Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Trump hefur oft sagt alríkislögregluna hafa njósnað um sig. Vísir/afp Toppar bandarískra eftirlits- og löggæslustofnana munu funda með leiðtogum Repúblikana á þinginu í dag. Þar munu topparnir deila með leiðtogunum leyniskjölum sem tengjast uppljóstrara FBI sem ræddi við starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump á árdögum rannsóknar alríkislögreglu á meintu samráði framboðsins við rússnesk yfirvöld og afskiptum Rússa af kosningunum. Uppljóstraramálið er forseta hugleikið. Ákvað hann meðal annars um helgina að krefjast þess að dómsmálaráðuneyti hans rannsakaði þessar „njósnir“ alríkislögreglunnar og spurði hvort Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði fyrirskipað aðgerðirnar. Þá hefur Trump fullyrt að uppljóstrarinn hafi komið sér inn í framboðsteymið áður en hin svokallaða Rússarannsókn hófst, aðgerðin hafi sem sagt verið í pólitískum tilgangi, en samkvæmt The New York Times er sú fullyrðing röng. „Sjáið bara hvernig þetta hefur snúist í höndunum á hinu glæpsamlega djúpríki. Það reynir að elta falsað samráð við Rússa, uppskáldað svindl, og er síðan gripið glóðvolgt í risavöxnu NJÓSNAhneyksli af stærðargráðu sem þetta land hefur jafnvel aldrei séð áður,“ tísti Trump og hélt áfram: „SPYGATE gæti orðið eitt stærsta pólitíska hneykslismál allra tíma.“SPYGATE could be one of the biggest political scandals in history!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 23, 2018 Forseti og stuðningsmenn hans hafa haldið fram að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintu samráði sé hluti af samsæri hins svokallaða djúpríkis (e. deep state) gegn sér. Djúpríkið á að vera samsett af áhrifamönnum innan ríkisstofnana, leyniþjónustu- og löggæslustofnana og hersins. Eru ásakanir Trumps nú áþekkar þeim sem hann setti fram á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar, þegar hann sagði Obama hafa látið hlera Trump-turninn. Dómsmálaráðuneytið hrakti síðar þær fullyrðingar. Til fundardagsins var boðað eftir að forseti kallaði Christopher Wray alríkislögreglustjóra og Rod Rosenstein varadómsmálaráðherra á sinn fund til að krefjast rannsóknar á málinu sem forseti kallar Spygate. Þá er fundurinn einnig haldinn í tengslum við stefnu þingmannsins Devins Nunes. Sá krafðist þess að öll skjöl um uppljóstrarann, bandarískan fræðimann, yrðu afhent upplýsingamálanefnd neðri deildar þingsins. Þeirri beiðni var í upphafi hafnað en vegna þrýstings Trumps er ljóst að Repúblikanar fá allavega hluta skjalanna í hendurnar. Demókratar hafa ítrekað gagnrýnt Nunes fyrir að reyna að grafa undan rannsókn Muellers með kröfum sínum og fullyrðingum um samsæri gegn forsetanum. Hafa meðal annars sagt Nunes misnota stöðu sína sem formaður upplýsingamálanefndarinnar. Þá hafa Demókratar lýst yfir óánægju með að vera skildir út undan á fundi dagsins. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Toppar bandarískra eftirlits- og löggæslustofnana munu funda með leiðtogum Repúblikana á þinginu í dag. Þar munu topparnir deila með leiðtogunum leyniskjölum sem tengjast uppljóstrara FBI sem ræddi við starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump á árdögum rannsóknar alríkislögreglu á meintu samráði framboðsins við rússnesk yfirvöld og afskiptum Rússa af kosningunum. Uppljóstraramálið er forseta hugleikið. Ákvað hann meðal annars um helgina að krefjast þess að dómsmálaráðuneyti hans rannsakaði þessar „njósnir“ alríkislögreglunnar og spurði hvort Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði fyrirskipað aðgerðirnar. Þá hefur Trump fullyrt að uppljóstrarinn hafi komið sér inn í framboðsteymið áður en hin svokallaða Rússarannsókn hófst, aðgerðin hafi sem sagt verið í pólitískum tilgangi, en samkvæmt The New York Times er sú fullyrðing röng. „Sjáið bara hvernig þetta hefur snúist í höndunum á hinu glæpsamlega djúpríki. Það reynir að elta falsað samráð við Rússa, uppskáldað svindl, og er síðan gripið glóðvolgt í risavöxnu NJÓSNAhneyksli af stærðargráðu sem þetta land hefur jafnvel aldrei séð áður,“ tísti Trump og hélt áfram: „SPYGATE gæti orðið eitt stærsta pólitíska hneykslismál allra tíma.“SPYGATE could be one of the biggest political scandals in history!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 23, 2018 Forseti og stuðningsmenn hans hafa haldið fram að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintu samráði sé hluti af samsæri hins svokallaða djúpríkis (e. deep state) gegn sér. Djúpríkið á að vera samsett af áhrifamönnum innan ríkisstofnana, leyniþjónustu- og löggæslustofnana og hersins. Eru ásakanir Trumps nú áþekkar þeim sem hann setti fram á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar, þegar hann sagði Obama hafa látið hlera Trump-turninn. Dómsmálaráðuneytið hrakti síðar þær fullyrðingar. Til fundardagsins var boðað eftir að forseti kallaði Christopher Wray alríkislögreglustjóra og Rod Rosenstein varadómsmálaráðherra á sinn fund til að krefjast rannsóknar á málinu sem forseti kallar Spygate. Þá er fundurinn einnig haldinn í tengslum við stefnu þingmannsins Devins Nunes. Sá krafðist þess að öll skjöl um uppljóstrarann, bandarískan fræðimann, yrðu afhent upplýsingamálanefnd neðri deildar þingsins. Þeirri beiðni var í upphafi hafnað en vegna þrýstings Trumps er ljóst að Repúblikanar fá allavega hluta skjalanna í hendurnar. Demókratar hafa ítrekað gagnrýnt Nunes fyrir að reyna að grafa undan rannsókn Muellers með kröfum sínum og fullyrðingum um samsæri gegn forsetanum. Hafa meðal annars sagt Nunes misnota stöðu sína sem formaður upplýsingamálanefndarinnar. Þá hafa Demókratar lýst yfir óánægju með að vera skildir út undan á fundi dagsins.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Þrátt fyrir að rúmur meirihluti þeirra gruni FBI um græsku vill aðeins þriðjungur repúblikana að forsetinn reki sérstaka rannsakandann sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu. 10. maí 2018 19:41
Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16
Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43