Oddvitaáskorunin: Sendi börnin í skólann á frí- og starfsdögum Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2018 10:00 Frá Fiskideginum mikla á Dalvík. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Katrín Sigurjónsdóttir leiðir B-lista Framsóknar-og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Katrín er fædd 1968 og hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988. Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd, þau eiga 3 börn, Írisi f.1987, Snorra Eldjárn f.1991 og Svein Margeir f.2001 og fjögur barnabörn. Katrín var í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-lista Framsóknarmanna og er því að koma aftur í pólitík eftir nokkurt hlé. Hún hef unnið hjá Sölku-Fiskmiðlun hf., sem er útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum fiskafurðum frá 1994 og sem framkvæmdastjóri þar frá árinu 2004. Hún hefur mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum og á mannlífinu í byggðarlaginu. Hún vill viðhalda góðu þjónustustigi í Dalvíkurbyggð en sýna jafnframt aðhald í fjármálum og hagsýni í rekstri. Hún vill að sveitarfélagið blómstri og að fólki og fyrirtækjum finnist Dalvíkurbyggð fýsilegur kostur til búsetu og rekstrar. Helstu áhugamálin eru samverustundir með fjölskyldu og vinum, handavinna og íþróttir, þá helst fótbolti og blak. Frístundir eru oftast notaðar til að elta synina á fótboltaleiki eða fara með barnabörnin í sund. XB - Áfram veginn.Katrín Sigurjónsdóttir.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Arnarholtsvöllur á góðum sumardegi, það er ljúft að sitja við 5.teig og horfa yfir dalinn. Eða á karlateignum á 8.braut. Ég spila reyndar ekki golf sjálf en ég er alveg þokkarlegur kylfusveinn. Svo er sérstaklega fallegt við Glanna í Norðurá.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Borgarbyggð og þá í minni heimasveit, Norðurárdal. Og helst á mínum heimabæ, Glitstöðum.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakjöt er best, kjötsúpa, saltkjöt og baunir eða kótilettur í raspi.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég geri mjög góða fiskrétti þótt ég segi sjálf frá.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Traustur vinur með Upplyftingu. Ég sit ekki kyrr ef það er spilað á balli.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Tengist börnunum mínum, ég hef vakið þau og sent þau í skólann kl. 7 að morgni og líka sent þau í skólann á frídögum eða starfsdögum, alveg óvart auðvitað.Draumaferðalagið? Núna er draumaferðalagið fjölskylduferð í Veiðivötn. Við stefnum á að gera það að veruleika í ágúst.Trúir þú á líf eftir dauðann? Það er klárlega eitthvað meira þarna úti.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég er ótrúlega hrekklaus, amk.man ég ekki eftir neinu svona í fljótu bragði.Hundar eða kettir? Þó ég sé alin upp í sveit er svarið eiginlega hvorugt, miklu frekar kýr og kindur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Þegar eldri börnin voru lítil leigðum við Grease hjá Sigga í Ásvideo og vorum með hana heilan vetur heima. Hún var spiluð endalaust og ég fékk aldrei leið á henni. Svo hef ég horft oft á Pretty woman.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Sólveig Arnarsdóttir væri amk með rétta háralitinn.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Þarna er ég afar fávís, hef ekki horft á þessa þætti frekar en aðra sjónvarpsafþreyingu lengi nema Útsvar.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, af umferðarlögreglunni. Var í rétti og var ekki kát.Uppáhalds tónlistarmaður? Íris Hauks og Snorri Eldjárn eru í sérstöku uppáhaldi enda börnin mín. Og ekki skyldi skilja Svein Margeir eftir en hann er góður gítarleikari.Uppáhalds bókin? Á margar uppáhalds en í minningunni eru það barnabækurnar hennar Astrid Lindgren. Ég les alltaf bækurnar eftir Arnald um jólin og svo finnst mér Ragnar Jónasson frábær spennusagnahöfundur.Katrín og meðframbjóðendur hennar.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ef ekki vatn þá Kalda bjór. Uppáhalds þynnkumatur? Ég er aldrei þunn en Tommupizza stendur alltaf fyrir sínu. Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Góð blanda af báðu. Ef fríið er erlendis þá finnst mér best að geta slakað á á strönd í þægilegum hita. Ef fríið er innanlands þá finnst mér náttúruskoðun og menning hvers staðar áhugaverð. Hefur þú pissað í sundlaug? Klárlega ekki svo ég muni til, get ekkert fullyrt um ungbarnsárin. Hvaða lag kemur þér í gírinn? Ég lifi í voninni með Stjórninni, það er ekki hægt að sitja kyrr undir því lagi.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Æi – taugarnar mínar eru nú svo slakar. Eru þetta ekki bara allt verkefni til að leysa?Á að banna flugelda? Ég hef ekki gaman af að skjóta upp sjálf en allt er gott í hófi. Það er alveg gaman að njóta góðra flugeldasýninga eins og t.d. á Fiskidaginn Mikla.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Glódís Perla Viggósdóttir, ég er fínn varnarjaxl. Svo er hún líka frænka mín og rauðhærð eins og ég.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Katrín Sigurjónsdóttir leiðir B-lista Framsóknar-og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Katrín er fædd 1968 og hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988. Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd, þau eiga 3 börn, Írisi f.1987, Snorra Eldjárn f.1991 og Svein Margeir f.2001 og fjögur barnabörn. Katrín var í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-lista Framsóknarmanna og er því að koma aftur í pólitík eftir nokkurt hlé. Hún hef unnið hjá Sölku-Fiskmiðlun hf., sem er útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum fiskafurðum frá 1994 og sem framkvæmdastjóri þar frá árinu 2004. Hún hefur mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum og á mannlífinu í byggðarlaginu. Hún vill viðhalda góðu þjónustustigi í Dalvíkurbyggð en sýna jafnframt aðhald í fjármálum og hagsýni í rekstri. Hún vill að sveitarfélagið blómstri og að fólki og fyrirtækjum finnist Dalvíkurbyggð fýsilegur kostur til búsetu og rekstrar. Helstu áhugamálin eru samverustundir með fjölskyldu og vinum, handavinna og íþróttir, þá helst fótbolti og blak. Frístundir eru oftast notaðar til að elta synina á fótboltaleiki eða fara með barnabörnin í sund. XB - Áfram veginn.Katrín Sigurjónsdóttir.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Arnarholtsvöllur á góðum sumardegi, það er ljúft að sitja við 5.teig og horfa yfir dalinn. Eða á karlateignum á 8.braut. Ég spila reyndar ekki golf sjálf en ég er alveg þokkarlegur kylfusveinn. Svo er sérstaklega fallegt við Glanna í Norðurá.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Borgarbyggð og þá í minni heimasveit, Norðurárdal. Og helst á mínum heimabæ, Glitstöðum.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakjöt er best, kjötsúpa, saltkjöt og baunir eða kótilettur í raspi.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég geri mjög góða fiskrétti þótt ég segi sjálf frá.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Traustur vinur með Upplyftingu. Ég sit ekki kyrr ef það er spilað á balli.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Tengist börnunum mínum, ég hef vakið þau og sent þau í skólann kl. 7 að morgni og líka sent þau í skólann á frídögum eða starfsdögum, alveg óvart auðvitað.Draumaferðalagið? Núna er draumaferðalagið fjölskylduferð í Veiðivötn. Við stefnum á að gera það að veruleika í ágúst.Trúir þú á líf eftir dauðann? Það er klárlega eitthvað meira þarna úti.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég er ótrúlega hrekklaus, amk.man ég ekki eftir neinu svona í fljótu bragði.Hundar eða kettir? Þó ég sé alin upp í sveit er svarið eiginlega hvorugt, miklu frekar kýr og kindur.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Þegar eldri börnin voru lítil leigðum við Grease hjá Sigga í Ásvideo og vorum með hana heilan vetur heima. Hún var spiluð endalaust og ég fékk aldrei leið á henni. Svo hef ég horft oft á Pretty woman.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Sólveig Arnarsdóttir væri amk með rétta háralitinn.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Þarna er ég afar fávís, hef ekki horft á þessa þætti frekar en aðra sjónvarpsafþreyingu lengi nema Útsvar.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, af umferðarlögreglunni. Var í rétti og var ekki kát.Uppáhalds tónlistarmaður? Íris Hauks og Snorri Eldjárn eru í sérstöku uppáhaldi enda börnin mín. Og ekki skyldi skilja Svein Margeir eftir en hann er góður gítarleikari.Uppáhalds bókin? Á margar uppáhalds en í minningunni eru það barnabækurnar hennar Astrid Lindgren. Ég les alltaf bækurnar eftir Arnald um jólin og svo finnst mér Ragnar Jónasson frábær spennusagnahöfundur.Katrín og meðframbjóðendur hennar.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ef ekki vatn þá Kalda bjór. Uppáhalds þynnkumatur? Ég er aldrei þunn en Tommupizza stendur alltaf fyrir sínu. Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Góð blanda af báðu. Ef fríið er erlendis þá finnst mér best að geta slakað á á strönd í þægilegum hita. Ef fríið er innanlands þá finnst mér náttúruskoðun og menning hvers staðar áhugaverð. Hefur þú pissað í sundlaug? Klárlega ekki svo ég muni til, get ekkert fullyrt um ungbarnsárin. Hvaða lag kemur þér í gírinn? Ég lifi í voninni með Stjórninni, það er ekki hægt að sitja kyrr undir því lagi.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Æi – taugarnar mínar eru nú svo slakar. Eru þetta ekki bara allt verkefni til að leysa?Á að banna flugelda? Ég hef ekki gaman af að skjóta upp sjálf en allt er gott í hófi. Það er alveg gaman að njóta góðra flugeldasýninga eins og t.d. á Fiskidaginn Mikla.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Glódís Perla Viggósdóttir, ég er fínn varnarjaxl. Svo er hún líka frænka mín og rauðhærð eins og ég.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”