Sækja þarf um leyfi fyrir vinnandi börn Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Salvör Nordal, umboðsmaður barna Hátt í 700 börn yngri en þrettán ára voru í launuðu starfi á síðasta ári samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofunnar er varða stöðu barna á Íslandi. Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga þarf að fá leyfi frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. Þrátt fyrir að fjöldi starfandi barna sé svona mikill er varla hægt að tala um að Vinnueftirlitinu berist fyrirspurnir um slík leyfi. „Ef þetta eru raunveruleg störf sem börnin eru að vinna þá ætti samkvæmt þessu að sækja um leyfi. Það koma ekki fyrirspurnir nema kannski ein til tvær á ári til Vinnueftirlitsins,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur ekki virkt eftirlit með þessu en skoðar einstök mál. „Við fáum stundum vísbendingar úr fréttum fjölmiðla og frá fólki um að börn séu í óeðlilegum aðstæðum, þá förum við og skoðum það nánar,“ segir Svava. „Í fyrsta lagi fagna ég þessu samstarfi við Hagstofuna og því að þessar tölur liggi fyrir. Nú þarf að rýna þær betur sérstaklega með tilliti til athugasemda barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna um vinnu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, um tölurnar. Hún telur börn vinna of mikið með skóla og segir það geta bitnað á tómstundum þeirra, námi og hvíld. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að þar á bæ sé möguleiki á að skoða þetta eftir atvinnugreinum og það verði gert. „Okkar tilgáta er sú að þetta séu aðallega börn sem eru að taka þátt í auglýsingum og setja upp leikrit og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og reiknum með að birta síðar meir,“ segir Anton Örn Karlsson hjá Hagstofunni. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Hátt í 700 börn yngri en þrettán ára voru í launuðu starfi á síðasta ári samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofunnar er varða stöðu barna á Íslandi. Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga þarf að fá leyfi frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. Þrátt fyrir að fjöldi starfandi barna sé svona mikill er varla hægt að tala um að Vinnueftirlitinu berist fyrirspurnir um slík leyfi. „Ef þetta eru raunveruleg störf sem börnin eru að vinna þá ætti samkvæmt þessu að sækja um leyfi. Það koma ekki fyrirspurnir nema kannski ein til tvær á ári til Vinnueftirlitsins,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur ekki virkt eftirlit með þessu en skoðar einstök mál. „Við fáum stundum vísbendingar úr fréttum fjölmiðla og frá fólki um að börn séu í óeðlilegum aðstæðum, þá förum við og skoðum það nánar,“ segir Svava. „Í fyrsta lagi fagna ég þessu samstarfi við Hagstofuna og því að þessar tölur liggi fyrir. Nú þarf að rýna þær betur sérstaklega með tilliti til athugasemda barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna um vinnu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, um tölurnar. Hún telur börn vinna of mikið með skóla og segir það geta bitnað á tómstundum þeirra, námi og hvíld. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að þar á bæ sé möguleiki á að skoða þetta eftir atvinnugreinum og það verði gert. „Okkar tilgáta er sú að þetta séu aðallega börn sem eru að taka þátt í auglýsingum og setja upp leikrit og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og reiknum með að birta síðar meir,“ segir Anton Örn Karlsson hjá Hagstofunni.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira