Rocky Horror heldur áfram í haust Benedikt Bóas skrifar 7. júní 2018 06:00 Hópurinn að baki Rocky Horror skemmti landsmönnum og gestum Grímuhátíðarinnar í gær en sýningin var tilnefnd til tvennra verðlauna. Meðal annars Páll Óskar í hlutverki sínu sem Frank-N-Furter. Vísir/sigtryggur „Það er búið að vera uppselt og sýningin átti að vera númer 49. Við vorum að ákveða að halda áfram og hún verður sýnd 8. september. Það er mikill áhugi og við erum ánægð með að geta haldið áfram,“ segir Vignir Egill Vigfússon, markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Fella þurfti niður sýningu á Rocky Horror í gær vegna veikinda og verður síðasta sýning þann 10. júní. Þá fara leikarar í sumarfrí frá sýningunni en þráðurinn verður tekinn upp aftur í september. Sýningin fékk tvær tilnefningar á Grímunni, Páll Óskar sem söngvari ársins og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikkona í aukahlutverki. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi en forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar forðum daga þegar um 4.500 miðar seldust á einum sólarhring. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með hlutverk Frank-N-Furter í sýningunni eins og hann gerði síðast fyrir um 27 árum í uppfærslu MH á verkinu. Baksviðs er oft mikill handagangur í öskjunni og að mörgu að hyggja. Hér er Páll Óskar í sminkstólnum að gera sig kláran. Vísir/AntonAuk hans eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem er sögumaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss. Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal leikstjóri, Jón Ólafsson tónlistarstjóri, Lee Proud danshönnuður, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir, búninga- og leikgervahönnuður, og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnuður. Það er því einvalalið sem stendur á sviðinu og einnig þau sem eru baksviðs. „Þetta fer í 53 sýningar og verður byrjað aftur í september og mikil spenna fyrir því. Ég veit að leikararnir eru spenntir fyrir að gera þetta áfram. Það er gaman að sýna þetta og Páll Óskar verður með. Þetta gerist ekki án hans,“ segir Vignir kátur þrátt fyrir að hafa þurft að fella niður sýningu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
„Það er búið að vera uppselt og sýningin átti að vera númer 49. Við vorum að ákveða að halda áfram og hún verður sýnd 8. september. Það er mikill áhugi og við erum ánægð með að geta haldið áfram,“ segir Vignir Egill Vigfússon, markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Fella þurfti niður sýningu á Rocky Horror í gær vegna veikinda og verður síðasta sýning þann 10. júní. Þá fara leikarar í sumarfrí frá sýningunni en þráðurinn verður tekinn upp aftur í september. Sýningin fékk tvær tilnefningar á Grímunni, Páll Óskar sem söngvari ársins og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikkona í aukahlutverki. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi en forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar forðum daga þegar um 4.500 miðar seldust á einum sólarhring. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með hlutverk Frank-N-Furter í sýningunni eins og hann gerði síðast fyrir um 27 árum í uppfærslu MH á verkinu. Baksviðs er oft mikill handagangur í öskjunni og að mörgu að hyggja. Hér er Páll Óskar í sminkstólnum að gera sig kláran. Vísir/AntonAuk hans eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem er sögumaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss. Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal leikstjóri, Jón Ólafsson tónlistarstjóri, Lee Proud danshönnuður, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir, búninga- og leikgervahönnuður, og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnuður. Það er því einvalalið sem stendur á sviðinu og einnig þau sem eru baksviðs. „Þetta fer í 53 sýningar og verður byrjað aftur í september og mikil spenna fyrir því. Ég veit að leikararnir eru spenntir fyrir að gera þetta áfram. Það er gaman að sýna þetta og Páll Óskar verður með. Þetta gerist ekki án hans,“ segir Vignir kátur þrátt fyrir að hafa þurft að fella niður sýningu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30