Að flytja inn bensín á bíla á Íslandi eins og að flytja inn fisk Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2018 09:30 Figueres er jákvæð um framtíð Parísarsamkomulagið þrátt fyrir boðað brotthvarf Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Ísland gæti orðið eitt fyrsta landið í heiminum til að bjóða upp algerlega kolefnishlutlausa ferðamennsku að mati Christiönu Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóra Sameinuðu þjóðanna og eins arkítekta Parísarsamkomulagsins. Hún telur markmið Íslands um kolefnishlutleysi ekki ganga nógu langt og líkir innflutningi Íslendinga á bensíni fyrir samgöngur við það að þeir flyttu inn fisk. Kostaríkakonan Figueres tók við stöðu framkvæmdastjóra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar á erfiðum tíma sumarið 2010. Þá var aðeins hálft ár liðið frá því að tilraunir þjóða heims til að ná samstöðu um nýjan alþjóðlegan samning um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til að taka við af Kýótósáttmálanum fór út um þúfur í Kaupmannahöfn. Á árunum á eftir færðist hins vegar nýr kraftur í samningaumleitanirnar undir umsjón Figueres. Þær enduðu með tímamótasamkomulaginu sem var undirritað í París í desember árið 2015 og hefur verið kennt við borgina. Samkvæmt því stefna 195 aðildarríkin að því að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að takmarka hlýnun jarðar við 2°C og helst 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Figueres, sem er 61 árs gömul og hætti sem loftslagsstjóri SÞ árið 2016, tók þátt í ráðstefnu um jarðhita í Reykjavík fyrr í þessum mánuði og ræddi þá við Vísi um loftslagsaðgerðir Íslands og framtíð Parísarsamkomulagsins, meðal annars í ljósi boðaðrar úrsagnar Bandaríkjastjórnar eftir tvö ár.Ekkert vit í að flytja unnar olíuvörur til Íslands Orka til raforkuframleiðslu og húshitunar á Íslandi kemur nær alfarið frá endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli og jarðhita. Engu að síður er útlit fyrir að Ísland standist ekki skuldbindingar sínar vegna Kýótósáttmálans. Spurð að því hvort að það dragi úr vonum hennar um árangur í loftslagsmálum að land eins og Ísland hafi ekki náð lengra í aðgerðum sínum bendir Figueres á að Ísland sé eitt fárra ríkja sem hafi losað sig við kol úr orkukerfi sínu. Ísland sé í raun heilli öld á undan mörgum öðrum löndum í þeim efnum. Ísland búi einnig að því að hafa eina hreinustu og stöðugustu hreinu orkuframleiðslu í heiminum og ódýrasta rafmagnið í Evrópu. Figueres telur hins vegar að yfirlýst markmið ríkisstjórnar Íslands um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 gangi ekki nógu langt. „Ég tel hreinskilnislega að það sé ekki nógu metnaðarfullt vegna þess að ég held að með þessari orkusamsetningu sem Ísland hefur og með raforkukostnaðinum sem Ísland hefur þá tel ég að það að halda áfram að flytja inn unnar olíuvörur fyrir samgöngur, það er annað mál með iðnað, sé svolítið eins og að flytja fisk til Íslands. Það er ekkert vit í því,“ segir hún. Ísland gæti nýtt sér stöðugt og ódýrt rafmagn til þess að rafvæða bílaflota sinn á skömmum tíma að mati Figueres. Fjárfesta þyrfti í innviðum og gefa eigendum einkabíla og rútubíla hvata til að færa sig yfir í rafmagn.Fv. loftslagsstjóri SÞ sér fyrir sér að Íslendingar gætu hæglega gert ferðamennsku á Íslandi kolefnisfría.Vísir/GVAFerðamennskan stuðli ekki að aukinni losun Þá nefnir hún möguleikana á að Ísland gæti markað sér sérstöðu í ferðamennsku með því að gera hana óháða jarðefnaeldsneyti. „Ég er reyndar mjög spennt fyrir hönd Íslands því ég held að landið getið orðið eitt fyrsta landið í heiminum til að bjóða ferðamannaiðnaðinum algerlega kolefnislausa upplifun á Íslandi,“ segir hún og bendir á að ferðamenn sem komi til Íslands komi sérstaklega til að sjá náttúruna. Vísbendingar hafa hins vegar verið um að mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi hafi leitt til töluverðrar aukningar í losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Figueres segir að Ísland hafi sennilega efni á að taka við fleiri ferðamönnum. Ísland hafi hins vegar ekki efni á að ferðamennskan stuðli að losun gróðurhúsalofttegunda og hún þurfi heldur ekki að gera það. „Ef Ísland væri ekki með ódýra lausn sem er þegar fyrir hendi þá þyrftum við virkilega að hugsa málið. Lausnin er hins vegar ekki við þröskuldinni, hún er undir fótum ykkar,“ segir Figueres og vísar til jarðhitans á Íslandi. Hún bendir á að nærri því allir bílaframleiðendur heims séu nú að færa sig yfir í smíði rafbíla. „Hví ekki að gera Íslandi að sýningarlandi fyrir ferðamennsku?“ spyr hún.Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ríkisstjórn hans ætlaði að segja sig frá Parísarsamkomulaginu í júní í fyrra. Það gerist þó ekki formlega fyrr en árið 2020.Vísir/AFPBrotthvarf Bandaríkjanna stöðvar ekki afkolefnisvæðingu heimsins Eftir fögnuðinn sem braust út þegar Parísarsamkomulagið varð að veruleika kom bakslag í fyrra þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga land sitt út úr Parísarsamkomulaginu. Það getur hann raunar ekki gert fyrr en árið 2020 en á meðan hefur ríkisstjórn hans leitast eftir að afnema reglugerður sem voru settar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Figueres hefur hins vegar ekki miklar áhyggjur af boðuðu brotthvarfi Bandaríkjanna. Það muni ekki stöðva afkolefnisvæðingu alþjóðahagkerfisins og engin önnur lönd hafi fylgt fordæmi Bandaríkjanna. Þvert á móti hafi tvö ríki bæst í hópinn eftir að samkomulagið var samþykkt; Sýrland og Níkaragva. „Flest lönd hafa áttað sig á því að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og að afkolefnisvæðing hagkerfisins er ekki byrði heldur efnahagslegt tækifæri. Þetta er stórt viðskiptatækifæri. Þetta er viðskiptatækifæri vegna þess að það nútímavæðir innviði, það nútímavæðir orkukerfi, það nútímavæðir vöxt borga og því fylgja strax ýmsir kostir eins og miklu betri heilsufarsaðstæður vegna minni loftmengunar,“ segir Figueres. Því telur hún að önnur ríki heims haldi áfram í átt að afkolefnisvæðingu. Bandaríkin verði þar ekki undanskilin. Í því samhengi bendir Figueres á að reglugerðaumhverfi Bandaríkjanna sé afar ríkisskipt og fjöldi ríkja, borga og fyrirtækja haldi áfram að fjárfesta í afkolefnisvæðingu þrátt fyrir stefnu alríkisstjórnarinnar sem Trump stýrir. „Þannig að ég er áfram bjartsýn vegna þess að afkolefnisvæðing er óafturkallanleg, hún er óstöðvandi, með eða án Hvíta hússins. Hún mun aðeins halda áfram að verða hraðari,“ fullyrðir Figueres. Endurnýjanlegir orkugjafar haldi áfram að verða ódýrari. Ríkisstjórnir átti sig á að afkolefnisvæðing sé hagkerfi þeirra fyrir bestu, fyrirtæki átti sig á að hún sé góð fjárfestingu og almenningur sé að vakna til meðvitundar um að það sé í hans hag að krefjast lágkolefnis- eða kolefnislausra vara og þjónustu.Figueres ávarpaði Alþjóðlegu jarðhitaráðstefnuna í Hörpu í lok apríl.Vísir/VilhelmHafnar því að París hrökkvi ekki til Sú gagnrýni hefur heyrst á Parísarsamkomulagið að aðgerðir ríkja heims til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda dugi engan veginn til þess að ná yfirlýstu markmiði þess um að halda hlýnun innan við 1,5-2°C. Figueres hafnar þeirri gagnrýni hins vegar. Forsenda hennar sé að það eina sem Parísarsamkomulagið hafi gert hafi verið að safna saman fyrstu landsmarkmiðum aðildarríkjanna. Samkomulagið er hins vegar hannað til að lifa í nokkra áratugi og samkvæmt því þurfa ríkin stöðugt að uppfæra markmið sín og gera þau metnaðarfyllri. Hún líkir Parísarsamkomulaginu við maraþon. Það hafi í raun málað ráslínuna. Samkomulaginu hafi aldrei ætlað að vera kyrrstætt, það sé lifandi og virkt. Ríkin séu þegar byrjuð að vinna að næstu landsmarkmiðum sínum til að skila inn til samkomulagsins. „Að segja að Parísarsamkomulagið komi okkur ekki undir tvær eða eina komma fimm gráður er eins og að segja að þegar þú ferð af ráslínu maraþons hafir þú ekki lokið maraþoni. Það er rétt því þú hefur ekki lokið maraþoninu. En maraþonið á að vera í fullri lengd. Parísarsamkomulagið á að vera í fullri lengd,“ segir Figueres.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá erindi Figueres á Alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunni í Hörpu.Einnig vísar hún því á bug að samkomulagið sé ekki lagalega bindandi. Alls hafi 195 ríki samþykkt samkomulagið og 173 ríki fullgilt það. „Parísarsamkomulagið hefur farið frá því að vera alþjóðlegur rammi yfir í að vera hluti af lögum í 173 löndum,“ segir Figueres. Munurinn á Parísarsamkomulaginu og forvera þess, Kýótósáttmálanum, sé að Kýótó hafi verið samkomulag um ákveðinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í eitt skipti og lagalega bindandi fyrir þjóðir. Samdrátturinn í losun sé ekki lagalega bindandi en eftirlitið og eftirfylgnin sé það. „Samdrátturinn samkvæmt Parísarsamkomulaginu er ekki kyrrstæður og ekki í eitt skipti, það er ætlast til að hann verði aukinn. Samdrátturinn er ekki lagalega bindandi, hann getur ekki verið það vegna þess að við vitum ekki hver hann verður. Honum er ætlað að vaxa meðfram vexti hagkerfisins,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Ísland gæti orðið eitt fyrsta landið í heiminum til að bjóða upp algerlega kolefnishlutlausa ferðamennsku að mati Christiönu Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóra Sameinuðu þjóðanna og eins arkítekta Parísarsamkomulagsins. Hún telur markmið Íslands um kolefnishlutleysi ekki ganga nógu langt og líkir innflutningi Íslendinga á bensíni fyrir samgöngur við það að þeir flyttu inn fisk. Kostaríkakonan Figueres tók við stöðu framkvæmdastjóra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar á erfiðum tíma sumarið 2010. Þá var aðeins hálft ár liðið frá því að tilraunir þjóða heims til að ná samstöðu um nýjan alþjóðlegan samning um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til að taka við af Kýótósáttmálanum fór út um þúfur í Kaupmannahöfn. Á árunum á eftir færðist hins vegar nýr kraftur í samningaumleitanirnar undir umsjón Figueres. Þær enduðu með tímamótasamkomulaginu sem var undirritað í París í desember árið 2015 og hefur verið kennt við borgina. Samkvæmt því stefna 195 aðildarríkin að því að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að takmarka hlýnun jarðar við 2°C og helst 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Figueres, sem er 61 árs gömul og hætti sem loftslagsstjóri SÞ árið 2016, tók þátt í ráðstefnu um jarðhita í Reykjavík fyrr í þessum mánuði og ræddi þá við Vísi um loftslagsaðgerðir Íslands og framtíð Parísarsamkomulagsins, meðal annars í ljósi boðaðrar úrsagnar Bandaríkjastjórnar eftir tvö ár.Ekkert vit í að flytja unnar olíuvörur til Íslands Orka til raforkuframleiðslu og húshitunar á Íslandi kemur nær alfarið frá endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli og jarðhita. Engu að síður er útlit fyrir að Ísland standist ekki skuldbindingar sínar vegna Kýótósáttmálans. Spurð að því hvort að það dragi úr vonum hennar um árangur í loftslagsmálum að land eins og Ísland hafi ekki náð lengra í aðgerðum sínum bendir Figueres á að Ísland sé eitt fárra ríkja sem hafi losað sig við kol úr orkukerfi sínu. Ísland sé í raun heilli öld á undan mörgum öðrum löndum í þeim efnum. Ísland búi einnig að því að hafa eina hreinustu og stöðugustu hreinu orkuframleiðslu í heiminum og ódýrasta rafmagnið í Evrópu. Figueres telur hins vegar að yfirlýst markmið ríkisstjórnar Íslands um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 gangi ekki nógu langt. „Ég tel hreinskilnislega að það sé ekki nógu metnaðarfullt vegna þess að ég held að með þessari orkusamsetningu sem Ísland hefur og með raforkukostnaðinum sem Ísland hefur þá tel ég að það að halda áfram að flytja inn unnar olíuvörur fyrir samgöngur, það er annað mál með iðnað, sé svolítið eins og að flytja fisk til Íslands. Það er ekkert vit í því,“ segir hún. Ísland gæti nýtt sér stöðugt og ódýrt rafmagn til þess að rafvæða bílaflota sinn á skömmum tíma að mati Figueres. Fjárfesta þyrfti í innviðum og gefa eigendum einkabíla og rútubíla hvata til að færa sig yfir í rafmagn.Fv. loftslagsstjóri SÞ sér fyrir sér að Íslendingar gætu hæglega gert ferðamennsku á Íslandi kolefnisfría.Vísir/GVAFerðamennskan stuðli ekki að aukinni losun Þá nefnir hún möguleikana á að Ísland gæti markað sér sérstöðu í ferðamennsku með því að gera hana óháða jarðefnaeldsneyti. „Ég er reyndar mjög spennt fyrir hönd Íslands því ég held að landið getið orðið eitt fyrsta landið í heiminum til að bjóða ferðamannaiðnaðinum algerlega kolefnislausa upplifun á Íslandi,“ segir hún og bendir á að ferðamenn sem komi til Íslands komi sérstaklega til að sjá náttúruna. Vísbendingar hafa hins vegar verið um að mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi hafi leitt til töluverðrar aukningar í losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Figueres segir að Ísland hafi sennilega efni á að taka við fleiri ferðamönnum. Ísland hafi hins vegar ekki efni á að ferðamennskan stuðli að losun gróðurhúsalofttegunda og hún þurfi heldur ekki að gera það. „Ef Ísland væri ekki með ódýra lausn sem er þegar fyrir hendi þá þyrftum við virkilega að hugsa málið. Lausnin er hins vegar ekki við þröskuldinni, hún er undir fótum ykkar,“ segir Figueres og vísar til jarðhitans á Íslandi. Hún bendir á að nærri því allir bílaframleiðendur heims séu nú að færa sig yfir í smíði rafbíla. „Hví ekki að gera Íslandi að sýningarlandi fyrir ferðamennsku?“ spyr hún.Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um að ríkisstjórn hans ætlaði að segja sig frá Parísarsamkomulaginu í júní í fyrra. Það gerist þó ekki formlega fyrr en árið 2020.Vísir/AFPBrotthvarf Bandaríkjanna stöðvar ekki afkolefnisvæðingu heimsins Eftir fögnuðinn sem braust út þegar Parísarsamkomulagið varð að veruleika kom bakslag í fyrra þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga land sitt út úr Parísarsamkomulaginu. Það getur hann raunar ekki gert fyrr en árið 2020 en á meðan hefur ríkisstjórn hans leitast eftir að afnema reglugerður sem voru settar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Figueres hefur hins vegar ekki miklar áhyggjur af boðuðu brotthvarfi Bandaríkjanna. Það muni ekki stöðva afkolefnisvæðingu alþjóðahagkerfisins og engin önnur lönd hafi fylgt fordæmi Bandaríkjanna. Þvert á móti hafi tvö ríki bæst í hópinn eftir að samkomulagið var samþykkt; Sýrland og Níkaragva. „Flest lönd hafa áttað sig á því að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og að afkolefnisvæðing hagkerfisins er ekki byrði heldur efnahagslegt tækifæri. Þetta er stórt viðskiptatækifæri. Þetta er viðskiptatækifæri vegna þess að það nútímavæðir innviði, það nútímavæðir orkukerfi, það nútímavæðir vöxt borga og því fylgja strax ýmsir kostir eins og miklu betri heilsufarsaðstæður vegna minni loftmengunar,“ segir Figueres. Því telur hún að önnur ríki heims haldi áfram í átt að afkolefnisvæðingu. Bandaríkin verði þar ekki undanskilin. Í því samhengi bendir Figueres á að reglugerðaumhverfi Bandaríkjanna sé afar ríkisskipt og fjöldi ríkja, borga og fyrirtækja haldi áfram að fjárfesta í afkolefnisvæðingu þrátt fyrir stefnu alríkisstjórnarinnar sem Trump stýrir. „Þannig að ég er áfram bjartsýn vegna þess að afkolefnisvæðing er óafturkallanleg, hún er óstöðvandi, með eða án Hvíta hússins. Hún mun aðeins halda áfram að verða hraðari,“ fullyrðir Figueres. Endurnýjanlegir orkugjafar haldi áfram að verða ódýrari. Ríkisstjórnir átti sig á að afkolefnisvæðing sé hagkerfi þeirra fyrir bestu, fyrirtæki átti sig á að hún sé góð fjárfestingu og almenningur sé að vakna til meðvitundar um að það sé í hans hag að krefjast lágkolefnis- eða kolefnislausra vara og þjónustu.Figueres ávarpaði Alþjóðlegu jarðhitaráðstefnuna í Hörpu í lok apríl.Vísir/VilhelmHafnar því að París hrökkvi ekki til Sú gagnrýni hefur heyrst á Parísarsamkomulagið að aðgerðir ríkja heims til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda dugi engan veginn til þess að ná yfirlýstu markmiði þess um að halda hlýnun innan við 1,5-2°C. Figueres hafnar þeirri gagnrýni hins vegar. Forsenda hennar sé að það eina sem Parísarsamkomulagið hafi gert hafi verið að safna saman fyrstu landsmarkmiðum aðildarríkjanna. Samkomulagið er hins vegar hannað til að lifa í nokkra áratugi og samkvæmt því þurfa ríkin stöðugt að uppfæra markmið sín og gera þau metnaðarfyllri. Hún líkir Parísarsamkomulaginu við maraþon. Það hafi í raun málað ráslínuna. Samkomulaginu hafi aldrei ætlað að vera kyrrstætt, það sé lifandi og virkt. Ríkin séu þegar byrjuð að vinna að næstu landsmarkmiðum sínum til að skila inn til samkomulagsins. „Að segja að Parísarsamkomulagið komi okkur ekki undir tvær eða eina komma fimm gráður er eins og að segja að þegar þú ferð af ráslínu maraþons hafir þú ekki lokið maraþoni. Það er rétt því þú hefur ekki lokið maraþoninu. En maraþonið á að vera í fullri lengd. Parísarsamkomulagið á að vera í fullri lengd,“ segir Figueres.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá erindi Figueres á Alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunni í Hörpu.Einnig vísar hún því á bug að samkomulagið sé ekki lagalega bindandi. Alls hafi 195 ríki samþykkt samkomulagið og 173 ríki fullgilt það. „Parísarsamkomulagið hefur farið frá því að vera alþjóðlegur rammi yfir í að vera hluti af lögum í 173 löndum,“ segir Figueres. Munurinn á Parísarsamkomulaginu og forvera þess, Kýótósáttmálanum, sé að Kýótó hafi verið samkomulag um ákveðinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í eitt skipti og lagalega bindandi fyrir þjóðir. Samdrátturinn í losun sé ekki lagalega bindandi en eftirlitið og eftirfylgnin sé það. „Samdrátturinn samkvæmt Parísarsamkomulaginu er ekki kyrrstæður og ekki í eitt skipti, það er ætlast til að hann verði aukinn. Samdrátturinn er ekki lagalega bindandi, hann getur ekki verið það vegna þess að við vitum ekki hver hann verður. Honum er ætlað að vaxa meðfram vexti hagkerfisins,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira