Gjaldskrárhækkanir mæti kostnaði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2018 20:15 Viðreisn hyggst lækka skatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og leggja 120 milljónir króna í atvinnuþróun í hverfum á næstu þremur árum. Þetta á meðal annars að fjármagna með sölu á malbikunarstöðinni Höfða og gjaldskrárhækkunum. Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í Breiðholtinu í dag fullmótaðar tillögur sem flokkurinn hyggst leggja fram í borgarstjórn ásamt breytingum á fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils. Yfirskrift fundarins var inn með úthverfin. „Við höfum verið sammála þéttingu byggðar en okkur finnst þessi ofuráhersla á úthverfin vera of mikil. Þannig við viljum þétta miklu betur hverfin. Í dag ef þú horfir á Reykjavík er þetta eins og bútasaumsteppi sem hefur ekki verið klárað," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ein tillaga flokksins er að leggja þrjátíu milljónir króna árlega á næstu þremur árum í atvinnuuppbyggingu í hverfum. „Við erum hérna í kjarna, gömlum þjónustkjarna. Það eru mýmargir svona kjarnar um alla borg sem þurfa svolítið að endurfæðast og við viljum gjarnan að þeir geri það með tilliti til atvinnulífs, nýsköpunar og þjónustu," segir Þórdís.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Samhliða þessu vill Viðreisn fækka skrefum við veitingu byggingarleyfa og lækka fasteignagjöld vegna atvinnuhúsnæðis. Kostnaðurinn við það á að nema um 440 milljónum króna á næsta kjörtímabili. „Þau eru nú í lögbundnu hámarki og við leggjum til að þau lækki í 1,60 prósentustig á seinni hluta kjörtímabilsins," segir Pawel Bartoszek, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Flokkurinn gerir ráð fyrir rekstrarafgangi með tekjuöflunarleiðum á borð við sölu á malbikunarstöðinni Höfða en samkvæmt útreikningum Viðreisnar myndi það skila borginni 1,2 milljörðum króna. Þá stendur til að sameina ráð á vegum borgarinnar og hækka gjaldskrár. „Við erum þar að horfa til bílastæðamála. Við erum með tillögur um að stækka gjaldskyld svæði og lengja gjaldskyldutímann," segir Pawel. „Þegar menn fóru í þær aðgerðir að lækka gjöld, hvort sem það var hjá leikskólum eða annars staðar skilaði það sér ekki endilega í betri þjónustu. Ég held að Reykjavíkingar kalli frekar eftir betri þjónustu en að hún verði ókeypis," segir Pawel. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Viðreisn hyggst lækka skatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og leggja 120 milljónir króna í atvinnuþróun í hverfum á næstu þremur árum. Þetta á meðal annars að fjármagna með sölu á malbikunarstöðinni Höfða og gjaldskrárhækkunum. Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í Breiðholtinu í dag fullmótaðar tillögur sem flokkurinn hyggst leggja fram í borgarstjórn ásamt breytingum á fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils. Yfirskrift fundarins var inn með úthverfin. „Við höfum verið sammála þéttingu byggðar en okkur finnst þessi ofuráhersla á úthverfin vera of mikil. Þannig við viljum þétta miklu betur hverfin. Í dag ef þú horfir á Reykjavík er þetta eins og bútasaumsteppi sem hefur ekki verið klárað," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ein tillaga flokksins er að leggja þrjátíu milljónir króna árlega á næstu þremur árum í atvinnuuppbyggingu í hverfum. „Við erum hérna í kjarna, gömlum þjónustkjarna. Það eru mýmargir svona kjarnar um alla borg sem þurfa svolítið að endurfæðast og við viljum gjarnan að þeir geri það með tilliti til atvinnulífs, nýsköpunar og þjónustu," segir Þórdís.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Samhliða þessu vill Viðreisn fækka skrefum við veitingu byggingarleyfa og lækka fasteignagjöld vegna atvinnuhúsnæðis. Kostnaðurinn við það á að nema um 440 milljónum króna á næsta kjörtímabili. „Þau eru nú í lögbundnu hámarki og við leggjum til að þau lækki í 1,60 prósentustig á seinni hluta kjörtímabilsins," segir Pawel Bartoszek, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Flokkurinn gerir ráð fyrir rekstrarafgangi með tekjuöflunarleiðum á borð við sölu á malbikunarstöðinni Höfða en samkvæmt útreikningum Viðreisnar myndi það skila borginni 1,2 milljörðum króna. Þá stendur til að sameina ráð á vegum borgarinnar og hækka gjaldskrár. „Við erum þar að horfa til bílastæðamála. Við erum með tillögur um að stækka gjaldskyld svæði og lengja gjaldskyldutímann," segir Pawel. „Þegar menn fóru í þær aðgerðir að lækka gjöld, hvort sem það var hjá leikskólum eða annars staðar skilaði það sér ekki endilega í betri þjónustu. Ég held að Reykjavíkingar kalli frekar eftir betri þjónustu en að hún verði ókeypis," segir Pawel.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira