Marks og Spencer loka hundrað verslunum innan fjögurra ára Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 10:25 Stjórn Marks og Spencers ræðst í allsherjar endurskipulagningu. Vísir/Getty Steve Rowe, framkvæmdastjóri Marks og Spencers, tilkynnti í dag að matvöru-og fatarisinn þyrfti loka hundrað verslunum fyrir árið 2022. Þetta er liður í allsherjar endurskipulagningu fyrirtækisins sem hófst árið 2016. Nú þegar hefur tuttugu verslunum verið lokað og um 900 starfsmenn hafa glatað starfinu. Að því er fram kemur á vef Guardian sá stjórn fyrirtækisins sér ekki annað fært en loka fleiri verslunum og hraða breytingum sem þegar stóð til að ráðast í vegna vonbrigða með sölutölur - einkum hvað snertir sölu á fatnaði.Rýma fyrir matvöruÞað sem felst í endurskipulagningunni – sem Rowe segir lífsnauðsynlega – er að auka vægi matvöru og minnta þátt fatnaðarins hjá fyrirtækinu. Rowe segir að það sé lykilatriði að halda í við breytta verslunarhætti. Með það fyrir augum færist fatnaðurinn að mestu leyti yfir í vefverslun fyrirtækisins á næstu árum. Það er ekki aðeins Marks og Spencer sem draga saman seglin í Bretlandi. Mothercare tilkynnti í síðustu viku að til stæði að loka 50 verslunum, með því glatast 800 störf. House of Fraser þarf hugsanlega að loka einhverjum verslunum auk þess sem útlit er fyrir að New Look þurfi að loka 60 útibúum. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Steve Rowe, framkvæmdastjóri Marks og Spencers, tilkynnti í dag að matvöru-og fatarisinn þyrfti loka hundrað verslunum fyrir árið 2022. Þetta er liður í allsherjar endurskipulagningu fyrirtækisins sem hófst árið 2016. Nú þegar hefur tuttugu verslunum verið lokað og um 900 starfsmenn hafa glatað starfinu. Að því er fram kemur á vef Guardian sá stjórn fyrirtækisins sér ekki annað fært en loka fleiri verslunum og hraða breytingum sem þegar stóð til að ráðast í vegna vonbrigða með sölutölur - einkum hvað snertir sölu á fatnaði.Rýma fyrir matvöruÞað sem felst í endurskipulagningunni – sem Rowe segir lífsnauðsynlega – er að auka vægi matvöru og minnta þátt fatnaðarins hjá fyrirtækinu. Rowe segir að það sé lykilatriði að halda í við breytta verslunarhætti. Með það fyrir augum færist fatnaðurinn að mestu leyti yfir í vefverslun fyrirtækisins á næstu árum. Það er ekki aðeins Marks og Spencer sem draga saman seglin í Bretlandi. Mothercare tilkynnti í síðustu viku að til stæði að loka 50 verslunum, með því glatast 800 störf. House of Fraser þarf hugsanlega að loka einhverjum verslunum auk þess sem útlit er fyrir að New Look þurfi að loka 60 útibúum.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira