Hannes Þór leikstýrði stórri HM-auglýsingu áður en hann hóf undirbúninginn fyrir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2018 12:30 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Markvörður íslenska fótboltalandsliðið er ekki aðeins frábær markvörður heldur einnig frábær leikstjóri. Hann fékk að sýna þá hæfileika sína í aðdraganda HM. „Það er að renna upp fyrir manni núna að þetta sé að skella á. Þetta er fyrsta fótboltaæfingin mín með landsliðinu og ég hlakka til að drífa þetta í gang,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, þegar hann hitti fjölmiðlamenn í Laugardalnum. Hannes var sáttur með hvernig tímabilið með Randers endaði. „Það gekk mjög vel hjá mér persónulega og ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Liðið stórbatnaði líka, við náðum upp takti og enduðum tímabilið frábærlega og á virkilega jákvæðan hátt. Ég fer út úr þessu tímabili með mjög góðar tilfinningar,“ sagði Hannes.Hannes hefur engar áhyggjur af því að lenda í meiðslaveseni.Vísir/GettyÞað fannst ekki neitt Hann fór út af meiddur í hálfleik í lokaleiknum og margir höfðu áhyggjur eftir að hafa séð bæði Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson meiðast illa í vor. „Það lítur bara vel út. Mér leist ekkert á þetta í leiknum og fannst eins og ég hefði tognað í náranum. Ég talaði við þá í hálfleik og það voru allir sammála um það að það væri skynsamlegast að taka mig útaf. Síðan leit þetta betur daginn eftir en ég óttaðist og ennþá betur næsta dag. Ég var síðan skannaður og prófaður og það fannst ekki neitt. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta verði eitthvað vesen,“ sagði Hannes. Hannes hóf æfingar með landsliðinu í gær en var áður að klára tímabilið með Randers í dönsku deildinni sem og að leikstýra nýrri viðamikilli HM-auglýsingu hjá Coca Cola. Hann gerði einnig mjög flotta auglýsingu fyrir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Ég tók að mér verkefni sem er virkilega skemmtilegt. Mig er búið að klæja í puttana síðustu ár að gera eitthvað svona. Ég var í þessu í tíu ár og svo var bara algjört stopp sett á það,“ sagði Hannes sem vakti athygli um árið þegar hann leikstýrði myndbandi við Eurovision lag Íslands.Hannes segir það hafa verið krefjandi verkefni fyrir Randers að halda sæti sínu í dönsku deildinni.Vísir/GettyBetra en að sitja á sófanum og hugsa um HM allan daginn „Núna þegar það kom upp tækifæri að taka að mér stórt og spennandi verkefni sem passaði við tímarammann þá hikaði ég ekki við að hoppa á það. Það er virkilega skemmtilegt en núna er það frá og einbeitingin er komin á landsliðið,“ sagði Hannes og bætir við að það hafi verið gott að dreifa huganum. „Það hefði verið miklu verra fyrir mig að sitja bara heima í sófanum og hugsa um HM allan daginn. Núna var ég í mjög krefjandi verkefni með liðinu mínu í að halda sæti okkar í deildinni þar sem var mikil pressa og mikið stress. Það tók allan hugann og svo tók þetta vinnuverkefni við síðustu daga. Þetta hjálpaði mér við að dreifa huganum og hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera,“ sagði Hannes. „Núna er þetta frá og maður er fyrir vikið að fá landsliðs- og HM-fiðringinn og að fatta að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Hannes.Hannes í leik með Randers.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Markvörður íslenska fótboltalandsliðið er ekki aðeins frábær markvörður heldur einnig frábær leikstjóri. Hann fékk að sýna þá hæfileika sína í aðdraganda HM. „Það er að renna upp fyrir manni núna að þetta sé að skella á. Þetta er fyrsta fótboltaæfingin mín með landsliðinu og ég hlakka til að drífa þetta í gang,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, þegar hann hitti fjölmiðlamenn í Laugardalnum. Hannes var sáttur með hvernig tímabilið með Randers endaði. „Það gekk mjög vel hjá mér persónulega og ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Liðið stórbatnaði líka, við náðum upp takti og enduðum tímabilið frábærlega og á virkilega jákvæðan hátt. Ég fer út úr þessu tímabili með mjög góðar tilfinningar,“ sagði Hannes.Hannes hefur engar áhyggjur af því að lenda í meiðslaveseni.Vísir/GettyÞað fannst ekki neitt Hann fór út af meiddur í hálfleik í lokaleiknum og margir höfðu áhyggjur eftir að hafa séð bæði Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson meiðast illa í vor. „Það lítur bara vel út. Mér leist ekkert á þetta í leiknum og fannst eins og ég hefði tognað í náranum. Ég talaði við þá í hálfleik og það voru allir sammála um það að það væri skynsamlegast að taka mig útaf. Síðan leit þetta betur daginn eftir en ég óttaðist og ennþá betur næsta dag. Ég var síðan skannaður og prófaður og það fannst ekki neitt. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta verði eitthvað vesen,“ sagði Hannes. Hannes hóf æfingar með landsliðinu í gær en var áður að klára tímabilið með Randers í dönsku deildinni sem og að leikstýra nýrri viðamikilli HM-auglýsingu hjá Coca Cola. Hann gerði einnig mjög flotta auglýsingu fyrir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Ég tók að mér verkefni sem er virkilega skemmtilegt. Mig er búið að klæja í puttana síðustu ár að gera eitthvað svona. Ég var í þessu í tíu ár og svo var bara algjört stopp sett á það,“ sagði Hannes sem vakti athygli um árið þegar hann leikstýrði myndbandi við Eurovision lag Íslands.Hannes segir það hafa verið krefjandi verkefni fyrir Randers að halda sæti sínu í dönsku deildinni.Vísir/GettyBetra en að sitja á sófanum og hugsa um HM allan daginn „Núna þegar það kom upp tækifæri að taka að mér stórt og spennandi verkefni sem passaði við tímarammann þá hikaði ég ekki við að hoppa á það. Það er virkilega skemmtilegt en núna er það frá og einbeitingin er komin á landsliðið,“ sagði Hannes og bætir við að það hafi verið gott að dreifa huganum. „Það hefði verið miklu verra fyrir mig að sitja bara heima í sófanum og hugsa um HM allan daginn. Núna var ég í mjög krefjandi verkefni með liðinu mínu í að halda sæti okkar í deildinni þar sem var mikil pressa og mikið stress. Það tók allan hugann og svo tók þetta vinnuverkefni við síðustu daga. Þetta hjálpaði mér við að dreifa huganum og hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera,“ sagði Hannes. „Núna er þetta frá og maður er fyrir vikið að fá landsliðs- og HM-fiðringinn og að fatta að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Hannes.Hannes í leik með Randers.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira