Finnst sokkafjöldi landsliðshópsins vera hámark neysluhyggjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2018 20:18 2.900 sokkapör fylgja landsliðshópnum en forsvarsmaður samtakanna Vakandi, Rakel Garðarsdóttir, segir það hina mestu óhæfu. Vísir/Valli/Vilhelm „Mér finnst þetta eiginlega gefa svolítið rangt fordæmi,“ segir Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, um þá staðreynd að 2.900 pör af sokkum fylgja íslenska landsliðshópnum til Rússlands. Samtökin Vakandi hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun í samfélaginu og segir Rakel þetta eitt skýrasta dæmið um slíkt. „Að það þurfi alltaf að vera nýir sokkar, að þeir séu allt að því einnota og ekki hægt að þvo þá.“ Íslenski landsliðshópurinn hélt til Rúslands í morgun en mikill farangur fylgir leikmönnum og föruneyti þeirra. Farangurinn var svo mikill að farangursgeymsla flugvélarinnar dugði ekki. Auk hennar voru sex öftustu sætaraðirnar í flugvélinni undirlagðar fyrir töskur og var eitt salerni notað sem farangursgeymsla.Kolbeinn Sigþórsson ásamt Sigga Dúllu.Vísir/ValliÞrjú pör á dag Sigurður Sveinn Þórðarson, Siggi Dúlla, búningastjóri íslenska liðsins, sagði í þættinum Áfram Ísland á RÚV í gærkvöldi að sokkapörin fyrir 53 leikmenn, þjálfara og starfslið væru 2.900 þannig það gefur kannski einhverja mynd af magninu sem fylgir okkar mönnum. Sigurður tók dæmi um hvað þyrfti að taka með og sagði að taka þyrfti tíu hótelpeysur fyrir hvern og einn leikmann og annað eins fyrir starfsliðið. Þá þyrfti að taka annað eins af peysum því þegar komið er í keppnisborgirnar má ekki vera í peysum sem eru með auglýsingum á. Landsliðshópurinn hélt sem fyrr segir út til Rússlands fyrr í dag en fyrsti leikurinn verður gegn Argentínu eftir slétta viku, eða 16. júní næstkomandi. Ísland leikur þrjá leiki í D-riðli en auk leiksins við Argentínu leikur liðið við Nígeríu og Króatíu. Síðasti leikurinn, gegn Króatíu, fer fram 26. júní. Komist liðið ekki upp úr riðlinum má vænta að hópurinn ljúki dvöl sinni í Rússlandi 27. júní næstkomandi. Það þýðir að fyrir höndum er að lágmarki átján daga dvöl í Rússlandi. Ef 2.900 sokkapör fylgja þá eru það 161 sokkapar á dag fyrir 53 manna hóp, en það gera 3 sokkapör á mann fyrir hvern dag. Sigurður sagði í þættinum í gær að hópurinn væri oftast nær á góðum hótelum og því væri hægt að þrífa fatnað á milli daga.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi.Vísir/ValliFinnst magnið vera óhæfa Rakel finnst sokkamagnið engu að síður yfirgengilegt. „Það er svo mikil vitundarvakning á móti öllu svona í dag. Að það sé verið að framleiða hluti til að vera einnota. Nema það sé rosalega góð skýring á bak við það að það sé ekki hægt að nota sokka oftar en einu sinni, ef það koma til dæmis göt á þá,“ segir Rakel. Hún segist hafa skilning á því að það gæti þurft nýja sokka fyrir hvern leikmann og varamenn eftir leiki. „En það eru bara þessir ellefu leikmenn og varamenn og fyrir að lágmarki þrjá leiki,“ segir Rakel en auk leikja verða æfingar á milli. Hún segir að miðað við magnið þá sé nánast eins og litið sé á fatnaðinn sem einnota sem henni finnst hin mesta óhæfa.Hámark neysluhyggjunnarRakel bendir á að sokkarnir séu væntanlega ekki framleiddir á Íslandi, búið sé að flytja þá til Íslands og þeir fluttir aftur til Rússlands. Það sé mikið álaga á umhverfið þar sem búið er að notast við vatn og orku til að framleiða þá og brenna eldsneyti til að flytja þá heimshorna á milli. „Og hvar enda þeir síðan? Í landfyllingu hjá Rússum?“ spyr Rakel og bætir við: „Þetta myndi ég telja alveg hámark neysluhyggjunnar og sóunar.“ Hún segist þó auðvitað styðja íslenska liðið. „Og ef þetta verður til þess að þeir sigri, þá er kannski hægt að líta framhjá þessu.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur Ævintýralegur farangur fylgir strákunum okkar til Rússlands. 9. júní 2018 11:15 Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél. 9. júní 2018 11:00 Svona eru nýju sérsaumuðu jakkaföt strákanna okkar Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta verða í sínu fínasta og nýjasta pússi þegar þeir halda utan til Gelindzhik í Rússland í dag. 9. júní 2018 08:47 Sjáðu strákana okkar í Leifsstöð Íslenska karlalandsliðið var í sínu fínasta pússi þegar leikmenn mættu í Leifsstöð í morgun. 9. júní 2018 10:31 Strákarnir okkar komnir til Rússlands Velkomin til Gelindzhik. 9. júní 2018 17:21 Heimir setti töskuna í vitlausa rútu sem seinkaði brottför strákanna til Rússlands Þjálfari íslenska landsliðsins setti farangurstöskuna sína í rútu sem fór upp á Akranes, en ekki út í Leifsstöð. 9. júní 2018 11:00 Íslendingar erlendis geta ekki horft á leiki landsliðsins á RÚV Leikir Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verða ekki aðgengilegir á vef RÚV utan Íslands. 9. júní 2018 12:30 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Mér finnst þetta eiginlega gefa svolítið rangt fordæmi,“ segir Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, um þá staðreynd að 2.900 pör af sokkum fylgja íslenska landsliðshópnum til Rússlands. Samtökin Vakandi hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun í samfélaginu og segir Rakel þetta eitt skýrasta dæmið um slíkt. „Að það þurfi alltaf að vera nýir sokkar, að þeir séu allt að því einnota og ekki hægt að þvo þá.“ Íslenski landsliðshópurinn hélt til Rúslands í morgun en mikill farangur fylgir leikmönnum og föruneyti þeirra. Farangurinn var svo mikill að farangursgeymsla flugvélarinnar dugði ekki. Auk hennar voru sex öftustu sætaraðirnar í flugvélinni undirlagðar fyrir töskur og var eitt salerni notað sem farangursgeymsla.Kolbeinn Sigþórsson ásamt Sigga Dúllu.Vísir/ValliÞrjú pör á dag Sigurður Sveinn Þórðarson, Siggi Dúlla, búningastjóri íslenska liðsins, sagði í þættinum Áfram Ísland á RÚV í gærkvöldi að sokkapörin fyrir 53 leikmenn, þjálfara og starfslið væru 2.900 þannig það gefur kannski einhverja mynd af magninu sem fylgir okkar mönnum. Sigurður tók dæmi um hvað þyrfti að taka með og sagði að taka þyrfti tíu hótelpeysur fyrir hvern og einn leikmann og annað eins fyrir starfsliðið. Þá þyrfti að taka annað eins af peysum því þegar komið er í keppnisborgirnar má ekki vera í peysum sem eru með auglýsingum á. Landsliðshópurinn hélt sem fyrr segir út til Rússlands fyrr í dag en fyrsti leikurinn verður gegn Argentínu eftir slétta viku, eða 16. júní næstkomandi. Ísland leikur þrjá leiki í D-riðli en auk leiksins við Argentínu leikur liðið við Nígeríu og Króatíu. Síðasti leikurinn, gegn Króatíu, fer fram 26. júní. Komist liðið ekki upp úr riðlinum má vænta að hópurinn ljúki dvöl sinni í Rússlandi 27. júní næstkomandi. Það þýðir að fyrir höndum er að lágmarki átján daga dvöl í Rússlandi. Ef 2.900 sokkapör fylgja þá eru það 161 sokkapar á dag fyrir 53 manna hóp, en það gera 3 sokkapör á mann fyrir hvern dag. Sigurður sagði í þættinum í gær að hópurinn væri oftast nær á góðum hótelum og því væri hægt að þrífa fatnað á milli daga.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi.Vísir/ValliFinnst magnið vera óhæfa Rakel finnst sokkamagnið engu að síður yfirgengilegt. „Það er svo mikil vitundarvakning á móti öllu svona í dag. Að það sé verið að framleiða hluti til að vera einnota. Nema það sé rosalega góð skýring á bak við það að það sé ekki hægt að nota sokka oftar en einu sinni, ef það koma til dæmis göt á þá,“ segir Rakel. Hún segist hafa skilning á því að það gæti þurft nýja sokka fyrir hvern leikmann og varamenn eftir leiki. „En það eru bara þessir ellefu leikmenn og varamenn og fyrir að lágmarki þrjá leiki,“ segir Rakel en auk leikja verða æfingar á milli. Hún segir að miðað við magnið þá sé nánast eins og litið sé á fatnaðinn sem einnota sem henni finnst hin mesta óhæfa.Hámark neysluhyggjunnarRakel bendir á að sokkarnir séu væntanlega ekki framleiddir á Íslandi, búið sé að flytja þá til Íslands og þeir fluttir aftur til Rússlands. Það sé mikið álaga á umhverfið þar sem búið er að notast við vatn og orku til að framleiða þá og brenna eldsneyti til að flytja þá heimshorna á milli. „Og hvar enda þeir síðan? Í landfyllingu hjá Rússum?“ spyr Rakel og bætir við: „Þetta myndi ég telja alveg hámark neysluhyggjunnar og sóunar.“ Hún segist þó auðvitað styðja íslenska liðið. „Og ef þetta verður til þess að þeir sigri, þá er kannski hægt að líta framhjá þessu.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur Ævintýralegur farangur fylgir strákunum okkar til Rússlands. 9. júní 2018 11:15 Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél. 9. júní 2018 11:00 Svona eru nýju sérsaumuðu jakkaföt strákanna okkar Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta verða í sínu fínasta og nýjasta pússi þegar þeir halda utan til Gelindzhik í Rússland í dag. 9. júní 2018 08:47 Sjáðu strákana okkar í Leifsstöð Íslenska karlalandsliðið var í sínu fínasta pússi þegar leikmenn mættu í Leifsstöð í morgun. 9. júní 2018 10:31 Strákarnir okkar komnir til Rússlands Velkomin til Gelindzhik. 9. júní 2018 17:21 Heimir setti töskuna í vitlausa rútu sem seinkaði brottför strákanna til Rússlands Þjálfari íslenska landsliðsins setti farangurstöskuna sína í rútu sem fór upp á Akranes, en ekki út í Leifsstöð. 9. júní 2018 11:00 Íslendingar erlendis geta ekki horft á leiki landsliðsins á RÚV Leikir Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verða ekki aðgengilegir á vef RÚV utan Íslands. 9. júní 2018 12:30 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur Ævintýralegur farangur fylgir strákunum okkar til Rússlands. 9. júní 2018 11:15
Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél. 9. júní 2018 11:00
Svona eru nýju sérsaumuðu jakkaföt strákanna okkar Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta verða í sínu fínasta og nýjasta pússi þegar þeir halda utan til Gelindzhik í Rússland í dag. 9. júní 2018 08:47
Sjáðu strákana okkar í Leifsstöð Íslenska karlalandsliðið var í sínu fínasta pússi þegar leikmenn mættu í Leifsstöð í morgun. 9. júní 2018 10:31
Heimir setti töskuna í vitlausa rútu sem seinkaði brottför strákanna til Rússlands Þjálfari íslenska landsliðsins setti farangurstöskuna sína í rútu sem fór upp á Akranes, en ekki út í Leifsstöð. 9. júní 2018 11:00
Íslendingar erlendis geta ekki horft á leiki landsliðsins á RÚV Leikir Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verða ekki aðgengilegir á vef RÚV utan Íslands. 9. júní 2018 12:30