Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Hörður Ægisson skrifar 31. maí 2018 06:00 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni Vísir/pjetur Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir, sem hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri, hafa skuldbundið sig til að kaupa umtalsverðan eignarhlut í Arion banka í boðuðu hlutafjárútboði bankans í júní. Fjárfestingarsjóðirnir munu kaupa á bilinu 10 til 20 prósent af þeim bréfum sem verða samtals seld í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Áætlað er að selja að lágmarki fjórðungshlut, mögulega meira, og eignarhlutur sjóðanna í Arion banka eftir útboðið gæti því samanlagt verið í kringum 3 til 5 prósent. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nöfn sjóðanna en um er að ræða fjárfestingarsjóði sem eru í hópi stærstu hluthafa í fyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöllinni. Þeir sjóðir eru á vegum Eaton Vance, Miton Group, Lansdowne Partners og Wellington. Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem er á meðal söluráðgjafa Kaupþings í tengslum við hlutafjárútboð bankans, hefur milligöngu um viðskiptin. Gengið var frá samkomulagi við sjóðina í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þeir taka þátt í útboðinu sem hornsteinsfjárfestar. Það þýðir að þeir skuldbinda sig fyrirfram til að kaupa tiltekinn hlut í bankanum á sama verði og aðrir fjárfestar í útboðinu, en semja ekki um sérstakt verð, og þá oft og tíðum lægra, líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Upplýst verður um þátttöku sjóðanna sem hornsteinsfjárfesta í skráningarlýsingu sem birtist í tengslum við útboðið síðar í vikunni, líklega eftir lokun markaða í dag, fimmtudag. Sem fyrr segir liggur ekki endanlega fyrir hversu stóran hlut sjóðirnir kaupa, það ræðst af eftirspurn og gengi í útboðinu, en ef niðurstaðan verður samanlagt um 5 prósenta hlutur á genginu 0,7 miðað við núverandi eigið fé Arion banka, svo dæmi sé tekið, þá mun söluandvirðið nema um sjö milljörðum króna. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran hlut í útboðinu og þá mun Attestor Capital, sem á 12,4 prósent, mögulega selja allt að 2 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00 Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir, sem hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri, hafa skuldbundið sig til að kaupa umtalsverðan eignarhlut í Arion banka í boðuðu hlutafjárútboði bankans í júní. Fjárfestingarsjóðirnir munu kaupa á bilinu 10 til 20 prósent af þeim bréfum sem verða samtals seld í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Áætlað er að selja að lágmarki fjórðungshlut, mögulega meira, og eignarhlutur sjóðanna í Arion banka eftir útboðið gæti því samanlagt verið í kringum 3 til 5 prósent. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nöfn sjóðanna en um er að ræða fjárfestingarsjóði sem eru í hópi stærstu hluthafa í fyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöllinni. Þeir sjóðir eru á vegum Eaton Vance, Miton Group, Lansdowne Partners og Wellington. Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem er á meðal söluráðgjafa Kaupþings í tengslum við hlutafjárútboð bankans, hefur milligöngu um viðskiptin. Gengið var frá samkomulagi við sjóðina í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þeir taka þátt í útboðinu sem hornsteinsfjárfestar. Það þýðir að þeir skuldbinda sig fyrirfram til að kaupa tiltekinn hlut í bankanum á sama verði og aðrir fjárfestar í útboðinu, en semja ekki um sérstakt verð, og þá oft og tíðum lægra, líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Upplýst verður um þátttöku sjóðanna sem hornsteinsfjárfesta í skráningarlýsingu sem birtist í tengslum við útboðið síðar í vikunni, líklega eftir lokun markaða í dag, fimmtudag. Sem fyrr segir liggur ekki endanlega fyrir hversu stóran hlut sjóðirnir kaupa, það ræðst af eftirspurn og gengi í útboðinu, en ef niðurstaðan verður samanlagt um 5 prósenta hlutur á genginu 0,7 miðað við núverandi eigið fé Arion banka, svo dæmi sé tekið, þá mun söluandvirðið nema um sjö milljörðum króna. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran hlut í útboðinu og þá mun Attestor Capital, sem á 12,4 prósent, mögulega selja allt að 2 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00 Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00
Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00
Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53