Sérfræðingar í varalestri rýndu í brúðkaupið: „Er hún komin?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2018 09:29 Harry og Meghan fóru í ferð um Windsor í hestvagni að lokinni athöfn eins og hefðin býður. Vísir/Getty Brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, á laugardag vakti heimsathygli. Sérfræðingar í varalestri og líkamstjáningu rýndu margir í samskipti brúðhjónanna og gesta á meðan athöfninni stóð til að veita almenningi frekari innsýn inn í athöfnina.Sjá einnig: Auða sætið var ekki handa DíönuBreska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. Í séfræðilegri greiningu hans kom ýmislegt fram. Brúðguminn Harry Bretaprins virðist hafa verið örlítið taugaóstyrkur í aðdraganda stóru stundarinnar. Er hann gekk til athafnarinnar ásamt bróður sínum, Vilhjálmi, spurði hann: „Er hún komin?“ og átti þar líklega við verðandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Vilhjálmur svaraði að bragði: „Nei, ekki enn þá.“ Þá þurfti ekki sérfræðing í varalestri til að átta sig á því hvað Harry sagði við verðandi eiginkonu sína þegar þau mættust við altarið á laugaradag, eins og sést í tístinu hér að neðan. "You look amazing. I'm so lucky." Prince Harry greets his beautiful bride Meghan Markle. #HarryAndMeghan#RoyalWeddingpic.twitter.com/IhPfQPcwyE — InStyle (@InStyle) May 19, 2018 Þegar brúðhjónin voru svo komin út í hestvagn sem beið þeirra að athöfn lokinni bar Meghan höndina upp að brjósti sér og sagði „Hvílíkt fjör“ við eiginmann sinn. Hún hefur að vonum verið ánægð með athöfnina. Þá hefur einnig verið rýnt í líkamstjáningu viðstaddra og fékk Sky annan sérfræðing til þess. Hann sagði Meghan sterka og sjálfsörugga en Harry hafi hins vegar verið taugaóstyrkur. Það hafi verið greinilegt þar sem hann blikkaði augunum ört, sleikti á sér varirnar og snerti ítrekað á sér andlitið.Harry og Vilhjálmur sjást hér mæta til kirkju á laugardaginn.Vísir/gettySérfræðingur Sky News tók brúðkaupsgesti einnig til ítarlegrar skoðunar en greinilegt er að þeir voru misvel upplagðir á laugardaginn. Tom Parker Bowles, sonur Kamillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, sagðist til að mynda „feginn að vera ekki þunnur“ er hann mætti til brúðkaupsins. Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Sjá meira
Brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, á laugardag vakti heimsathygli. Sérfræðingar í varalestri og líkamstjáningu rýndu margir í samskipti brúðhjónanna og gesta á meðan athöfninni stóð til að veita almenningi frekari innsýn inn í athöfnina.Sjá einnig: Auða sætið var ekki handa DíönuBreska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. Í séfræðilegri greiningu hans kom ýmislegt fram. Brúðguminn Harry Bretaprins virðist hafa verið örlítið taugaóstyrkur í aðdraganda stóru stundarinnar. Er hann gekk til athafnarinnar ásamt bróður sínum, Vilhjálmi, spurði hann: „Er hún komin?“ og átti þar líklega við verðandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Vilhjálmur svaraði að bragði: „Nei, ekki enn þá.“ Þá þurfti ekki sérfræðing í varalestri til að átta sig á því hvað Harry sagði við verðandi eiginkonu sína þegar þau mættust við altarið á laugaradag, eins og sést í tístinu hér að neðan. "You look amazing. I'm so lucky." Prince Harry greets his beautiful bride Meghan Markle. #HarryAndMeghan#RoyalWeddingpic.twitter.com/IhPfQPcwyE — InStyle (@InStyle) May 19, 2018 Þegar brúðhjónin voru svo komin út í hestvagn sem beið þeirra að athöfn lokinni bar Meghan höndina upp að brjósti sér og sagði „Hvílíkt fjör“ við eiginmann sinn. Hún hefur að vonum verið ánægð með athöfnina. Þá hefur einnig verið rýnt í líkamstjáningu viðstaddra og fékk Sky annan sérfræðing til þess. Hann sagði Meghan sterka og sjálfsörugga en Harry hafi hins vegar verið taugaóstyrkur. Það hafi verið greinilegt þar sem hann blikkaði augunum ört, sleikti á sér varirnar og snerti ítrekað á sér andlitið.Harry og Vilhjálmur sjást hér mæta til kirkju á laugardaginn.Vísir/gettySérfræðingur Sky News tók brúðkaupsgesti einnig til ítarlegrar skoðunar en greinilegt er að þeir voru misvel upplagðir á laugardaginn. Tom Parker Bowles, sonur Kamillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, sagðist til að mynda „feginn að vera ekki þunnur“ er hann mætti til brúðkaupsins.
Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Sjá meira
Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43