DJ Muscleboy, eða Egill Einarsson, Gillzenegger, átti að koma fram en var aflýst eftir þrýsting frá femínistafélagi skólans. Gamalt máltæki segir að upp úr aflýstum böllum spretti oft önnur og jafnvel betri böll. „Það var í apríl að Arnór hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka upp leika frá því árinu áður og ég sagði auðvitað já. Við fengum „budget“ og fórum þá eiginlega að fíflast – þetta var hálfgert maníukast sem varði í þrjá daga þar sem við vorum að leigja hoppukastala, reykbyssur, konfettí og eitthvert bull.“ Ballið sló í gegn og svo mikið að framleidd var hálftíma löng stuttmynd um það. Sirka svona verður stemmingin í Sjallanum á laugardaginn.Þá var úr vöndu að ráða fyrir Snorra og Arnór: Hvað áttu þeir að gera við frægðina og framann? Úr varð að þeir ákváðu að halda í mekka skemmtanalífs Norðurlands, jafnvel landsins alls, Sjallann. „Akureyri er einn af mínum uppáhaldsstöðum að spila á og þangað ætlum við með alls konar leikmuni og hálfvitaskap í farteskinu.“ Og giggið hefur verið kynnt með stuttum leikþætti sem má finna á viðburðinum á Facebook. „Við verðum allir í ákveðnum karakter þarna. Axel, sem er að skipuleggja þetta með okkur, verður í ljónabúningi og ég verð mjög reiður allan tímann. Þetta verður tekið alla leið.“ Snorri segir að hluti af þessu sé viðleitni hans til að taka plötusnúðamenninguna alla leið, að búa til stóra viðburði þar sem plötusnúðar eru á aðalhlutverki eins og tíðkast víða erlendis – en hann segir fyrirmyndir þeirra í þessu reivi vera meira „commercial“ á borð við alla risa plötusnúðana sem til að mynda skemmta reglulega í Las Vegas. „Hér á Íslandi erum við litlu hjálparmennirnir hjá röppurunum… ekki að ég hati það, þvert á móti, en það er bara kominn tími til þess að við upphefjum þennan DJ-kúltúr, og sömuleiðis reivið. Nú er hipphopp aðeins að dala eftir þessa bylgju síðasta sumar og þá ætla ég að koma sterkur inn með reivið í staðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira