Kveðja frá Rússlandi: Vitlausir í bolta frá unga aldri Kolbeinn Tumi Daðason í Gelendzhik skrifar 10. júní 2018 15:00 Leið þeirra Birkis Bjarnasonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar og Ólafs Inga Skúlasonar á HM í Rússlandi er á margan hátt ólík. En þangað eru þeir komnir. Vísir/Vilhelm 23 landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu eru mættir til Rússlands, í ferðamannabæinn Gelindzhik við Svartahaf. Þeir eru að lifa drauminn. Heimsmeistarmótið er handan við hornið og leikur gegn Lionel Messi á laugardaginn í Moskvu. Maður þarf nánast að staldra við og íhuga því allt í einu er að koma að þessu. Alls konar týpur er að finna í landsliðinu en eitt eiga þeir sameiginlegt. Þeir eru allir strákar og hafa upplifað tilfinninguna að fara á heimsmeistaramót áður, bara fyrir ansi löngu síðan. Þessa stundina eru strákar á aldrinum fimm til átta ára að spila á HM. Mótið fer fram á Akranesi, var reyndar flýtt um viku þetta árið vegna „alvöru“ HM, og er kennt við álfyrirtæki. Strákarnir okkar horfa á kveðjumyndband þar sem vinir og ættingjar komu við sögu.Vísir/VilhelmHvað stendur upp úr eftir ferilinn? En líkt og í Rússlandi eru allir mættir með það að markmiði að standa sig vel, sýna mömmu og pabba, kærustum, börnum, vinum, frændum og frænkum hvað þeir eru góðir. Hvað þeir eru duglegir. Gera sitt nánasta stolt í enn eitt skiptið. Í Rússlandi hafa okkar menn reyndar augu 300 þúsund Íslendinga og stórs hluta heimsbyggðarinnar á sér. Sviðið er risastórt. Ég velti því fyrir mér, þegar Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og hinir fagmennirnir í landsliðinu líta einn daginn yfir farinn veg, hvað var eiginlega skemmtilegast? Hvað mun standa upp úr? Voru það vikurnar í Rússlandi sumarið 2018? Sigrar hjá atvinnumannaliðunum? Tíminn í Frakklandi 2016? Eða kannski vikan í Vestmannaeyjum í 6. flokki? Eða á Akureyri í 5. flokki? Það er ansi magnað að upplifa draum. Það var aldrei draumur að spila á stórmótum barnanna á sínum tíma. Það fengu allir. Allir fengu að njóta sín og margir eiga minningu af því að fylgjast með stórmóti í fótbolta, hvort sem er EM eða HM, á meðan þeirra eigin stórmóti stóð. Sumir veltu fyrir sér hvort þeir yrðu einhvern tímann landsliðsmenn? Hvort þeir myndu einhvern tímann spila á HM. Aðrir voru sannfærðir og enn aðrir höfðu meiri vilja en félaginn við hliðina á og blómstruðu jafnvel ekki fyrr en á menntaskólaaldri.Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason bíða saman eftir brottför í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmFegurðin við hópíþróttir Og hingað til Rússlands eru þeir mættir. Tuttugu og þrír víkingar, sem framfleyta fjölskyldu sinni og sumir gott betur, með því að spila leikinn sem þeir byrjuðu að elska fljótlega eftir að þeir byrjuðu að ganga. „Hann er vitlaus í bolta,“ var örugglega sagt um suma þeirra þegar leikskólagangan var nýhafin. Þeir eru enn vitlausir í bolta og það sem meira er, gera aðra vitlausa þegar þeir sparka í hann. Hver og einn hefur náð langt, mislangt þó, þökk sé eiginn dugnaði og hæfileikum. Á heimsmeistaramótið eru þeir komnir af því þeir ákváðu, hver og einn, undir handleiðslu metnaðarfullra og skipulagðra þjálfra, að vinna saman. Mynda lið, sem er það sem gerir hópíþróttir svo geggjaðar. Að besta liðið getur reglulega unnið samansafn betri einstaklinga. Það getur gerst á Norðurálsmótinu, það gerðist í Frakklandi 2016 og getur vel gerst í Rússlandi. Íslendingar ættu að hvíla áhyggjur sínar og njóta. Einfaldlega njóta einhvers sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast í knattspyrnusögu þjóðarinnar. Ísland á HM.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Sjá meira
23 landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu eru mættir til Rússlands, í ferðamannabæinn Gelindzhik við Svartahaf. Þeir eru að lifa drauminn. Heimsmeistarmótið er handan við hornið og leikur gegn Lionel Messi á laugardaginn í Moskvu. Maður þarf nánast að staldra við og íhuga því allt í einu er að koma að þessu. Alls konar týpur er að finna í landsliðinu en eitt eiga þeir sameiginlegt. Þeir eru allir strákar og hafa upplifað tilfinninguna að fara á heimsmeistaramót áður, bara fyrir ansi löngu síðan. Þessa stundina eru strákar á aldrinum fimm til átta ára að spila á HM. Mótið fer fram á Akranesi, var reyndar flýtt um viku þetta árið vegna „alvöru“ HM, og er kennt við álfyrirtæki. Strákarnir okkar horfa á kveðjumyndband þar sem vinir og ættingjar komu við sögu.Vísir/VilhelmHvað stendur upp úr eftir ferilinn? En líkt og í Rússlandi eru allir mættir með það að markmiði að standa sig vel, sýna mömmu og pabba, kærustum, börnum, vinum, frændum og frænkum hvað þeir eru góðir. Hvað þeir eru duglegir. Gera sitt nánasta stolt í enn eitt skiptið. Í Rússlandi hafa okkar menn reyndar augu 300 þúsund Íslendinga og stórs hluta heimsbyggðarinnar á sér. Sviðið er risastórt. Ég velti því fyrir mér, þegar Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og hinir fagmennirnir í landsliðinu líta einn daginn yfir farinn veg, hvað var eiginlega skemmtilegast? Hvað mun standa upp úr? Voru það vikurnar í Rússlandi sumarið 2018? Sigrar hjá atvinnumannaliðunum? Tíminn í Frakklandi 2016? Eða kannski vikan í Vestmannaeyjum í 6. flokki? Eða á Akureyri í 5. flokki? Það er ansi magnað að upplifa draum. Það var aldrei draumur að spila á stórmótum barnanna á sínum tíma. Það fengu allir. Allir fengu að njóta sín og margir eiga minningu af því að fylgjast með stórmóti í fótbolta, hvort sem er EM eða HM, á meðan þeirra eigin stórmóti stóð. Sumir veltu fyrir sér hvort þeir yrðu einhvern tímann landsliðsmenn? Hvort þeir myndu einhvern tímann spila á HM. Aðrir voru sannfærðir og enn aðrir höfðu meiri vilja en félaginn við hliðina á og blómstruðu jafnvel ekki fyrr en á menntaskólaaldri.Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason bíða saman eftir brottför í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmFegurðin við hópíþróttir Og hingað til Rússlands eru þeir mættir. Tuttugu og þrír víkingar, sem framfleyta fjölskyldu sinni og sumir gott betur, með því að spila leikinn sem þeir byrjuðu að elska fljótlega eftir að þeir byrjuðu að ganga. „Hann er vitlaus í bolta,“ var örugglega sagt um suma þeirra þegar leikskólagangan var nýhafin. Þeir eru enn vitlausir í bolta og það sem meira er, gera aðra vitlausa þegar þeir sparka í hann. Hver og einn hefur náð langt, mislangt þó, þökk sé eiginn dugnaði og hæfileikum. Á heimsmeistaramótið eru þeir komnir af því þeir ákváðu, hver og einn, undir handleiðslu metnaðarfullra og skipulagðra þjálfra, að vinna saman. Mynda lið, sem er það sem gerir hópíþróttir svo geggjaðar. Að besta liðið getur reglulega unnið samansafn betri einstaklinga. Það getur gerst á Norðurálsmótinu, það gerðist í Frakklandi 2016 og getur vel gerst í Rússlandi. Íslendingar ættu að hvíla áhyggjur sínar og njóta. Einfaldlega njóta einhvers sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast í knattspyrnusögu þjóðarinnar. Ísland á HM.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið