Tóku sekki af seðlum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Shukri Abdull sagði meðal annars frá tíðum morðhótunum á blaðamannafundinum í gær. Vísir/afp Shukri Abdull, sem stýrði og stýrir rannsókn á hinu svokallaða 1MDB-spillingarmáli í Malasíu, lýsti því á blaðamannafundi í höfuðborginni Kúala Lúmpúr í gær þegar hann fékk tíðar morðhótanir fyrir störf sín. Málið sem Shukri rannsakar gengur út á að Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu, sé sakaður um að hafa stolið rúmlega sjötíu milljörðum króna úr 1MDB-sjóðnum, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Málið reyndist Razak erfitt í þingkosningum fyrr í mánuðinum. Tapaði bandalag íhaldsflokka þá meirihluta í fyrsta sinn í sögu malasísks lýðræðis. Mahathir Mohamad, 92 ára gamall fyrirrennari Razaks sem forsætisráðherra og leiðtogi BN, bandalags íhaldsflokka, keyrði á málinu í kosningabaráttu sinni. Nú eftir að Mahathir náði kjöri skipaði hann fyrrnefndan Shukri aftur sem formann MACC, nefndarinnar gegn spillingu. Shukri hafði áður þurft að flýja land vegna hótana. „Mér var hótað uppsögn, ég var beðinn um að fara snemma á eftirlaun, fara í frí og var svo dreginn inn í starfsendurhæfingu. Mér bárust hótanir yfir Whatsapp, fólk hótaði mér á heimili mínu og ég fékk byssukúlur í pósti,“ sagði Shukri á blaðamannafundi gærdagsins. Shukri var nálægt því að bresta í grát þegar hann lýsti þessari lífsreynslu. Rannsókn MACC hefði leitt í ljós að til stæði að handtaka Shukri og fangelsa. Saka hefði átt hann um samsæri gegn ríkisstjórninni. „Við vildum ná aftur í fé sem stolið var af ríkinu. Í staðinn vorum við sökuð um að reyna að ráðast á Malasíu. Við vorum sökuð um landráð,“ sagði Shukri. Najib Razak hefur alla tíð neitað sök í málinu. Gerði hann væntanlega slíkt hið sama þegar hann kom til yfirheyrslu hjá MACC í síðustu viku. Najib hefur haldið því fram að milljarðarnir 70 hafi verið gjöf frá sádiarabískum prins. Lögregla gerði áhlaup á ýmsar eignir tengdar Najib í síðustu viku. Gerði hún upptæk 284 veski frá stærstu tískuhúsum heims, 72 sekki af seðlum auk ýmissa skartgripa og úra. Talningu seðlanna úr sekkjunum er ekki enn lokið. Birtist í Fréttablaðinu Malasía Tengdar fréttir Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45 Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Shukri Abdull, sem stýrði og stýrir rannsókn á hinu svokallaða 1MDB-spillingarmáli í Malasíu, lýsti því á blaðamannafundi í höfuðborginni Kúala Lúmpúr í gær þegar hann fékk tíðar morðhótanir fyrir störf sín. Málið sem Shukri rannsakar gengur út á að Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu, sé sakaður um að hafa stolið rúmlega sjötíu milljörðum króna úr 1MDB-sjóðnum, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Málið reyndist Razak erfitt í þingkosningum fyrr í mánuðinum. Tapaði bandalag íhaldsflokka þá meirihluta í fyrsta sinn í sögu malasísks lýðræðis. Mahathir Mohamad, 92 ára gamall fyrirrennari Razaks sem forsætisráðherra og leiðtogi BN, bandalags íhaldsflokka, keyrði á málinu í kosningabaráttu sinni. Nú eftir að Mahathir náði kjöri skipaði hann fyrrnefndan Shukri aftur sem formann MACC, nefndarinnar gegn spillingu. Shukri hafði áður þurft að flýja land vegna hótana. „Mér var hótað uppsögn, ég var beðinn um að fara snemma á eftirlaun, fara í frí og var svo dreginn inn í starfsendurhæfingu. Mér bárust hótanir yfir Whatsapp, fólk hótaði mér á heimili mínu og ég fékk byssukúlur í pósti,“ sagði Shukri á blaðamannafundi gærdagsins. Shukri var nálægt því að bresta í grát þegar hann lýsti þessari lífsreynslu. Rannsókn MACC hefði leitt í ljós að til stæði að handtaka Shukri og fangelsa. Saka hefði átt hann um samsæri gegn ríkisstjórninni. „Við vildum ná aftur í fé sem stolið var af ríkinu. Í staðinn vorum við sökuð um að reyna að ráðast á Malasíu. Við vorum sökuð um landráð,“ sagði Shukri. Najib Razak hefur alla tíð neitað sök í málinu. Gerði hann væntanlega slíkt hið sama þegar hann kom til yfirheyrslu hjá MACC í síðustu viku. Najib hefur haldið því fram að milljarðarnir 70 hafi verið gjöf frá sádiarabískum prins. Lögregla gerði áhlaup á ýmsar eignir tengdar Najib í síðustu viku. Gerði hún upptæk 284 veski frá stærstu tískuhúsum heims, 72 sekki af seðlum auk ýmissa skartgripa og úra. Talningu seðlanna úr sekkjunum er ekki enn lokið.
Birtist í Fréttablaðinu Malasía Tengdar fréttir Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45 Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40