Finnst sokkafjöldi landsliðshópsins vera hámark neysluhyggjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2018 20:18 2.900 sokkapör fylgja landsliðshópnum en forsvarsmaður samtakanna Vakandi, Rakel Garðarsdóttir, segir það hina mestu óhæfu. Vísir/Valli/Vilhelm „Mér finnst þetta eiginlega gefa svolítið rangt fordæmi,“ segir Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, um þá staðreynd að 2.900 pör af sokkum fylgja íslenska landsliðshópnum til Rússlands. Samtökin Vakandi hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun í samfélaginu og segir Rakel þetta eitt skýrasta dæmið um slíkt. „Að það þurfi alltaf að vera nýir sokkar, að þeir séu allt að því einnota og ekki hægt að þvo þá.“ Íslenski landsliðshópurinn hélt til Rúslands í morgun en mikill farangur fylgir leikmönnum og föruneyti þeirra. Farangurinn var svo mikill að farangursgeymsla flugvélarinnar dugði ekki. Auk hennar voru sex öftustu sætaraðirnar í flugvélinni undirlagðar fyrir töskur og var eitt salerni notað sem farangursgeymsla.Kolbeinn Sigþórsson ásamt Sigga Dúllu.Vísir/ValliÞrjú pör á dag Sigurður Sveinn Þórðarson, Siggi Dúlla, búningastjóri íslenska liðsins, sagði í þættinum Áfram Ísland á RÚV í gærkvöldi að sokkapörin fyrir 53 leikmenn, þjálfara og starfslið væru 2.900 þannig það gefur kannski einhverja mynd af magninu sem fylgir okkar mönnum. Sigurður tók dæmi um hvað þyrfti að taka með og sagði að taka þyrfti tíu hótelpeysur fyrir hvern og einn leikmann og annað eins fyrir starfsliðið. Þá þyrfti að taka annað eins af peysum því þegar komið er í keppnisborgirnar má ekki vera í peysum sem eru með auglýsingum á. Landsliðshópurinn hélt sem fyrr segir út til Rússlands fyrr í dag en fyrsti leikurinn verður gegn Argentínu eftir slétta viku, eða 16. júní næstkomandi. Ísland leikur þrjá leiki í D-riðli en auk leiksins við Argentínu leikur liðið við Nígeríu og Króatíu. Síðasti leikurinn, gegn Króatíu, fer fram 26. júní. Komist liðið ekki upp úr riðlinum má vænta að hópurinn ljúki dvöl sinni í Rússlandi 27. júní næstkomandi. Það þýðir að fyrir höndum er að lágmarki átján daga dvöl í Rússlandi. Ef 2.900 sokkapör fylgja þá eru það 161 sokkapar á dag fyrir 53 manna hóp, en það gera 3 sokkapör á mann fyrir hvern dag. Sigurður sagði í þættinum í gær að hópurinn væri oftast nær á góðum hótelum og því væri hægt að þrífa fatnað á milli daga.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi.Vísir/ValliFinnst magnið vera óhæfa Rakel finnst sokkamagnið engu að síður yfirgengilegt. „Það er svo mikil vitundarvakning á móti öllu svona í dag. Að það sé verið að framleiða hluti til að vera einnota. Nema það sé rosalega góð skýring á bak við það að það sé ekki hægt að nota sokka oftar en einu sinni, ef það koma til dæmis göt á þá,“ segir Rakel. Hún segist hafa skilning á því að það gæti þurft nýja sokka fyrir hvern leikmann og varamenn eftir leiki. „En það eru bara þessir ellefu leikmenn og varamenn og fyrir að lágmarki þrjá leiki,“ segir Rakel en auk leikja verða æfingar á milli. Hún segir að miðað við magnið þá sé nánast eins og litið sé á fatnaðinn sem einnota sem henni finnst hin mesta óhæfa.Hámark neysluhyggjunnarRakel bendir á að sokkarnir séu væntanlega ekki framleiddir á Íslandi, búið sé að flytja þá til Íslands og þeir fluttir aftur til Rússlands. Það sé mikið álaga á umhverfið þar sem búið er að notast við vatn og orku til að framleiða þá og brenna eldsneyti til að flytja þá heimshorna á milli. „Og hvar enda þeir síðan? Í landfyllingu hjá Rússum?“ spyr Rakel og bætir við: „Þetta myndi ég telja alveg hámark neysluhyggjunnar og sóunar.“ Hún segist þó auðvitað styðja íslenska liðið. „Og ef þetta verður til þess að þeir sigri, þá er kannski hægt að líta framhjá þessu.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur Ævintýralegur farangur fylgir strákunum okkar til Rússlands. 9. júní 2018 11:15 Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél. 9. júní 2018 11:00 Svona eru nýju sérsaumuðu jakkaföt strákanna okkar Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta verða í sínu fínasta og nýjasta pússi þegar þeir halda utan til Gelindzhik í Rússland í dag. 9. júní 2018 08:47 Sjáðu strákana okkar í Leifsstöð Íslenska karlalandsliðið var í sínu fínasta pússi þegar leikmenn mættu í Leifsstöð í morgun. 9. júní 2018 10:31 Strákarnir okkar komnir til Rússlands Velkomin til Gelindzhik. 9. júní 2018 17:21 Heimir setti töskuna í vitlausa rútu sem seinkaði brottför strákanna til Rússlands Þjálfari íslenska landsliðsins setti farangurstöskuna sína í rútu sem fór upp á Akranes, en ekki út í Leifsstöð. 9. júní 2018 11:00 Íslendingar erlendis geta ekki horft á leiki landsliðsins á RÚV Leikir Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verða ekki aðgengilegir á vef RÚV utan Íslands. 9. júní 2018 12:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
„Mér finnst þetta eiginlega gefa svolítið rangt fordæmi,“ segir Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, um þá staðreynd að 2.900 pör af sokkum fylgja íslenska landsliðshópnum til Rússlands. Samtökin Vakandi hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun í samfélaginu og segir Rakel þetta eitt skýrasta dæmið um slíkt. „Að það þurfi alltaf að vera nýir sokkar, að þeir séu allt að því einnota og ekki hægt að þvo þá.“ Íslenski landsliðshópurinn hélt til Rúslands í morgun en mikill farangur fylgir leikmönnum og föruneyti þeirra. Farangurinn var svo mikill að farangursgeymsla flugvélarinnar dugði ekki. Auk hennar voru sex öftustu sætaraðirnar í flugvélinni undirlagðar fyrir töskur og var eitt salerni notað sem farangursgeymsla.Kolbeinn Sigþórsson ásamt Sigga Dúllu.Vísir/ValliÞrjú pör á dag Sigurður Sveinn Þórðarson, Siggi Dúlla, búningastjóri íslenska liðsins, sagði í þættinum Áfram Ísland á RÚV í gærkvöldi að sokkapörin fyrir 53 leikmenn, þjálfara og starfslið væru 2.900 þannig það gefur kannski einhverja mynd af magninu sem fylgir okkar mönnum. Sigurður tók dæmi um hvað þyrfti að taka með og sagði að taka þyrfti tíu hótelpeysur fyrir hvern og einn leikmann og annað eins fyrir starfsliðið. Þá þyrfti að taka annað eins af peysum því þegar komið er í keppnisborgirnar má ekki vera í peysum sem eru með auglýsingum á. Landsliðshópurinn hélt sem fyrr segir út til Rússlands fyrr í dag en fyrsti leikurinn verður gegn Argentínu eftir slétta viku, eða 16. júní næstkomandi. Ísland leikur þrjá leiki í D-riðli en auk leiksins við Argentínu leikur liðið við Nígeríu og Króatíu. Síðasti leikurinn, gegn Króatíu, fer fram 26. júní. Komist liðið ekki upp úr riðlinum má vænta að hópurinn ljúki dvöl sinni í Rússlandi 27. júní næstkomandi. Það þýðir að fyrir höndum er að lágmarki átján daga dvöl í Rússlandi. Ef 2.900 sokkapör fylgja þá eru það 161 sokkapar á dag fyrir 53 manna hóp, en það gera 3 sokkapör á mann fyrir hvern dag. Sigurður sagði í þættinum í gær að hópurinn væri oftast nær á góðum hótelum og því væri hægt að þrífa fatnað á milli daga.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi.Vísir/ValliFinnst magnið vera óhæfa Rakel finnst sokkamagnið engu að síður yfirgengilegt. „Það er svo mikil vitundarvakning á móti öllu svona í dag. Að það sé verið að framleiða hluti til að vera einnota. Nema það sé rosalega góð skýring á bak við það að það sé ekki hægt að nota sokka oftar en einu sinni, ef það koma til dæmis göt á þá,“ segir Rakel. Hún segist hafa skilning á því að það gæti þurft nýja sokka fyrir hvern leikmann og varamenn eftir leiki. „En það eru bara þessir ellefu leikmenn og varamenn og fyrir að lágmarki þrjá leiki,“ segir Rakel en auk leikja verða æfingar á milli. Hún segir að miðað við magnið þá sé nánast eins og litið sé á fatnaðinn sem einnota sem henni finnst hin mesta óhæfa.Hámark neysluhyggjunnarRakel bendir á að sokkarnir séu væntanlega ekki framleiddir á Íslandi, búið sé að flytja þá til Íslands og þeir fluttir aftur til Rússlands. Það sé mikið álaga á umhverfið þar sem búið er að notast við vatn og orku til að framleiða þá og brenna eldsneyti til að flytja þá heimshorna á milli. „Og hvar enda þeir síðan? Í landfyllingu hjá Rússum?“ spyr Rakel og bætir við: „Þetta myndi ég telja alveg hámark neysluhyggjunnar og sóunar.“ Hún segist þó auðvitað styðja íslenska liðið. „Og ef þetta verður til þess að þeir sigri, þá er kannski hægt að líta framhjá þessu.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur Ævintýralegur farangur fylgir strákunum okkar til Rússlands. 9. júní 2018 11:15 Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél. 9. júní 2018 11:00 Svona eru nýju sérsaumuðu jakkaföt strákanna okkar Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta verða í sínu fínasta og nýjasta pússi þegar þeir halda utan til Gelindzhik í Rússland í dag. 9. júní 2018 08:47 Sjáðu strákana okkar í Leifsstöð Íslenska karlalandsliðið var í sínu fínasta pússi þegar leikmenn mættu í Leifsstöð í morgun. 9. júní 2018 10:31 Strákarnir okkar komnir til Rússlands Velkomin til Gelindzhik. 9. júní 2018 17:21 Heimir setti töskuna í vitlausa rútu sem seinkaði brottför strákanna til Rússlands Þjálfari íslenska landsliðsins setti farangurstöskuna sína í rútu sem fór upp á Akranes, en ekki út í Leifsstöð. 9. júní 2018 11:00 Íslendingar erlendis geta ekki horft á leiki landsliðsins á RÚV Leikir Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verða ekki aðgengilegir á vef RÚV utan Íslands. 9. júní 2018 12:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur Ævintýralegur farangur fylgir strákunum okkar til Rússlands. 9. júní 2018 11:15
Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél. 9. júní 2018 11:00
Svona eru nýju sérsaumuðu jakkaföt strákanna okkar Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta verða í sínu fínasta og nýjasta pússi þegar þeir halda utan til Gelindzhik í Rússland í dag. 9. júní 2018 08:47
Sjáðu strákana okkar í Leifsstöð Íslenska karlalandsliðið var í sínu fínasta pússi þegar leikmenn mættu í Leifsstöð í morgun. 9. júní 2018 10:31
Heimir setti töskuna í vitlausa rútu sem seinkaði brottför strákanna til Rússlands Þjálfari íslenska landsliðsins setti farangurstöskuna sína í rútu sem fór upp á Akranes, en ekki út í Leifsstöð. 9. júní 2018 11:00
Íslendingar erlendis geta ekki horft á leiki landsliðsins á RÚV Leikir Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verða ekki aðgengilegir á vef RÚV utan Íslands. 9. júní 2018 12:30