Hannes Þór leikstýrði stórri HM-auglýsingu áður en hann hóf undirbúninginn fyrir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2018 12:30 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Markvörður íslenska fótboltalandsliðið er ekki aðeins frábær markvörður heldur einnig frábær leikstjóri. Hann fékk að sýna þá hæfileika sína í aðdraganda HM. „Það er að renna upp fyrir manni núna að þetta sé að skella á. Þetta er fyrsta fótboltaæfingin mín með landsliðinu og ég hlakka til að drífa þetta í gang,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, þegar hann hitti fjölmiðlamenn í Laugardalnum. Hannes var sáttur með hvernig tímabilið með Randers endaði. „Það gekk mjög vel hjá mér persónulega og ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Liðið stórbatnaði líka, við náðum upp takti og enduðum tímabilið frábærlega og á virkilega jákvæðan hátt. Ég fer út úr þessu tímabili með mjög góðar tilfinningar,“ sagði Hannes.Hannes hefur engar áhyggjur af því að lenda í meiðslaveseni.Vísir/GettyÞað fannst ekki neitt Hann fór út af meiddur í hálfleik í lokaleiknum og margir höfðu áhyggjur eftir að hafa séð bæði Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson meiðast illa í vor. „Það lítur bara vel út. Mér leist ekkert á þetta í leiknum og fannst eins og ég hefði tognað í náranum. Ég talaði við þá í hálfleik og það voru allir sammála um það að það væri skynsamlegast að taka mig útaf. Síðan leit þetta betur daginn eftir en ég óttaðist og ennþá betur næsta dag. Ég var síðan skannaður og prófaður og það fannst ekki neitt. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta verði eitthvað vesen,“ sagði Hannes. Hannes hóf æfingar með landsliðinu í gær en var áður að klára tímabilið með Randers í dönsku deildinni sem og að leikstýra nýrri viðamikilli HM-auglýsingu hjá Coca Cola. Hann gerði einnig mjög flotta auglýsingu fyrir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Ég tók að mér verkefni sem er virkilega skemmtilegt. Mig er búið að klæja í puttana síðustu ár að gera eitthvað svona. Ég var í þessu í tíu ár og svo var bara algjört stopp sett á það,“ sagði Hannes sem vakti athygli um árið þegar hann leikstýrði myndbandi við Eurovision lag Íslands.Hannes segir það hafa verið krefjandi verkefni fyrir Randers að halda sæti sínu í dönsku deildinni.Vísir/GettyBetra en að sitja á sófanum og hugsa um HM allan daginn „Núna þegar það kom upp tækifæri að taka að mér stórt og spennandi verkefni sem passaði við tímarammann þá hikaði ég ekki við að hoppa á það. Það er virkilega skemmtilegt en núna er það frá og einbeitingin er komin á landsliðið,“ sagði Hannes og bætir við að það hafi verið gott að dreifa huganum. „Það hefði verið miklu verra fyrir mig að sitja bara heima í sófanum og hugsa um HM allan daginn. Núna var ég í mjög krefjandi verkefni með liðinu mínu í að halda sæti okkar í deildinni þar sem var mikil pressa og mikið stress. Það tók allan hugann og svo tók þetta vinnuverkefni við síðustu daga. Þetta hjálpaði mér við að dreifa huganum og hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera,“ sagði Hannes. „Núna er þetta frá og maður er fyrir vikið að fá landsliðs- og HM-fiðringinn og að fatta að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Hannes.Hannes í leik með Randers.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
Markvörður íslenska fótboltalandsliðið er ekki aðeins frábær markvörður heldur einnig frábær leikstjóri. Hann fékk að sýna þá hæfileika sína í aðdraganda HM. „Það er að renna upp fyrir manni núna að þetta sé að skella á. Þetta er fyrsta fótboltaæfingin mín með landsliðinu og ég hlakka til að drífa þetta í gang,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, þegar hann hitti fjölmiðlamenn í Laugardalnum. Hannes var sáttur með hvernig tímabilið með Randers endaði. „Það gekk mjög vel hjá mér persónulega og ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Liðið stórbatnaði líka, við náðum upp takti og enduðum tímabilið frábærlega og á virkilega jákvæðan hátt. Ég fer út úr þessu tímabili með mjög góðar tilfinningar,“ sagði Hannes.Hannes hefur engar áhyggjur af því að lenda í meiðslaveseni.Vísir/GettyÞað fannst ekki neitt Hann fór út af meiddur í hálfleik í lokaleiknum og margir höfðu áhyggjur eftir að hafa séð bæði Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson meiðast illa í vor. „Það lítur bara vel út. Mér leist ekkert á þetta í leiknum og fannst eins og ég hefði tognað í náranum. Ég talaði við þá í hálfleik og það voru allir sammála um það að það væri skynsamlegast að taka mig útaf. Síðan leit þetta betur daginn eftir en ég óttaðist og ennþá betur næsta dag. Ég var síðan skannaður og prófaður og það fannst ekki neitt. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta verði eitthvað vesen,“ sagði Hannes. Hannes hóf æfingar með landsliðinu í gær en var áður að klára tímabilið með Randers í dönsku deildinni sem og að leikstýra nýrri viðamikilli HM-auglýsingu hjá Coca Cola. Hann gerði einnig mjög flotta auglýsingu fyrir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Ég tók að mér verkefni sem er virkilega skemmtilegt. Mig er búið að klæja í puttana síðustu ár að gera eitthvað svona. Ég var í þessu í tíu ár og svo var bara algjört stopp sett á það,“ sagði Hannes sem vakti athygli um árið þegar hann leikstýrði myndbandi við Eurovision lag Íslands.Hannes segir það hafa verið krefjandi verkefni fyrir Randers að halda sæti sínu í dönsku deildinni.Vísir/GettyBetra en að sitja á sófanum og hugsa um HM allan daginn „Núna þegar það kom upp tækifæri að taka að mér stórt og spennandi verkefni sem passaði við tímarammann þá hikaði ég ekki við að hoppa á það. Það er virkilega skemmtilegt en núna er það frá og einbeitingin er komin á landsliðið,“ sagði Hannes og bætir við að það hafi verið gott að dreifa huganum. „Það hefði verið miklu verra fyrir mig að sitja bara heima í sófanum og hugsa um HM allan daginn. Núna var ég í mjög krefjandi verkefni með liðinu mínu í að halda sæti okkar í deildinni þar sem var mikil pressa og mikið stress. Það tók allan hugann og svo tók þetta vinnuverkefni við síðustu daga. Þetta hjálpaði mér við að dreifa huganum og hentar mér ágætlega að hafa nóg að gera,“ sagði Hannes. „Núna er þetta frá og maður er fyrir vikið að fá landsliðs- og HM-fiðringinn og að fatta að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Hannes.Hannes í leik með Randers.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira