Fótbolti

Spáir Íslandi í 16-liða úrslit: Allt sem er frábært við fótboltann er í þessari sögu

Einar Sigurvinsson skrifar
Heimir og Bennett.
Heimir og Bennett. Samsett mynd
Roger Bennett, annars stjórnandi þáttarins Men in Blazers, telur að íslenski landsliðið fari að minnsta kosti í 16. liði úrslit Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í sumar.

Bennett er mikill Íslandsvinur og hefur nokkuð oft komið inn á íslenska landsliðið í þættinum. Hann hefur til dæmis verið með sérstakan þátt tileinkaðan Heimi Hallgrímssyni. Hann viðurkennir þó að meiðsli Gylfa Sigurðssonar séu áhyggjuefni.

„Gylfi, knattspyrnumaður ársins á Íslands síðastliðin 87 ár, endaði tímabilið með alvarlegum hnémeiðslum.“

Spá Bennett virðist þó að mestu leyti byggjast á óskhyggju en aðdáun hans á íslenska landsliðinu og Heimi Hallgrímssyni leynir sér ekki.

„Fyrir aðeins tólf árum síðan var [Heimir] Hallgrímsson að þjálfa 6. flokk. Nú er hann að fara að mæta Messi á Heimsmeistaramótinu þar sem heimurinn fylgist með.“

„Það ævintýraleg saga. Allt sem er frábært við fótbolta er í þessari sögu.“

Michael Davies, sem stjórar þættinum með Bennett, er ekki jafn bjartsýnn.

„Þér mun ekki líka við það sem ég held. Góð frammistaða en þeir detta út í riðalakeppninni.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×