Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 6-1 | Stjarnan valtaði yfir Fjölni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. júní 2018 19:45 Stjörnumenn skora alltaf mörk. vísir/daníel Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð rólegur til að byrja með og jafnt með liðunum. Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom heimamönnum yfir á 27. mínútu eftir hraða sókn Stjörnunnar en varnarmaðurinn Bergsveinn Ólafsson jafnaði fyrir Fjölni undir lok hálfleiksins upp úr hornspyrnu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks braut Þórður Ingason, markmaður og fyrirliði Fjölnis, á Þorsteini Má Ragnarssyni á vítateigslínunni og uppskar fyrir það gult spjald. Hátt ákall var úr stúkunni sem og frá leikmönnum inn á vellinum að liturinn hefði verið annar á spjaldinu. Þórður meiddist hins vegar við samstuðið við Þorstein og hann gat ekki haldið áfram leik í seinni hálfleik. Í hans stað kom Hlynur Örn Hlöðversson í sínum fyrsta leik í efstu deild karla. Markmaðurinn ungi, sem fæddur er árið 1996, er þó ekki eini sökudólgurinn í því sem gerðist næst. Strax í upphafi seinni hálfleiks fengu Stjörnumenn vítaspyrnu þegar brotið var á fyrirliðanum Baldri Sigurðssyni innan vítateigs. Hinn öruggi spyrnumaður Hilmar Árni Halldórsson skoraði og kom Stjörnunni yfir. Vítaspyrnudómurinn virtist eitthvað hafa slegið Fjölnismenn út af laginu en það var eins og þeir hefðu gleymt því hvernig á að verjast. Á tíu mínútum bættu Stjörnumenn við fjórum mörkum og kaffærðu Fjölni. Hrun Fjölnis var hreint ótrúlegt og annað eins vart sést í manna minnum. Eftir að staðan var orðin 6-1 róaðist aðeins yfir leiknum. Gestirnir úr Grafarvogi vissu hins vegar að það var engin leið til baka og var fátt um fína drætti það sem eftir lifði leiks. Stórsigur Stjörnunnar staðreynd og Garðbæingar lyfta sér í fjórða sæti deildarinnar. Það er nokkuð áhugaverð staðreynd að þegar þessi lið mættust síðast, í mars mánuði í Lengjubikarnum, voru einnig skoruð sjö mörk, en í þeim leik fór Fjölnir með sigur.Afhverju vann Stjarnan? Þessi kafli í upphafi seinni hálfleiks fór með leikinn. Það er oft gripið til þess orðalags að segja að menn hafi verið að keppa við börn, en sá samanburður hefur líklega sjaldan átt eins vel við. Sprengikrafturinn í þeim bláklæddu var gífurlegur og eftir svona rothögg hefði þurft kraftaverk til þess að Fjölnir fengi eitthvað út úr leiknum. Þá er vert að minnast á að brot Þórðar í lok fyrri hálfleiks var ákveðinn vendipunktur. Hefði hann fengið rautt spjald þá hefðu úrslitin mögulega orðið allt önnur því Stjörnumenn fundu kraft í því að þeim fannst á sér brotið.Hverjir stóðu upp úr? Valið um mann leiksins stóð á milli Guðmundar Steins Hafsteinssonar og Hilmars Árna Halldórssonar. Guðmundur fær titilinn eiginlega af því að hann setti tvö mörk en Hilmar bara eitt. Þeir voru báðir mjög góðir í þessum leik, ógnuðu fram á við og unnu vel í sínum stöðum. Þá var Þorsteinn Már Ragnarsson einnig mjög góður og bæði Guðjón Baldvinsson og Baldur Sigurðsson voru áberandi þar til þeir fóru út af um miðbik seinni hálfleiks. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk Fjölnismönnum illa á síðasta þriðjungnum. Þeir voru að spila virkilega vel og koma sér í góðar stöður en oftar en ekki voru sendingarnar inn í teiginn einfaldlega ekki nógu góðar og oft á tíðum hreint út sagt lélegar. Það bliknar hins vegar í samanburði við hörmungina í vörninni í síðari hálfleik.Hvað gerist næst? Það styttist í að nokkurskonar hlé verði gert á deildinni vegna HM svo það er spilað þétt þessa dagana og hefst næsta umferð strax á miðvikudag. Þessi lið eiga hins vegar bæði leik á fimmtudag, Fjölnir fær Grindvíkinga í Grafarvoginn og Stjarnan fer til Akureyrar og sækir KA heim. Rúnar Páll.vísir/eyþórRúnar: Mér fannst þetta rautt „Menn komu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins yfir hlutina og svo tók Jón (Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari) smá æsing inn í klefa og við peppuðumst upp við það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn þegar hann var beðinn um útskýringar á hvað hafi átt sér stað í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var hrikalega gott, við byrjuðum seinni hálfleikinn hrikalega vel og ég man ekki eftir svona mörgum mörkum í byrjun seinni, það er bara mjög jákvætt.“ „Við kaffærðum þá svolítið hérna í byrjun seinni hálfleiks og kláruðum leikinn þá. Það var hrikalega öflugt, þeir fengu ekkert andrými Fjölnismenn.“ Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks komu nokkuð á óvart þar sem leikurinn var frekar jafn í þeim fyrri. Rúnar sagði brot Þórðar á Þorsteini hafa kveikt í sínum mönnum. „Menn voru súrir yfir því að fá ekki rautt spjald á markmanninn í lok fyrri hálfleiks, menn voru ekkert sérlega ánægðir þegar þeir komu inn í klefa og voru staðráðnir í því að koma tvíefldir til leiks í seinni hálfleiks og gerðu það svo sannarlega.“ Fannst Rúnari Þórður hafa átt að fá rautt spjald? „Já,“ sagði hann hikandi. „Reglurnar segja að ef boltinn fari ekki í átt að markinu, eitthvað svona, en mér fannst þetta vera rautt. Það þýðir samt ekki að það sé endilega rétt.“ Undanfarið hefur verið rætt um að einhver bölvun liggi á Stjörnumönnum í júnímánuði þar sem stigasöfnun gekk mjög illa í þessum mánuði síðustu tímabil. Í fyrstu tveimur leikjum júnímánaðar þetta árið er Stjarnan með fullt hús stiga. „Það byrjar vel og það er mjög jákvætt fyrir okkur. Við þurfum að halda þessu áfram, það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Ólafur Páll Snorrasonvísir/báraÓli Palli: Sé einungis neikvæða hluti Það var mjög þungt yfir þjálfara Fjölnis, Ólafi Páli Snorrasyni, í lok leiks í kvöld og sagðist hann enga skýringu hafa á því hvað hafi farið úrskeiðis hjá hans mönnum í seinni hálfleiknum. „Ég get fátt um þetta sagt. Þetta var náttúrulega bara uppgjör eftir 10 mínútur,“ sagði Ólafur. Hann sagði vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk strax á annari mínútu seinni hálfleiks hafa slegið sína menn út af laginu. „Auðvitað sló hún okkur út af laginu. Hún kemur strax í byrjun seinni hálfleiks en þeir bara komu með ákveðna pressu sem enginn var tilbúinn í, því miður, og þessar tíu mínútur drápu leikinn.“ „Það var eins og menn köstuðu inn handklæðinu.“ Ólafur tók ekki undir það að hans menn hafi verið inni í leiknum í fyrri hálfleik, hann sagði þá hafa verið betri aðilann. „Það þarf að breytast heldur betur að það er ekki nóg að spila hluta af leikjunum vel og gera endalaust af mistökum sem eru dýrkeypt, þá vinnur þú enga fótboltaleiki. Þá lendum við í mjög miklum erfiðleikum í sumar.“ Ægir Jarl Jónasson kom inn á um miðjan seinni hálfleikinn, í fyrsta skipti síðan í upphafi tímabilsins er hann meiddist. Inntur eftir því hvort það væri ekki nokkuð jákvæður punktur þar sem Ægir var með betri mönnum Fjölnis síðasta sumar, sagði Ólafur erfitt að sjá nokkuð jákvætt. „Ég er ekkert að pæla í því hvort það sé jákvætt eða ekki. Ég sé einungis neikvæða hluti núna með leikinn, en jú, flott að Ægir náði þarna einhverjum tuttugu mínútum.“ Er þá ekkert sem hann getur tekið jákvætt úr leiknum? „Ég ætla ekki að gera það akkúrat núna en ég þarf að horfa á leikinn og vonandi er eitthvað sem ég get sagt við strákana að sé jákvætt,“ sagði Ólafur Páll Snorrason.Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom til Stjörnunnar í veturMynd/Fésbókarsíða StjörnunnarGuðmundur Steinn: Langar alla að skora þrjú en tvö eru feyki nóg Framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson var maður leiksins hjá Stjörnunni í dag og hann leitaði ákaft að þriðja markinu til þess að fullkomna þrennu sína í kvöld án árangurs. „Ég fékk að hanga þarna uppi í efstu línu og vonaði að það myndi detta. Auðvitað langaði mig í þrennu og ég fékk smjörþefinn af því í bikarnum um daginn. Það langar alla að skora þrjú mörk en tvö eru alveg feyki nóg,“ sagði Guðmundur Steinn eftir leikinn. „Það er eðlilegt að það gerist eftir að við leggjum svona gríðarlegan kraft í að koma þessum fimm mörkum inn á færibandi að þá sígur á leikinn og við sjáum að við erum með leikinn og við sjáum að við erum komnir með þetta. Þá hægist á spili og ómeðvitað að hvíla sig aðeins.“ „Það er það sem gerðist og kannski hálf dapurt fyrir áhorfandann síðustu tíu mínúturnar í þessum leik.“ Guðmundur tók undir orð þjálfarans að brotið í lok fyrri hálfleiks hafi kveikt í Stjörnuliðinu. „Það var augnablik þar sem við hefðum viljað skora, Þorsteinn er farinn framhjá markmanninum burt séð frá því hver ákvörðunin er, ég er ekki dómari og þekki það ekki. Við hefðum viljað skora mark þar og þá fundum við þefinn af því og vildum meira í seinni.“ „Það skiptir máli þegar maður spilar sem framherji að skora mörk og það hefur dottið vel í síðustu leikjum. Hvort sem það eru sex mörk eins og í dag eða eitt stig eins og í síðustu umferð, á meðan við erum að vinna leiki og skila góðum frammistöðum þá líður okkur vel og það hefur verið að gerast síðustu vikur og við hættum því ekkert,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Pepsi Max-deild karla
Stjarnan burstaði Fjölni á heimavelli sínum í Garðabæ þegar liðin mættust í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Sjö mörk voru skoruð í leiknum sem fór 6-1 fyrir Stjörnunni. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð rólegur til að byrja með og jafnt með liðunum. Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom heimamönnum yfir á 27. mínútu eftir hraða sókn Stjörnunnar en varnarmaðurinn Bergsveinn Ólafsson jafnaði fyrir Fjölni undir lok hálfleiksins upp úr hornspyrnu. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks braut Þórður Ingason, markmaður og fyrirliði Fjölnis, á Þorsteini Má Ragnarssyni á vítateigslínunni og uppskar fyrir það gult spjald. Hátt ákall var úr stúkunni sem og frá leikmönnum inn á vellinum að liturinn hefði verið annar á spjaldinu. Þórður meiddist hins vegar við samstuðið við Þorstein og hann gat ekki haldið áfram leik í seinni hálfleik. Í hans stað kom Hlynur Örn Hlöðversson í sínum fyrsta leik í efstu deild karla. Markmaðurinn ungi, sem fæddur er árið 1996, er þó ekki eini sökudólgurinn í því sem gerðist næst. Strax í upphafi seinni hálfleiks fengu Stjörnumenn vítaspyrnu þegar brotið var á fyrirliðanum Baldri Sigurðssyni innan vítateigs. Hinn öruggi spyrnumaður Hilmar Árni Halldórsson skoraði og kom Stjörnunni yfir. Vítaspyrnudómurinn virtist eitthvað hafa slegið Fjölnismenn út af laginu en það var eins og þeir hefðu gleymt því hvernig á að verjast. Á tíu mínútum bættu Stjörnumenn við fjórum mörkum og kaffærðu Fjölni. Hrun Fjölnis var hreint ótrúlegt og annað eins vart sést í manna minnum. Eftir að staðan var orðin 6-1 róaðist aðeins yfir leiknum. Gestirnir úr Grafarvogi vissu hins vegar að það var engin leið til baka og var fátt um fína drætti það sem eftir lifði leiks. Stórsigur Stjörnunnar staðreynd og Garðbæingar lyfta sér í fjórða sæti deildarinnar. Það er nokkuð áhugaverð staðreynd að þegar þessi lið mættust síðast, í mars mánuði í Lengjubikarnum, voru einnig skoruð sjö mörk, en í þeim leik fór Fjölnir með sigur.Afhverju vann Stjarnan? Þessi kafli í upphafi seinni hálfleiks fór með leikinn. Það er oft gripið til þess orðalags að segja að menn hafi verið að keppa við börn, en sá samanburður hefur líklega sjaldan átt eins vel við. Sprengikrafturinn í þeim bláklæddu var gífurlegur og eftir svona rothögg hefði þurft kraftaverk til þess að Fjölnir fengi eitthvað út úr leiknum. Þá er vert að minnast á að brot Þórðar í lok fyrri hálfleiks var ákveðinn vendipunktur. Hefði hann fengið rautt spjald þá hefðu úrslitin mögulega orðið allt önnur því Stjörnumenn fundu kraft í því að þeim fannst á sér brotið.Hverjir stóðu upp úr? Valið um mann leiksins stóð á milli Guðmundar Steins Hafsteinssonar og Hilmars Árna Halldórssonar. Guðmundur fær titilinn eiginlega af því að hann setti tvö mörk en Hilmar bara eitt. Þeir voru báðir mjög góðir í þessum leik, ógnuðu fram á við og unnu vel í sínum stöðum. Þá var Þorsteinn Már Ragnarsson einnig mjög góður og bæði Guðjón Baldvinsson og Baldur Sigurðsson voru áberandi þar til þeir fóru út af um miðbik seinni hálfleiks. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk Fjölnismönnum illa á síðasta þriðjungnum. Þeir voru að spila virkilega vel og koma sér í góðar stöður en oftar en ekki voru sendingarnar inn í teiginn einfaldlega ekki nógu góðar og oft á tíðum hreint út sagt lélegar. Það bliknar hins vegar í samanburði við hörmungina í vörninni í síðari hálfleik.Hvað gerist næst? Það styttist í að nokkurskonar hlé verði gert á deildinni vegna HM svo það er spilað þétt þessa dagana og hefst næsta umferð strax á miðvikudag. Þessi lið eiga hins vegar bæði leik á fimmtudag, Fjölnir fær Grindvíkinga í Grafarvoginn og Stjarnan fer til Akureyrar og sækir KA heim. Rúnar Páll.vísir/eyþórRúnar: Mér fannst þetta rautt „Menn komu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Við fórum aðeins yfir hlutina og svo tók Jón (Jón Þór Hauksson, aðstoðarþjálfari) smá æsing inn í klefa og við peppuðumst upp við það,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn þegar hann var beðinn um útskýringar á hvað hafi átt sér stað í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta var hrikalega gott, við byrjuðum seinni hálfleikinn hrikalega vel og ég man ekki eftir svona mörgum mörkum í byrjun seinni, það er bara mjög jákvætt.“ „Við kaffærðum þá svolítið hérna í byrjun seinni hálfleiks og kláruðum leikinn þá. Það var hrikalega öflugt, þeir fengu ekkert andrými Fjölnismenn.“ Yfirburðir Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks komu nokkuð á óvart þar sem leikurinn var frekar jafn í þeim fyrri. Rúnar sagði brot Þórðar á Þorsteini hafa kveikt í sínum mönnum. „Menn voru súrir yfir því að fá ekki rautt spjald á markmanninn í lok fyrri hálfleiks, menn voru ekkert sérlega ánægðir þegar þeir komu inn í klefa og voru staðráðnir í því að koma tvíefldir til leiks í seinni hálfleiks og gerðu það svo sannarlega.“ Fannst Rúnari Þórður hafa átt að fá rautt spjald? „Já,“ sagði hann hikandi. „Reglurnar segja að ef boltinn fari ekki í átt að markinu, eitthvað svona, en mér fannst þetta vera rautt. Það þýðir samt ekki að það sé endilega rétt.“ Undanfarið hefur verið rætt um að einhver bölvun liggi á Stjörnumönnum í júnímánuði þar sem stigasöfnun gekk mjög illa í þessum mánuði síðustu tímabil. Í fyrstu tveimur leikjum júnímánaðar þetta árið er Stjarnan með fullt hús stiga. „Það byrjar vel og það er mjög jákvætt fyrir okkur. Við þurfum að halda þessu áfram, það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir hann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Ólafur Páll Snorrasonvísir/báraÓli Palli: Sé einungis neikvæða hluti Það var mjög þungt yfir þjálfara Fjölnis, Ólafi Páli Snorrasyni, í lok leiks í kvöld og sagðist hann enga skýringu hafa á því hvað hafi farið úrskeiðis hjá hans mönnum í seinni hálfleiknum. „Ég get fátt um þetta sagt. Þetta var náttúrulega bara uppgjör eftir 10 mínútur,“ sagði Ólafur. Hann sagði vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk strax á annari mínútu seinni hálfleiks hafa slegið sína menn út af laginu. „Auðvitað sló hún okkur út af laginu. Hún kemur strax í byrjun seinni hálfleiks en þeir bara komu með ákveðna pressu sem enginn var tilbúinn í, því miður, og þessar tíu mínútur drápu leikinn.“ „Það var eins og menn köstuðu inn handklæðinu.“ Ólafur tók ekki undir það að hans menn hafi verið inni í leiknum í fyrri hálfleik, hann sagði þá hafa verið betri aðilann. „Það þarf að breytast heldur betur að það er ekki nóg að spila hluta af leikjunum vel og gera endalaust af mistökum sem eru dýrkeypt, þá vinnur þú enga fótboltaleiki. Þá lendum við í mjög miklum erfiðleikum í sumar.“ Ægir Jarl Jónasson kom inn á um miðjan seinni hálfleikinn, í fyrsta skipti síðan í upphafi tímabilsins er hann meiddist. Inntur eftir því hvort það væri ekki nokkuð jákvæður punktur þar sem Ægir var með betri mönnum Fjölnis síðasta sumar, sagði Ólafur erfitt að sjá nokkuð jákvætt. „Ég er ekkert að pæla í því hvort það sé jákvætt eða ekki. Ég sé einungis neikvæða hluti núna með leikinn, en jú, flott að Ægir náði þarna einhverjum tuttugu mínútum.“ Er þá ekkert sem hann getur tekið jákvætt úr leiknum? „Ég ætla ekki að gera það akkúrat núna en ég þarf að horfa á leikinn og vonandi er eitthvað sem ég get sagt við strákana að sé jákvætt,“ sagði Ólafur Páll Snorrason.Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom til Stjörnunnar í veturMynd/Fésbókarsíða StjörnunnarGuðmundur Steinn: Langar alla að skora þrjú en tvö eru feyki nóg Framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson var maður leiksins hjá Stjörnunni í dag og hann leitaði ákaft að þriðja markinu til þess að fullkomna þrennu sína í kvöld án árangurs. „Ég fékk að hanga þarna uppi í efstu línu og vonaði að það myndi detta. Auðvitað langaði mig í þrennu og ég fékk smjörþefinn af því í bikarnum um daginn. Það langar alla að skora þrjú mörk en tvö eru alveg feyki nóg,“ sagði Guðmundur Steinn eftir leikinn. „Það er eðlilegt að það gerist eftir að við leggjum svona gríðarlegan kraft í að koma þessum fimm mörkum inn á færibandi að þá sígur á leikinn og við sjáum að við erum með leikinn og við sjáum að við erum komnir með þetta. Þá hægist á spili og ómeðvitað að hvíla sig aðeins.“ „Það er það sem gerðist og kannski hálf dapurt fyrir áhorfandann síðustu tíu mínúturnar í þessum leik.“ Guðmundur tók undir orð þjálfarans að brotið í lok fyrri hálfleiks hafi kveikt í Stjörnuliðinu. „Það var augnablik þar sem við hefðum viljað skora, Þorsteinn er farinn framhjá markmanninum burt séð frá því hver ákvörðunin er, ég er ekki dómari og þekki það ekki. Við hefðum viljað skora mark þar og þá fundum við þefinn af því og vildum meira í seinni.“ „Það skiptir máli þegar maður spilar sem framherji að skora mörk og það hefur dottið vel í síðustu leikjum. Hvort sem það eru sex mörk eins og í dag eða eitt stig eins og í síðustu umferð, á meðan við erum að vinna leiki og skila góðum frammistöðum þá líður okkur vel og það hefur verið að gerast síðustu vikur og við hættum því ekkert,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti