Lögreglan rannsakar nýjar vísbendingar um hver varð Olof Palme að bana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2018 14:04 Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. Palme, sem var þá forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms árið 1986. Lögreglan, sem telur morðingja Palme enn ófundinn, rannsakar nú nýjar vísbendingar í málinu en í gær birti sænska tímaritið Filter ítarlega umfjöllun um morðið. Blaðamaðurinn Thomas Petterson hefur varið tólf árum í að rannsaka málið og er umfjöllun Filter afrakstur þeirrar vinnu. Í umfjölluninni kemur fram að líklegt sé að Stig Engström beri ábyrgð á dauða Palme. Engström framdi sjálfsmorð árið 2000 en hann var lykilvitni í málinu á sínum tíma þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem kom á vettvang þegar Palme var myrtur. Engström bar til að mynda vitni þegar Christer Petterson var sakfelldur fyrir morðið 1988. Petterson áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður. Síðan þá hefur enginn verið dæmdur fyrir að hafa orðið Palme að bana. Yfirheyrðu fyrrverandi eiginkonu Engström tvisvar í fyrra Í frétt BBC kemur fram að undanfarin misseri hafi lögreglan yfirheyrt fólk sem tengist Engström. Þannig hafi fyrrverandi eiginkona staðfest að rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu hana tvisvar á síðasta ári. Hún segir útilokað að Engström hafi myrt Palme. „Hann var ekki þannig manneskja, það er alveg á hreinu. Hann var of mikill heigull og gerði ekki flugu mein.“ Engström var kallaður Skandia-maðurinn í sænskum fjölmiðlum þar sem hann var á leið heim úr vinnu sinni í Skandia-byggingunni þegar hann kom á vettvang morðsins. Skandia-byggingin er ekki langt frá vettvangi en tveimur mínútum eftir að Engström yfirgaf bygginguna var Palme skotinn. Lýsti því að hafa hrasað um einhvern sem lá á jörðinni Í réttarhöldunum yfir Christer Petterson á sínum tíma sagði Engström að hann hefði hrasað um einhvern sem lá á bakinu á jörðinni. „Ég sá blóð. Ég hikaði og spáði í hvort ég ætti að fara á metró-stöðina eða stoppa,“ sagði Engström. Í umfjöllun Filter-tímaritsins er Engström sagður hafa hlotið þjálfun í að nota vopn. Þá er hann einnig sagður hafa haft aðgang að skotvopni svipuðu því sem notað var í morðinu þar sem vinnur hans átti vopnasafn. Vinurinn hafði verið í bandaríska hernum og hafði mikinn áhuga á bandarískum Magnum-marghleypum, sams konar byssu og notuð var til að myrða Palme.Fréttin hefur verið uppfærð. Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48 Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Maður sem var lykilvitni við rannsókn lögreglu á morðinu á Olof Palme hefur nú sjálfur verið tengdur við morðið. Palme, sem var þá forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms árið 1986. Lögreglan, sem telur morðingja Palme enn ófundinn, rannsakar nú nýjar vísbendingar í málinu en í gær birti sænska tímaritið Filter ítarlega umfjöllun um morðið. Blaðamaðurinn Thomas Petterson hefur varið tólf árum í að rannsaka málið og er umfjöllun Filter afrakstur þeirrar vinnu. Í umfjölluninni kemur fram að líklegt sé að Stig Engström beri ábyrgð á dauða Palme. Engström framdi sjálfsmorð árið 2000 en hann var lykilvitni í málinu á sínum tíma þar sem hann var einn af þeim fyrstu sem kom á vettvang þegar Palme var myrtur. Engström bar til að mynda vitni þegar Christer Petterson var sakfelldur fyrir morðið 1988. Petterson áfrýjaði þeim dómi og var sýknaður. Síðan þá hefur enginn verið dæmdur fyrir að hafa orðið Palme að bana. Yfirheyrðu fyrrverandi eiginkonu Engström tvisvar í fyrra Í frétt BBC kemur fram að undanfarin misseri hafi lögreglan yfirheyrt fólk sem tengist Engström. Þannig hafi fyrrverandi eiginkona staðfest að rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu hana tvisvar á síðasta ári. Hún segir útilokað að Engström hafi myrt Palme. „Hann var ekki þannig manneskja, það er alveg á hreinu. Hann var of mikill heigull og gerði ekki flugu mein.“ Engström var kallaður Skandia-maðurinn í sænskum fjölmiðlum þar sem hann var á leið heim úr vinnu sinni í Skandia-byggingunni þegar hann kom á vettvang morðsins. Skandia-byggingin er ekki langt frá vettvangi en tveimur mínútum eftir að Engström yfirgaf bygginguna var Palme skotinn. Lýsti því að hafa hrasað um einhvern sem lá á jörðinni Í réttarhöldunum yfir Christer Petterson á sínum tíma sagði Engström að hann hefði hrasað um einhvern sem lá á bakinu á jörðinni. „Ég sá blóð. Ég hikaði og spáði í hvort ég ætti að fara á metró-stöðina eða stoppa,“ sagði Engström. Í umfjöllun Filter-tímaritsins er Engström sagður hafa hlotið þjálfun í að nota vopn. Þá er hann einnig sagður hafa haft aðgang að skotvopni svipuðu því sem notað var í morðinu þar sem vinnur hans átti vopnasafn. Vinurinn hafði verið í bandaríska hernum og hafði mikinn áhuga á bandarískum Magnum-marghleypum, sams konar byssu og notuð var til að myrða Palme.Fréttin hefur verið uppfærð.
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Tengdar fréttir Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30 Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48 Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme: 133 hafa játað á sig morðið Morðið á sænska forsætisráðherranum er enn óupplýst. 26. febrúar 2016 14:30
Krister Petersson tekur við rannsókninni á Palme-morðinu Nafnið kann að hljóma kunnuglega en smákrimminn og "alnafni“ Petersson, Christer Pettersson, er eini maðurinn sem hefur verið dæmdur fyrir morðið á Palme. 15. nóvember 2016 20:48
Sagðist vita hver myrti Palme "Ekki gleyma að rannsaka þetta ef ég dey skyndilega,“ skrifaði Eva Rausing í tölvupósti til sænska blaðamannsins Gunnars Wall. Svo bætti hún við: "Bara grín, vona ég!“ 30. ágúst 2012 00:30