Trump vill Rússa aftur inn í G7 Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2018 13:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að Rússum yrði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu. Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. Aðrir leiðtogar hafa á undanförnum dögum þvertekið fyrir að Rússum verðu aftur hleypt inn í hópinn. Ummæli Trump eru líkleg til að ýta undir frekari deilar á leiðtogafundi G7 í Kanada um helgina. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Meðal þess sem til stendur að ræða á fundinum er að vernda lýðræði heimsins gegn afskiptum erlendra ríkja. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Rússa hafa haft afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016, í þeim tilgangi að hjálpa Trump að vinna, og hafa varað við afskiptum þeirra af þingkosningum seinna á þessu ári. „Sko, ég elska landið okkar. Ég hef verið versta martröð Rússlands,“ sagði Trump. „Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, og það fylgir kannski ekki pólitískum rétttrúnaði, en við erum með heim sem við þurfum að stjórna. Þeir ættu að hleypa Rússum aftur inn.“Það er vert að vara við hávaða frá þyrlu forsetaembættisins í þessu myndbandi.President Trump has called for Russia to be reinstated into the G-7.https://t.co/yNILUZhtttpic.twitter.com/fcBb1x50Bx — NBC News (@NBCNews) June 8, 2018 Á undanförnum dögum hefur mikil spenna myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, eftir að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu varðandi innflutning málma. Aðrir leiðtogar G7 ríkja hafa gagnrýnt Trump og Trump hefur gagnrýnt þá á Twitter og sagt að Evrópuríkin væru þegar að beita tollum gegn Bandaríkjunum. Þá hótaði Trump að hækka tollana. Sömuleiðis er búist við deilum um kjarnorkusamkomulagið við Íran og Parísarsáttmálann, en Trump hefur slitið Bandaríkjunum frá báðum samkomulögunum. Í aðdraganda helgarinnar hafa borist fréttir af því að Trump vildi ekki mæta hinum þjóðarleiðtogunum á fundinum í Kanada og var þeim möguleika velt upp að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, færi í hans stað. Trump er þó lagður af stað en hefur ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum líkur. Þaðan fer hann beint til Singapúr þar sem Trump mun hitta Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það sem situr hvað mest í Kanadamönnum og öðrum aðilum sem Trump hefur beitt tollum gegn er að hann fór fram hjá þinginu og sagði þetta snúa að þjóðaröryggi. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Bob Corker, lagði til að þingið myndi taka fram fyrir hendurnar á Trump og koma í veg fyrir að hann gæti beitt umræddum tollum án þingsins. Tillagan naut nokkurs stuðnings meðal þingmanna flokksins, sem eru ósáttir við aðgerðir forsetans gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna. Leiðtogar flokksins hafa þó gripið í taumana og vinna nú hörðum höndum af því að koma í veg fyrir að tillagan hljóti stuðning. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að Rússum yrði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu. Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. Aðrir leiðtogar hafa á undanförnum dögum þvertekið fyrir að Rússum verðu aftur hleypt inn í hópinn. Ummæli Trump eru líkleg til að ýta undir frekari deilar á leiðtogafundi G7 í Kanada um helgina. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Meðal þess sem til stendur að ræða á fundinum er að vernda lýðræði heimsins gegn afskiptum erlendra ríkja. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja Rússa hafa haft afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016, í þeim tilgangi að hjálpa Trump að vinna, og hafa varað við afskiptum þeirra af þingkosningum seinna á þessu ári. „Sko, ég elska landið okkar. Ég hef verið versta martröð Rússlands,“ sagði Trump. „Hvort sem ykkur líkar það eða ekki, og það fylgir kannski ekki pólitískum rétttrúnaði, en við erum með heim sem við þurfum að stjórna. Þeir ættu að hleypa Rússum aftur inn.“Það er vert að vara við hávaða frá þyrlu forsetaembættisins í þessu myndbandi.President Trump has called for Russia to be reinstated into the G-7.https://t.co/yNILUZhtttpic.twitter.com/fcBb1x50Bx — NBC News (@NBCNews) June 8, 2018 Á undanförnum dögum hefur mikil spenna myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, eftir að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu varðandi innflutning málma. Aðrir leiðtogar G7 ríkja hafa gagnrýnt Trump og Trump hefur gagnrýnt þá á Twitter og sagt að Evrópuríkin væru þegar að beita tollum gegn Bandaríkjunum. Þá hótaði Trump að hækka tollana. Sömuleiðis er búist við deilum um kjarnorkusamkomulagið við Íran og Parísarsáttmálann, en Trump hefur slitið Bandaríkjunum frá báðum samkomulögunum. Í aðdraganda helgarinnar hafa borist fréttir af því að Trump vildi ekki mæta hinum þjóðarleiðtogunum á fundinum í Kanada og var þeim möguleika velt upp að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, færi í hans stað. Trump er þó lagður af stað en hefur ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum líkur. Þaðan fer hann beint til Singapúr þar sem Trump mun hitta Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það sem situr hvað mest í Kanadamönnum og öðrum aðilum sem Trump hefur beitt tollum gegn er að hann fór fram hjá þinginu og sagði þetta snúa að þjóðaröryggi. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins, Bob Corker, lagði til að þingið myndi taka fram fyrir hendurnar á Trump og koma í veg fyrir að hann gæti beitt umræddum tollum án þingsins. Tillagan naut nokkurs stuðnings meðal þingmanna flokksins, sem eru ósáttir við aðgerðir forsetans gegn helstu bandamönnum Bandaríkjanna. Leiðtogar flokksins hafa þó gripið í taumana og vinna nú hörðum höndum af því að koma í veg fyrir að tillagan hljóti stuðning.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34
Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30
Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36
Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28